Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.1989, Qupperneq 25

Læknablaðið - 15.10.1989, Qupperneq 25
LÆKNABLAÐIÐ 1989; 75: 293-302 293 Tómas Helgason, Júlíus Björnsson GEÐLYFJAÁVÍSANIR UTAN SJÚKRAHÚSA í REYKJAVÍK í MARS 1984 ÚTDRÁTTUR Geölyfjaávísanir, sem Sjúkrasamlag Reykjavíkur greiddi í mars 1984, voru athugaðar til aö kanna kyn- og aldursdreifingu sjúklinganna og hvaöa tegundum geölyfja læknar ávísuöu, hve miklu þeir ávísuöu hverjum sjúklingi og hve oft og hvernig. Niöurstööurnar eru bornar saman viö fyrri athugun (1, 2) og viö sölutölur geölyfja á landinu (3). Hver sjúklingur fékk aö meðaltali 1,3 lyfseðla á mánuöi og aö jafnaði var ávísaö 1,7 mismunandi geölyfjum. Um 83% ávísana voru á svefnlyf eöa róandi lyf. Á tæpum helmingi lyfseölanna var öörum lyfjum ávísaö jafnframt. Rúm 40% ávísana voru símsendar. Um 4% sjúklinganna var ávísaö meira en 90 skilgreindum dagsskömmtum (SDS) af róandi lyfjum á mánuöi og 10% sjúklinga var ávísað slíku magni af svefnlyfjum. í mánuðinum var 5,3% karla og 8,6% kvenna 15 ára og eldri ávísað geölyfjum. Þeim sem ávísað var geölyfjum, sérstaklega svefnlyfjum, fjölgaöi hlutfallslega meö hækkandi aldri. Algengistölur ávísana svara til tæplega 60% af ávísuöum SDS. Fjöldi SDS á hverja 1000 íbúa hefur ekki breyst frá 1974 nema fyrir ávísanir á róandi lyf; þeim hefur fækkaö verulega. Nýleg Gallupkönnun (4) bendir til aö algengi notkunar róandi lyfja og svefnlyfja hafi ekki breyst síöan 1984. Tæpum tveim þriöju hlutum lyfjamagnsins var ávísað til kvenna og um þriðjungi til fólks sem var 65 ára eöa eldra. INNGANGUR Ymis geðlyf hafa verið þekkt lengi. Notkun brómsalta gegn krömpum hófst 1851. Náðu þau fljótlega miklum vinsældum sem róandi lyf og svefnlyf og voru notuð fram yfir miðja þessa öld. Klóral kom á markaðinn sem svefnlyf 1869 og barbitúrsýrusambönd upp úr síðustu aldamótum (5). Sumir misnotuðu þessi lyf sem vímugjafa og margir urðu háðir þeim. En tími geðlyfjameðferðar hefst þó ekki fyrir Frá geðdeild Landspítalans. Barst 08/05/1989. Samþykkt 04/07/1989. alvöru fyrr en með tilkomu sértækari lyfja gegn sturlun, þunglyndi og kvíða á árunum 1950-1960. Þessi geðlyf hafa gjörbreytt tilveru óteljandi fjölda fólks til batnaðar og eru ómissandi þáttur í nútíma lækningum. Til þess að svo megi verða áfram, þarf að nota þau í hæfilegum skömmtum í hæfilegan tíma og samkvæmt viðeigandi ábendingum. Rétt og hófleg lyfjanotkun er meginþáttur í mörgum læknisaðgerðum. Hvort og hvemig þetta tekst fer eftir þekkingu og reynslu lækna á þeim truflunum sem hrjá fólk er til þeirra leitar. Notkun sumra lyfja er tengd ákveðnum fordómum vegna þess að þau geta verið vanabindandi, valdið vímu og fráhvarfseinkennum. A þetta sérstaklega við um ýmis verkjalyf, svefnlyf og kvíðastillandi lyf og hefur jafnvel komið fyrir að sjúklingur hafi ekki fengið tilhlýðilega lyfjameðferð af þessum sökum. A hinn bóginn getur verið erfitt að ráða við fíknina í þessi lyf hjá þeim sem hafa vanist á þau. Sem betur fer kunna þó flestir læknar og sjúklingar að varast hættumar sem stafa af notkun slíkra lyfja. Staðlaðar aðgerðir gegn truflunum eða sjúkdómum sem fólk þjáist af em mjög fáar hvar sem borið er niður í læknisfræðinni. Sést þetta meðal annars af mismunandi lyfjanotkun (sölu) í nágrannalöndum þar sem ekki er vitað um neinn verulegan mun á tíðni sjúkdóma sem lyfjunum er beitt gegn (6, 7). Lyf og aðrar læknisaðgerðir, hvort heldur þau gera gagn eða ekki, em fæst án aukaverkana svo að ástæða er til að gera hvorki annað eða meira en nauðsyn ber til. Samanburður á lyfjanotkun (sölu) milli landa, svæða eða læknisþjónustugreina getur gefið veigamiklar upplýsingar um hvað hægt er að komast af með. Ýmsar lýðfræðilegar breytur tengjast lyfjanotkun, annars vegar vegna tengsla þeirra við ýmsa sjúkdóma, hins vegar vegna tengsla þeirra við lífsvenjur og afkomu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.