Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1989, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 15.10.1989, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ 1989; 75: 277-82 277 Eiríkur Benedikz 1), Hannes Blöndal 1), Gunnar Guömundsson 2) ARFGENG HEILABLÆÐING II Útfellingar sýstatín-C mýlildisefnis í húö / þessari grein verður lýst greiningu mýlildisútfellinga í húð 14 einstaklinga með aifgengan heilahlœðingarsjúkdóm. Notagildi húðsýna til greiningar sjúkdómsins snemma í sjúkdómnum verður rœtt. INNGANGUR Mýlildisefni er gert af mismunandi prótínum allt eftir þvf um hvaða sjúkdóm er að ræða. Allt mýlildisefni hefur þó þann eiginleika að litast með Congorauðu (congophilia) og þannig litað veldur það sægrænu ljósbroti á póluðu ljósi. Allt mýlildisefni hverju nafni sem það nefnist hefur líka einkennandi þráðlingagerð, sem greina má í rafeindasmásjá (1). Mýlildisiitfellingar í húð koma fyrir í sambandi við fjölkerfa frummýlildi (primary systemic amyloidosis) (2), bólgumýlildi (secondary systemic amyloidosis) (3) , mýlildi við mergæxli (systemic amyloidosis with myeloma) (2), ýmis form af staðbundnu frummýlildi í húð (primary localized cutaneous amyloidosis) (4) og ættgengt mýlildi í húð (familial cutaneous amyloidosis). Við nokkra sjaldgæfa ættgenga mýlildissjúkdóma, svo sem ættgengt fjöltaugamýlildi (familial amyloidotic polyneuropathy) hefur mýlildisútfellingum í húð einnig verið lýst (5). Sýnistaka úr húð hefur í síðast nefnda sjúkdómnum jafnvel verið talin nothæf aðferð til greiningar á sjúkdómnum á byrjunarstigi. Frá fyrri hluta þessarar aldar (6) hefur verið þekktur hér á landi arfgengur heilablæðingarsjúkdómur, samanber Læknablaðið 1989; 75: 197-200. Orsök heilablæðinganna hefur verið lýst sem skemmdum í heilaæðum vegna 1) Rannsóknarstofur í líffærafræöi og Háskólans viö Barónsstíg og 2) taugalækningadeild Landspítalans. Barst 05/04/1989. Samþykkt 19/04/1989. mýlildisútfellinga (7). Mýlildisefnið hefur verið einangrað og raðgreint og reyndist það hafa næstum sömu aminosýruröð og prótínasahemillinn sýstatín C (8). Lengst af hafa mýlildsútfellingar í þessum sjúklingum verið taldar takmarkaðar við heilaæðar. Það er nú orðið ljóst að svo er ekki því þær má finna, þó í minni mæli sé, í ýmsum öðrum líffærum, þar á meðal í húð (9). EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Eðlilega útlítandi húð var athuguð hjá 35 einstaklingum, þar af 25 sjúklingum og fólki af heilablæðingarættum og 10 öðrum óskyldum einstaklingum, þar af fjórum heilbrigðum. Húðsýni voru tekin með sýnitökunál (3 mm) frá 22 sjúklingum og fólki af heilablæðingarættum en auk þess frá sex óskyldum einstaklingum. Húðsýni voru einnig fengin frá þremur sjúklingum og fjórum heilbrigðum einstaklingum við krufningu. Sýnin voru í flestum tilfellum tekin úr húð á upphandlegg, en tvö af læri, eitt af kvið, eitt af hnakka og eitt úr hársverði hjá einstaklingum af heilablæðingarættum. í einstaka tilfelli var húð tekin á fleiri en einum stað hjá sama sjúklingi. Sýni frá óskyldum voru tekin af brjósti fjögurra einstaklinga, af læri hjá tveimur, af bringu tveggja og af upphandlegg hjá tveimur. Sýnin voru hert í formalíni og/eða vökva Bouins og steypt inn í paraffín fyrir ljóssmásjárskoðun. Sneiðar voru litaðar með hematoxylín-eósíni og Congorauðu og þær síðamefndu skoðaðar í póluðu ljósi. Paraffínsneiðar voru litaðar ónæmisvefjafræðilega með avídín-bíotín- komplex-aðferð. Fyrir litun voru sumar sneiðamar meðhöndlaðar með maurasýru, en sú meðferð gerir litunina sterkari (10).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.