Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.08.1987, Qupperneq 13

Læknablaðið - 15.08.1987, Qupperneq 13
LÆKNABLAÐIÐ 1987; 73: 197-203 197 Júlíus Valsson, Ásgeir Jónsson KLOFAGÚLPUR Á MEGINÆÐ Sjúklingar vistaðir á Landakotsspítala á árunum 1973-1985 INNGANGUR Lítið hefur verið ritað á íslandi um klofagúlp á meginæð (aneurysma dissecans aortae). Þó hefur verið lýst athugun á sjúkdómnum í fjölskyldu, þar sem hann kom fyrir í þremur ættliðum. Þar var leitt líkum að því, að þeir þrír sjúklingar sem lýst er, hafi allir verið með Marfanssjúkdóm (1). Tilgangur þessarar greinar er að lýsa sjúkdómi þeirra tíu einstaklinga, sem greindust með klofagúlp á meginæð á Landskotsspítala á árunum 1973-1985. Klofagúlpur á meginæð er sjaldgæfur en alvarlegur sjúkdómur, sem myndast þegar innsta lag meginæðar rifnar og blóð undir miklum þrýstingi skemmir miðlag æðarinnar og rífur innsta lagið frá ysta laginu. Talið er, að hann geti einungis myndast ef um skemmd er að ræða í miðlagi (cystic medial necrosis). Orsök þessarar skemmdar er oftast annað hvort meðfæddur sjúkdómur í bandvef miðlagsins, eins og til dæmis í Marfanssjúkdómi og Ehler-Danlos-sjúkdómi eða langvinnt álag á miðlagið, eins og við háþrýsting. Um 95V0 allra klofagúlpa á meginæð byrja annað hvort rétt neðan vinstri viðbeinsslagæðar eða í rismeginæð, nokkrum sentimetrum frá meginæðarloku. Sjúkdómnum er gjarnan skipt í þrjá flokka eftir upptökum og útbreiðslu. Flokkur 1 byrjar í rismeginæð oftast nokkra sentimetra frá meginæðarloku og nær klofagúlpurinn yfir í fallmeginæð. Flokkur II er bundinn við rismeginæð og byrjar klofagúlpurinn líka oftast nokkra sentimetra frá meginæðarloku. Flokkur III er bundinn við fallmeginæð og byrjar rétt neðan við vinstri viðbeinsslagæð. Háþrýstingur er langalgengasta orsök í flokki III en meðfæddur sjúkdómur í bandvef i flokki I og II. Þessi skipting er kennd við DeBakey (2) og er sýnd á mynd 1. Frá Landakotsspítala. Barst ritstjórn 27/09/1986. Samþykkt 12/01/1987. 1. mynd. Myndin sýnir hina þrjá flokka klofagúlps á meginœð. Klofagúlpur er tvisvar sinnum algengari í körlum en konum og algengastur á aldrinum 60 til 80 ára. Greining sjúkdómsins er byggð á einkennum og niðurstöðum rannsókna. í langflestum tilfellum er brjóstverkur aðaleinkenni, en við skoðun finnst helst vöntun á púlsum, einkenni um leka á meginæðarloku og einkenni frá miðtaugakerfi. Sú rannsókn sem að mestu gagni kemur er röntgenmynd af brjóstholi, sem sýnir breikkun á meginæðarskugga. Tvívíddarómskoðun og tölvusneiðmyndir koma einnig oft að gagni. í flestum tilvikum þarf þó að taka myndir af meginæð með æðaþræðingu. Horfur án meðferðar eru afleitar. Um 25% deyja á fyrsta sólarhring, 50% á fyrstu viku, 75% á fyrsta mánuði og 90% á fyrsta ári (3). Meðferð er annað hvort skurðaðgerð eða lyfjameðferð. Skurðaðgerð er fólgin í því að loka rifu á meginæðinni og fella saman ganginn, sem hefur myndast. Stundum þarf að endurbyggja vegg eða loku æðarinnar. Jafnvel getur þurft að skipta um loku. Tilgangur lyfjameðferðar er að lækka blóðþrýsting og minnka útfallshraða blóðs frá vinstra slegli hjartans. Yfirleitt er skurðaðgerð beitt við flokk I og II en lyfjameðferð við flokk III.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.