Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1987, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 15.08.1987, Blaðsíða 47
LÆKNABLAÐIÐ 229 undirbúnings. Aðsteðjandi vandi vegna offjölgunar lækna er því ekki skammtímamál. Nú eru teknir 36 læknastúdentar á ári í læknadeild Háskóla íslands, en takmarkanir í deildina miðast við könnun, sem gerð var fyrir nokkrum árum, á þeim fjölda sem unnt væri að mennta til hlítar á hverju ári inni á sjúkrahúsum og annars staðar. Markmið Háskóla íslands, og þar með læknadeildar, er að skapa nemendum besta mögulega menntun og aðstöðu til akademísks uppeldis hvað varðar kennslu og rannsóknir. Breytingatillögur og ákvarðanir miða við bestu möguleika til náms og verkþjálfunar, en einnig verður að taka mið af framhaldsnámi, símenntun og nauðsyn á upplýsingum og námsráðgjöf. íslensk stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að uppfylla þau markmið sem Sameinuðu þjóðirnar hafa sett varðandi áætlun um »Heilbrigði fyrir alla árið 2000«. Þau markmið opna vafalaust nýjar leiðir fyrir lækna, bæði í nýjum störfum, stjórnun og fræðslu. Með tilliti til þess og fleiri þátta stendur yfir endurskoðun á námsefni í læknadeild. Þar er reynt að taka mið af fyrirsjáanlegum breyttum aðstæðum. Læknar geta tekið að sér kennslu og ýmis sérfræðistörf sem þeir hafa ekki sinnt hingað til. Ennfremur geta læknar sinnt ýmsum verkefnum sem tengjast heilsufarsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Innan læknadeildar verður að meta væntanlega þörf fyrir lækna og hvers konar menntun læknar hafa þörf fyrir. Jafnframt verður að byggja námsefni og kennslu á ákveðnum kröfum sem litt breytast. Læknar ættu að hafa áhrif á námsval nemenda innan sem utan læknadeildar. Það er skylda Iækna að upplýsa nemendur um atvinnuhorfur að loknu námi. Hins vegar ber Læknafélagi íslands og læknum að vara við því að túlka forspá um atvinnuhorfur of bókstaflega og samþykkja of harða takmörkun til náms, án þess að benda á aðra valkosti. María Sigurjónsdóttir sagði, að á næstu árum verði útlitið svartara í atvinnumálum unglækna en verið hefði áður. Unglæknar hafa mikið rætt framtíðarhorfur og sett fram tillögur um leiðir til úrbóta, þær fela m.a. í sér: - Aðstoðarlæknisstöður verði settar upp á heilsugæslustöðvum, það stuðlar að uppbyggingu í heilbrigðiskerfinu og takmarkar gífurlegt vaktaálag sem heilsugæslulæknar þurfa að búa við einkum úti á landi. - Aðstoðarlæknisstöðum á sjúkrahúsum verði fjölgað, en víða vinna læknar allt að tvöfaldri yfirvinnu, sem engan veginn getur talist eðlilegt. í tengslum við hóflegra vinnuálag og fleiri stöður verði grunnlaun lækna hækkuð verulega. - Fjölgað verði námsstöðum fyrir reynda aðstoðarlækna, og gæti það hugsanlega tengst auknu sérnámi lækna innanlands. - Kennurum í læknadeild verði gert kleift að sinna betur klínískri kennslu og jafnframt verði minnkuð við þá önnur vinna á sjúkrahúsum. Unglæknar hafa áhyggjur af samstöðuleysi lækna, lítil samstaða er í kjaramálum og innbyrðis andstæður hafa birst bæði á milli heilsugæslulækna og sérfræðinga og aðstoðarlækna og sérfræðinga, það er því ekki víst að læknar geti leitað sameiginlegra úrræða í atvinnumálum. Læknar þurfa að gæta þess, að Hatldór Halldórsson, Ólafur Steingrímsson, Viðar Hjartarson og Árni Björnsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.