Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.08.1987, Page 18

Læknablaðið - 15.08.1987, Page 18
202 LÆKNABLAÐIÐ vegna blóðmigu og greindist æxlið á æðamyndum af nýrum. Röntgenmynd af brjóstholi svo og blóðþrýstingur reyndust eðlileg. Háþrýstingur greindist árið 1984 og var hann þá settur á Iyf til að lækka hann. Við komu var hann illa haldinn af verkjum. Hjartalínurit sýndi aukaslög í sleglum og ST-breytingar í útlimaleiðslum (II. og III.). Blóðþrýstingur mældist 150/80 mm Hg. Hjartahlustun leiddi í ljós útflæðisóhljóð yfir hjartatoppi (3/6). Einnig heyrðist fjórði hjartasónn (S4). Fljótlega eftir komu var gerð ómskoðun á gallblöðru og gallgöngum. Við þá rannsókn vaknaði grunur um klofagúlp neðarlega á meginæð. Röntgenmynd af brjóstholi hafði sýnt fremur breiðan miðmætisskugga. Yfirlitsmynd af kviðarholi sýndi breikkun á meginæð í hæð við fjórða lendarliðbol. Tekin var mynd af meginæð með æðaþræðingu og sýndi hún víkkun á meginæðarboga og niður eftir fallmeginæð með upptök við vinstri viðbeinsslagæð. í legunni greindust sykursýki og væg nýrnabilun. Var sjúklingur ekki talinn skurðtækur og útskrifaður rúmum þremur mánuðum eftir innlögn. Var aftur lagður inn á Landakot í desember 1985 vegna brjóst- og kviðverkja. Var hann talinn vera með bólgu í ristilsörpum (diverticulitis coli). Útskrifaður tveimur dögum eftir innlögn á sýklalyfjum. Þremur vikum síðar var hann aftur lagður inn vegna kviðverkja og uppkasta. Röntgenmynd af ristli sýndi þrengt svæði í bugaristli. Gekkst hann undir skurðaðgerð þar sem þessi hluti ristilsins var numinn á brott. Meinafræðisvar greindi frá illkynja breytingum af útþekjuuppruna í fitu umhverfis ristilinn í varahjúp og í ytri vöðvalögum, en ekki í slímhúð ristilsins. Sjúklingur andaðist í byrjun árs 1986 af völdum krabbameins. Krufning leiddi í ljós klofagúlp á meginæð, sem ekki er nánar lýst. Illkynja breytingar sáust í eitlum í netju og í gallblöðru. Meinvörp sáust í lifur. Einnig kom í ljós brátt hjartadrep og lungnabjúgur. UMRÆÐA Fjallað hefur verið stuttlega um sjúkdóminn klofagúlp á meginæð og þá sjúklinga, sem vistaðir hafa verið á Landakotsspítala á árunum 1973-1985. Það vekur athygli, að tveir af þessum sjúklingum voru taldir vera með Marfanssjúkdóm. Höfðu þeir báðir ýmis einkenni, sem mjög styðja þá greiningu. Hjá öðrum þeirra átti klofagúlpurinn upptök sín í rismeginæð, sem er langalgengast hjá sjúklingum með Marfanssjúkdóm. Hjá hinum voru upptökin í fallmeginæð, sem er mun sjaldgæfara hjá Marfanssjúklingum (4). Af þeim þrettán íslendingum, sem lýst hefur verið með klofagúlp á meginæð, hafa fimm verið með Marfanssjúkdóm. Verður það að teljast athyglisvert. Marfanssjúklingar hafa oft víkkaða meginæðarrót. Mælt hefur verið með því að þeir gangist undir skurðaðgerð þegar breikkunin á meginæðarrótinni nær sex sentimetrum (5). Þvi hefur verið haldið fram, að um 10% klofagúlpa grói af sjálfu sér (6). Hér er lýst einu tilfelli þar sem breytingar á röntgenmyndum, sem taldar voru dæmigerðar fyrir klofagúlp, gengu alveg tilbaka. Þar var um að ræða sjúkling í flokki II, þ.e. klofagúlpurinn var bundinn við rismeginæð. Almennt er álitið að horfur sjúklings með klofagúlp standi í réttu hlutfalli við fjarlægð upptaka hans frá meginæðarlokunni, með öðrum orðum því lengra frá lokunni sem upptökin eru, því betri eru lífslíkurnar. Það er því sjaldgæft að klofagúlpar með upptök í rismeginæð grói af sjálfu sér (6). Sjö sjúklingar voru með háþrýsting. Tveir sjúklingar voru skornir upp í Bandaríkjunum og hefur þeim vegnað vel. Auk þeirra er aðeins einn sjúklingur á lífi. Meðferð við klofagúlp á meginæð er tvíþætt, svo sem fram hefur komið, annað hvort skurðaðgerð eða lyfjameðferð. Skurðaðgerð er beitt við klofagúlp í rismeginæð og þá eins fljótt og því verður við komið vegna mjög hárrar dánartíðni, aðallega vegna leka inn í gollurshús. Skurðaðgerð beinist því að því að nema brott þann hluta meginæðar þar sem klofagúlpur á upptök sín. Ef um er að ræða sjúkling með Marfanssjúkdóm þarf oft að skipta um meginæðarloku (7). Klofagúlp í fallmeginæð meðhöndla flestir með lyfjum sem beinast að því að lækka blóðþrýsting og minnka útfallshraða frá vinstra slegli. Þau lyf sem mest eru notuð eru lyf sem hemja beta viðtæki. Skurðaðgerð er þó beitt ef klofagúlpurinn hindrar blóðrás til líffæra t.d. nýrna, garna eða útlima (8). Til eru þó þeir sem vilja beita skurðaðgerð sem fyrstu meðferð við klofagúlp í fallmeginæð (9). Þakkir: Höfundar vilja færa Benedikt Tómassyni lækni kærar þakkir fyrir aðstoð hans við að koma þessari ritsmíð á íslenskt mál. SUMMARY In the years 1973 to 1985, ten patients, two women and eight men, were diagnosed with dissecting aneurysm of the aorta in St. Joseph’s Hospital in Reykjavík. The age range was 25 to 69 years with mean 52.5 years. Two patients had Marfan’s syndrome, one of whom had hypertension. Six other patients had known hypertension.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.