Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.08.1987, Qupperneq 14

Læknablaðið - 15.08.1987, Qupperneq 14
198 LÆKNABLAÐIÐ SJÚKLINGAR OG AÐFERÐIR Stuðst var við sjúkraskýrslur Landakotsspítalans og við krufningaskýrslur. Alls greindust 10 tilfelli af klofagúlpi á meginæð á tímabilinu. Ekki er vitað til þess, að sjúkdómurinn hafi greinst á Landakotsspítala fyrir 1973 en athugaðar voru sjúkdómsgreiningar aftur til ársins 1964. Skipting milli kynja var þannig, að alls greindust átta karlar og tvær konur. Meðalaldur við greiningu reyndist 52,5 ár. Aldursbil var 25-69 ár. Átta sjúklingar höfðu áhættuþætti, sem vitað var um. Þar af voru sjö með háþrýsting og tveir með Marfanssjúkdóm. Annar þeirra var með vægan háþrýsting. í tveimur tilfellum fundust ekki neinir áhættuþættir. Greiningin var staðfest með röntgenmynd af brjóstholi í þremur tilvikum, með skuggamyndatöku af meginæð í sex tilvikum og í einu tilviki við krufningu. Tveir sjúklinganna gengust undir skurðaðgerð, en í sjö tilvikum var eingöngu beitt lyfjameðferð. Sjúkrasögurnar eru birtar í réttri tímaröð, samanber töfluna. 1) 1973. Bráðainnlögn 45 ára gamals karlmanns. Hafði hann oft slæmar brjóst- og höfuðkvalir, sem staðið höfðu í tvo sólarhringa. Þessu fylgdu ógleði og uppköst. Vitað var að hann hafði háþrýsting, en ekki kemur fram í sjúkraskýrslu hve lengi. Við komu var hann illa haldinn og við skoðun kom í ljós hækkaður blóðþrýstingur, 270/150 mm Hg. Merki um skemmdir af völdum háþrýstings sáust í augnbotnum, (KW II breytingar). Að öðru leyti var skoðun eðlileg. Röntgenmynd af brjósti sýndi breikkun á brjóstmeginæð. Gerð var bráð röntgenskuggamyndaskoðun á nýrnaæðum. Kom þá í ljós klofagúlpur á meginæðinni með upptök við vinstri viðbeinsslagæð og náði hann niður að samslagæð mjaðmar. Sjúklingur þótti ekki vegna ástands síns hæfur til að gangast undir skurðaðgerð og fékk því einungis lyfjameðferð. Hann andaðist á heimili sínu um sjö árum eftir greiningu. Hné hann skyndilega niður og var látinn, er að var komið. Krufning leiddi í ljós, að klofagúlpurinn hafi rifnað um átta sentimetra frá upptökum sínum og blætt hafi inn í miðmæti og inn í hægra brjósthol. 2) 1974. Bráðainnlögn 69 ára gamals manns vegna skyndilegra verkja í mjóbaki, sem leiddu fram í kvið og niður í hægra læri. Versnuðu þeir við öndun og hósta. Þessu fylgdi ógleði, en ekki uppköst. Sjúklingur hafði haft blæðandi magasár sex árum áður. Við komu á spítalann var hann mjög þjáður af verkjum. Kviður var mikið þaninn og garnahljóð heyrðust ekki. Hann var með aukna blóðfyllingu í bláæðum á hálsi og blóðþrýstingur mældist 210/140 mm Hg í hægri handlegg, en 170/105 mm Hg í þeim vinstri. Við hjartahlustun heyrðist II. tónn (S2) klofinn við útöndun sem samrýmist seinkuðum samdrætti í vinstra slegli. Clinical and necropsy observalions in ten patients with dissecting aneurysms of the aorta diagnosed at St. Joseph ’s Hospital in Reykjavík 1973-1985. Patients 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Year of diagnosis 1973 1974 1977 1978 1979 1980 1982 1984 1984 1985 Age at diagnosis 45 69 67 25 48 47 55 67 36 66 Sex o* cr 9 cr o* cr 9 cr o* cr Hypertension (> 160/90) + + + + + + + Marfan’s syndrome + + Chest pain + + + + + + + Back pain + + + + + Abdominal pain nausea/vomiting + + + + + Syncope + + Type (DeBakey) III iii I i III iii II i III iii Operation + + Alive Alive Alive Survival and and and (years after diagnosis) 7 4 <1 <i well well well <i <1 <i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.