Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.08.1987, Page 26

Læknablaðið - 15.08.1987, Page 26
210 LÆKNABLAÐIÐ eru aðallega þrjár kannanir (2, 10, 11) bornar saman við núverandi könnun og eru allar fjórar unnar á sama hátt, og niðurstöður svipaðar í flestum atriðum. Auk heldur er núverandi könnun borin saman við tvær aðrar kannanir, íslenskar (7, 12) sem unnar eru á annan hátt og er þá nokkur mismunur á niðurstöðum, og á það einkum við könnun á blindu. Algengi drers í núverandi könnun er svipað og í Framingham og Melton Mowbray rannsóknunum (2, 10) í flestum aldurshópum. I Framinghamrannsókninni í Bandaríkjunum 1973-75 (2) og Melton Mowbray 1982-4 í Englandi (10) er um vaxandi algengi drers að ræða með auknum aldri í svipuðum hlutföllum. Konur eru fjölmennari en karlar í báðum könnununum og munur í báðum rannsóknum er tölfræðilega marktækur eins og í núverandi könnun. Algengi í núverandi könnun er hærra, ef sjónskerpa er notuð sem viðmiðun, en svipuð ef eingöngu er miðað við ellibreytingar á augasteini eða 91% fyrir 75-85 ára (13). I núverandi könnun eru allir 83ja ára og eldri með drermyndun í augasteini, og sjón 6/9 a.m.k. á öðru auga. í Borgarneskönnuninni (11), eru niðurstöðutölur öllu lægri, en breytingar milli ára eru svipaðar. Ljóst er að árangur dreraðgerða er mjög góður og enn betri sjón fæst eftir að farið var að nota gerviaugasteina. Flestir verulega sjónskertir í núverandi könnun eru sjóndaprir vegna drers og mun þeim fækka á næstu árum vegna notkunar gerviaugasteina. í núverandi könnun og í rannsókn Guðmundar Björnssonar á íbúum í Borgarnesslæknisumdæmi (11) var notuð sama skilgreining fyrir hægfara gláku. í núverandi könnun er algengi hægfara gláku 53-82 ára 6,7%, í Framingham könnuninni í aldurshópi 52-85 ára 3,3% en í Borgarneskönnuninni 4% hjá 50-80 ára. Mismunur á íslensku könnununum er að líkindum m.a. sökum þess að viðmiðunarhópur í Borgarneskönnuninni er nokkru yngri en í núverandi könnun, og algengi e.t.v. öllu hærra á Austfjörðum. Um helmingur glákusjúklinga hafa samkvæmt skilgreiningu orðið fyrir sjónsviðsmissi vegna gláku, sem er sama hlutfall og í annarri íslenskri rannsókn (7). Tölur í yngstu aldurshópunum eru svipaðar og í Framinghamrannsókninni, og í Melton Mowbray könnuninni, en í elstu tveimur aldurshópunum eru islensku tölurnar hærri, enda allir skoðaðir og þá einnig þeir, sem eru á elli- og hjúkrunarheimilum, en tiltölulega fáir þeirra síðastnefndu voru skoðaðir í ofannefndu erlendu könnununum (10, 14). Ef aðeins eru taldir 53ja ára og eldri, reynist heildaralgengi hægfara gláku samkvæmt skilgreiningu 7,2%, en þeirra sem hafa einnig sjónskerðingu 3,6%. Heildaralgengi gláku virðist meira á rannsóknarsvæðinu en meðaltal á Islandi, og í annarri könnun (15) er algengi gláku Austfirðinga 50 ára og eldri talið hæst á landinu, eða um 6%, en minnst á Suðurlandi og nágrannabyggðum Reykjavíkur, um 2%. Sú könnun byggir á athugun lyfseðla, þar sem vísað er á glákulyf. í þeirri könnun (15) er 161 einstaklingur á Austurlandi talinn hafa hægfara gláku, en 31% þess hóps finnst í núverandi könnun og íbúafjöldi á rannsóknarsvæðinu í þessum aldurshópi tæplega 30% Austfirðinga. Sextíu og fimm einstaklingar, eða 8,7% skoðaðra, komu vegna þess að þeir vissu af gláku í ætt sinni, en hópskoðanir eru taldar hagkvæmar a.m.k. hjá ættingjum glákusjúkra á glákualdri og hjá elstu aldurshópum (16, 17). Sá fjöldi einstaklinga sem veit af gláku í ætt og vill þess vegna fá augnskoðun ber vitni öflugu upplýsinga- og forvarnarstarfi vegna þessa kvilla á undanförnum árum. Gláku þarf að finna snemma og fannst hún í öllum tilfellum í þessari rannsókn vegna þess, að sjúklingur leitaði augnlæknis og taldi sig þurfa ný gleraugu. Árangur meðferðar gláku er svipaður og annars staðar og ljóst að lyfjameðferð ein dugir oft ekki til að hindra sjónskerðingu. Mjög mikilvæg viðbót eru glákuaðgerðir með leysigeislum, sem gefa jafnari þrýsting og draga úr líkum á sjónsviðsskerðingu borið saman við lyfjameðferð (18). Auk heldur gerir leysimeðferð stórum hluta sjúklinga kleift að komast af með færri augnlyf en ella, sparar þjóðfélaginu því fé vegna minni lyfjanotkunar, og eykur einnig líkur á, að meðferð sé framkvæmd í samræmi við ráðleggingar læknis. Skurðaðgerðir eru árangursríkar en hætta á aukaverkunum meiri. Tveir einstaklingar fundust með bráðagláku. í riti Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (3) segir, að hjá Evrópubúum sé þröngvinkils gláka um 10% af hægfara gláku, en í núverandi könnun er hlutfallið um 4% ef miðað er við skilgreiningu Framinghamkönnunarinnar (2), en 8% ef eingöngu er tekið tillit til þeirra, sem hafa sjónsviðsskerðingu. Megináhættuþáttur drers og gláku reynist í

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.