Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1989, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 15.10.1989, Blaðsíða 26
294 LÆKNABLAÐIÐ Notkun sýklalyfja og geðlyfja er með nokkrum öðrum hætti hér en annars staðar á Norðurlöndum (6, 7) og hefur breyst talsvert á síðustu tíu árum (3). A árunum 1972 og 1974 voru gerðar (1, 2) athuganir á lyfseðlum í Reykjavík. í framhaldi af því voru gefnar út leiðbeiningar um hámarksmánaðarskammta af róandi lyfjum og svefnlyfjum og sterkasta diazepamtaflan var tekin af skrá (8). Notkun þessara lyfja, róandi og svefnlyfja, minnkaði nokkuð fram til 1981, en síðan hefur notkun svefnlyfja aukist verulega svo að nú nálgast heildarsala geðlyfja það sem var fyrir þessar aðgerðir (3). Á fundi, sem norræna lyfjanefndin gekkst fyrir haustið 1983 (6), var bent á ýmsar leiðir til að kanna lyfjanotkun nánar en unnt er að gera samkvæmt opinberum söluskýrslum. Þar var meðal annars bent á nauðsyn faraldsfræðilegra rannsókna á svefntruflunum og notkun lyfja við þeim. Niðurstöður einnar slíkrar athugunar hér á landi hafa þegar birst (9). Einnig þarf að athuga geðlyfjagjöf lækna frekar samkvæmt lyfseðlum, hvemig læknar gefa tiltekna flokka lyfja eftir kyni og aldri sjúklinga, hve mikið, hve oft og hvemig. Rannsókninni, sem hér verður skýrt frá, er ætlað að kanna suma þessa þætti nánar og bera algengi geðlyfjaávísana saman við fyrri kannanir að svo miklu leyti sem unnt er. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Þó að vitað sé að aðsókn að læknum sé breytileg eftir árstíma og búsetu, var ákveðið að kanna ávísanir á geðlyf í Reykjavík í einn mánuð. Skráðir vom allir lyfseðlar frá apótekunum í Reykjavík sem Sjúkrasamlag Reykjavíkur greiddi í mars 1984. Lyfjatæknir Sjúkrasamlagsins safnaði öllum lyfseðlum Table I. Number of outpatients and percentage distri- bution of prescriptions for psychotropic drugs per pa- tient in March 1984 in Reykjavik by sex and number of drugs on each prescription. Number of drugs on prescription M F M+F One ... 63.1 65.9 64.9 Two ... 22.7 20.8 21.5 Three or more ... 14.1 13.3 13.6 Total ... 99.9 100.0 100.0 Number of patients 1,741 3,077 4,818 x2 =33,968 df=2 p=0.14 með ávísun á geðlyf, en tölvuskráning og frekari úrvinnsla var framkvæmd á geðdeild Landspítalans með leyfi Tölvunefndar og samþykki landlæknis. Meðhöndlun fmmgagna reyndist tímafrekari en gert var ráð fyrir, svo að endanleg úrvinnsla hefur dregist. Hver lyfseðill var skráður í gagnagmnn með fæðingamúmeri þess, sem seðilinn fékk, númeri útgefanda og sérgrein og númeri lyfjabúðar. Skráðar vom upp í fimm geðlyfjategundir af hverjum lyfseðli samkvæmt ATC-kerfi (Anatomical- Therapeutical-Chemical Classification) (10), ásamt magni og skammtastærðum í milligrömmum. Einnig var skráð hvort geðlyfjum var ávísað með öðmm lyfjum á lyfseðli. Lyfjamagn á hverjum lyfseðli var umreiknað í skilgreinda dagsskammta (SDS) (Defined Daily Doses=DDDs) (10). Kyn- og aldursskipting Reykvíkinga miðast við 1. desember 1984 (11). Tölfræðilegur samanburður var gerður með kí- kvaðrat prófunum eða tvíhliða dreifigreiningu (ANOVA) (12). NIÐURSTÖÐUR Lyfseðlafjöldinn, sem 4818 Reykvíkingar fengu afgreiddan, reyndist 6371 í þessum mánuði og á þeim vom 7990 ávísanir á geðlyf. Á töflu I sést hvemig sjúklingamir skiptast eftir kyni, og hlutfallsleg skipting eftir því hve marga lyfseðla þeir fengu og hve mörg geðlyf vom á hverjum lyfseðli í þessum mánuði. Nærri tveir þriðju hlutar sjúklinganna vom konur. Hver sjúklingur fékk sem svaraði 1,3 lyfseðla á mánuði. Þrjá lyfseðla eða fleiri á mánuði fengu tæp 14%. Á 80% lyfseðlanna var aðeins eitt geðlyf, en í 3,5% tilvika vom þrjú eða fleiri geðlyf á hverjum lyfseðli. Enginn munur var milli kynja á dreifingunni á fjölda lyfseðla eða fjölda ávísana á hverjum lyfseðli. Á 54% lyfseðlanna vom eingöngu geðlyf, en á 46% voru önnur lyf jafnframt. Á töflu II er geðlyfjunum skipt niður í fimm meginflokka, sefandi lyf (neuroleptics), róandi lyf (tranquillizers), svefnlyf (hypnotics), geðdeyfðarlyf (antidepressants) og örvandi lyf (stimulants). Fleiri konur fengu ávísun á hvem þessara lyfjaflokka en karlar að undanteknum örvandi lyfjum þar sem karlamir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.