Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.08.1987, Page 21

Læknablaðið - 15.08.1987, Page 21
LÆKNABLAÐIÐ 1987; 73: 205-13 205 Friðbert Jónasson, Kristján Þórðarson AUGNHAGUR 751 AUSTFIRÐINGS 43JA ÁRA OG ELDRI Á ÁRUNUM 1980-1984 Algengi augnsjúkdóma, sjónskerðingar og blindu ÚTDRÁTTUR Greint er frá niðurstöðum úr skoðunum á augnlækningaferðalögum til Eskifjarðar, Reyðarfjarðar og Neskaupstaðar á árunum 1980-84. Þann 01.12.1982 voru íbúar 43ja ára og eldri á athugunarsvæðinu 925 og var 751 þeirra skoðaður (81,2%). Flestir einstaklingar voru skoðaðir oftar en einu sinni og allir sem höfðu alvarlega augnsjúkdóma, voru skoðaðir minnst einu sinni á ári. Þegar þurfa þótti, voru sjúklingar sendir á augndeild St. Jósefsspítala, Landakoti, til frekari greiningar og meðferðar. Alvarlegustu og jafnframt algengustu kvillar voru drer, ellirýrnun í miðgróf sjónu og hægfara gláka. Töflur I-IV og myndir 1 til 4 sýna aldursdreifingu og kynskiptingu þeirra einstaklinga, sem þessa sjúkdóma hafa. Konur fá oftar drer en karlar (P < 0.02) og karlar oftar hægfara gláku en konur (P<0.05). Algengi þessara kvilla fer vaxandi eftir fimmtugt og þó enn meir eftir sjötugt. Konur virðast fá drer yngri að árum en karlar. Ellirýrnun í miðgróf sjónu fer vaxandi eftir sextugt og þó sérlega eftir sjötugt. Kynjamunur er enginn, nema ef aðskildir eru einstaklingar með þurra ellirýrnun í miðgróf sjónu og þeir sem hafa blotarýrnun 83ja ára og eldri, en í þeim aldurshópi virðist konum hættara að fá blotarýrnun en körlum. Sextán einstaklingar eru lögblindir, þar af 11 vegna ellirýrnunar í miðgróf sjónu, þrír vegna hægfara gláku, einn einstaklingur vegna drers og annar vegna sjónu- og æðubólgu (mynd 5). Árangur dreraðgerða er mjög góður og árangur meðferðar hægfara gláku er einnig góður. Engin meðferð er við þurraellirýrnun í sjónu og aðeins tekst að meðhöndla fáa þeirra, sem hafa blotarýrnun. Ef ekki finnst árangursríkari meðferð við þessum kvilla, mun blindum einstaklingum af hans völdum stórlega fjölga á næstu árum, þar eð sífellt fjölgar í elstu aldurshópunum. Barst 02/03/1987. Samþykkt 10/03/1987. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR í þessari grein eru birtar upplýsingar um augnsjúkdóma, sem fundust í augnlækningaferðalögum annars höfundanna (FJ) til Austurlands á árunum 1980-84. Farnar voru þrjár ferðir á ári og fóru skoðanir fram á Eskifirði, Reyðarfirði og Neskaupstað, en auk íbúa þessara staða var í sömu ferðum einnig skoðað fólk frá Mjóafirði, úr Norðfjarðarhreppi og úr Helgustaðahreppi. íbúar þessa svæðis voru þann 01.12.1982 samtals 3.678. Hér verður fjallað um íbúa 43ja ára og eldri, en þeir töldust vera 925 (1). Skoðaður var 751 einstaklingur, eða 81,2% þessara íbúa (tafla I). Viðkomandi einstaklingar leituðu augnlæknis af eigin hvötum eða vegna ábendinga lækna á staðnum. Aðaláhersla var lögð á þá þrjá sjúkdóma sem oftast valda sjónskerðingu og blindu í þessum aldurshópi, þ.e. ellirýrnun í miðgróf sjónu, drer og hægfara gláku. Allir einstaklingar með alvarlega augnsjúkdóma voru skoðaðir minnst einu sinni á ári á ofannefndum stöðum. Þegar ástæða þótti til, voru sjúklingar sendir á augndeild Landakotsspítala til frekari rannsóknar og meðferðar. Greiningarmörk eru þau sömu og í Framinghamkönnuninni í Bandaríkjunum (2), en aðferðafræðilegt vandamál þeirrar skilgreiningar er, að annars vegar þurfa þessir sjúkdómar að vera fyrir hendi og hins vegar að sjónskerpa sé <6/9, hver svo Table I. Population 43 years and otder and examined persons. Agc Popu- lation Examined pcrsons total (m) (F) Perccnt- age examined 43-52 years 267 224 (119) (105) 83.9 53-62 years 262 202 (100) (102) 77.1 63-72 years 236 180 (90) (90) 76.3 73-82 years 117 102 (49) (53) 87.2 83 years and older 43 43 (17) (26) 100 Total, all ages 925 751 (375) (376) 81,2

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.