Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1989, Síða 18

Læknablaðið - 15.10.1989, Síða 18
286 LÆKNABLAÐIÐ sjúklinga á geðdeildum innlögn fyrir, en samt voru valinnlagnir þar aðeins í 14% tilvika. Allt annað kom í ljós á lyfja- og skurðdeildum. Þar sáu aðstandendur innlögn fyrir í 30% tilvika og valinnlagnir voru í 43% tilvika. Af þessu má sjá að aðstandendur sjúklinga á geðdeildum sjá ástandið í öðru ljósi og hafa því önnur viðhorf til aðdraganda innlagnar en læknar. Mun fleiri aðstandendur sjúklinga á geðdeildum áttu frumkvæði að innlögn en á öðrum deildum. Alag á aðstandendur sjúklinga á geðdeildum er því mun meira en á aðstandendur sjúklinga á öðrum deildum hvað þetta snertir. Svo virðist einnig sem læknar hiki frekar við ákvörðun um innlögn á geðdeildir, þrátt fyrir þörf, að mati aðstandenda og þrátt fyrir að um 75% sjúklinganna væru samþykkir innlögn. Þrátt fyrir aukið álag lýsa aðstandendur sjúklinga á geðdeildum ekki almennri óánægju. Þeir eru tilbúnir að taka þessu álagi, en vilja meiri samvinnu um skipulag innlagnar. SUMMARY A questionnaire was developed to assess the burden of illness on patients and their relatives. Fourty hospitalized psychiatric patients and their relatives were compaired with 40 hospitalized non- psychiatric patients and their relatives. This paper studies in particular the attitudes and comments regarding hospitalization. The two groups were demographically different and therefore needed different types of support. Patients’ relatives and doctors’ comment about hospitalization differed. Relatives of psychiatric patients commented that admission to hospital was too late in the process. Elective admissions to psychiatric ward were almost unknown. HEIMILDIR 1. Allen JC, Barton GM. Patient comments about hospitalization. Comp Psychiatry 1976; 17: 631-40. 2. Heilbrigðisskýrslur 1985. Reykjavík: Landlæknisembættið 1986. 3. Breier A, Strauss JS. The role of social relationship in the recovery from psychotic disorders. Am J Psychiatry 1984; 141: 949-55. 4. Dimsdale JE, Klerman G, Shershow JC. Conflict in treatment goals between patients and staff. Soc Psychiatry 1979; 14: 1-4. 5. Drake RE, Wallach MA. Mental patient’s attitude toward hospitalization: A neglected aspect of hospital tenure. Am J Psychiatry 1988; 145: 29-34. 6. Skodol AE, Plutcleik R, Korane TB. Expectations of hospital treatment. Conflicting views of patients and staff. J Nerv Ment Dis 1982; 168: 70-4. 7. Slater V, Linn MW, Harris R. A satifaction with mental health care scale. Comp Psychiatry 1982; 23: 68-74. 8. Shaila P, Kapur RL. The burden of the family of a psychiatric patient: Development of an interview schedule. Brit J Psychiatry 1981; 138: 332-5. 9. Platt S, Weyman A, Hirsch S, Hewett S. The social behavior assessment schedule (SBAS): Rational contents, scoring and reliability of a new interview schedule. Soc Psychiatry 1980; 15: 43-55.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.