Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.1989, Side 37

Læknablaðið - 15.10.1989, Side 37
LÆKNABLAÐIÐ 301 Kyn- og aldursdreifing þeirra, sem fengu geðlyf í þessum mánuði, svarar nokkum veginn til aðsóknarinnar að heimilis- og heilsugæslulæknum hér á landi (39-42). Að vísu er hlutfallið milli kvenna og karla, sem leita þessara lækna vegna geðkvilla, heldur hærra en meðal allra sem leita þeirra (14). Jafnframt fer fjöldi samskipta við heilsugæslulækna, sem talin eru vegna geðkvilla, vaxandi fram undir sjötugt (14). Kyn- og aldursdreifing ávísana á róandi lyf og svefnlyf í þessari athugun svipar í aðalatriðum til þess sem fannst við lyfseðlakönnun 1972- 3 (2). Þó virðist hámark skammtafjölda róandi lyfja handa körlum vera fyrr nú, eða á aldursbilinu 45-49 ára, en kvenna síðar, eða 65-69 ára, þó að skammtafjöldi og algengi ávísana breytist lítið á aldursbilinu 45-69 ára. Svefnlyfjaávísunum og skömmtum fer hins vegar nú eins og áður (2, 9) jafnt og þétt fjölgandi fram undir og yfir 80 ára aldur. Vegna þess hve lengi úrvinnsla þessara gagna hefur dregist, fengum við Gallup-stofnunina í desember 1988 til að spyrja úrtak fólks á aldrinum 15-69 ára um notkun róandi lyfja, svefnlyfja og verkjalyfja (4). Þá kom í ljós, að 3,1% karla og 4,7% kvenna sögðust hafa notað róandi lyf á síðustu fjórum vikum og jafnmargir af hvoru kyni höfðu notað svefnlyf. Ef hins vegar var spurt hvort fólk hefði notað þessi lyf á árinu, er hverfandi munur milli kynja. Notkun beggja þessara lyfjategunda fór vaxandi með hækkandi aldri, eins og í þeirri athugun sem þessi grein fjallar um. Þó að svör Gallupspuminganna styðji í aðalatriðum lyfseðlakönnunina, er nauðsynlegt að gera nýja lyfseðlakönnun fljótlega til þess að athuga hvaða breytingar hafa orðið á síðustu árum, sérstaklega hvort svefnlyfjanotkun sé að aukast, eins og sölutölur benda til (3). Ennfremur þarf að athuga lyfseðla yfir lengra tímabil til að sjá, hve mikið er um langtímanotkun geðlyfja, hvaða aldurshópar fái ávísanir oft á ári og hvort munur sé á því lyfjamagni sem körlum og konum er ávísað á heilu ári. SUMMARY Psychotropic dmg prescriptions for outpatients in Reykjavík in March 1984. All prescriptions for psychotropic drugs, paid by the Sick Benefit Association in Reykjavík, during a one month period in 1984 were analyzed by: type of drug prescribed, the sex and age distribution of the patients, quantity prescribed, mode and frequency of prescription. Each patient obtained on an average 1.3 prescriptions containing 1.7 different types of drugs. About 83% of the prescriptions were for tranquillizers and hypnotics. Almost one half of the prescriptions contained other drugs as well. Over 40% of the prescriptions were given by telephone. About 4% of the patients were prescribed more than 90 Daily Defined Doses (DDDs) of tranquillizers during one month and 10% of the patients were prescribed an equivalent quantity of hypnotics. The prevalence of psychotropic dmg prescriptions during one month was 5.3% for men and 8.6% for women aged 15 years and over. The prevalence rate increased by increasing age especially for hypnotics. The prevalence figures are approximately 60% of the number of DDDs prescribed during this month. The latter figures are similar to those found in 1974 except for anxiolytic dmgs which have decreased markedly. A recent Gallup survey indicates that the prevalence of use of tranquillizers and hypnotics has not changed since 1984. Two thirds of the prescriptions were for women and approximately one third for people aged 65 or more. Þakkir: Ingibjörg Guðjónsdóttir, lyfjatæknir hjá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur, safnaði saman lyfseðlum hjá Sjúkrasamlaginu. Erna Björnsdóttir, lyfjatæknir, annaðist tölvuinnslátt. Hildigunnur Olafsdóttir cand. polit., Guðmundur Sverrisson læknir, Helgi Kristbjarnarson dr. med. og Kristín Þórsdóttir B.S. aðstoðuðu við úrvinnslu gagna og leiðréttingar. HEIMILDIR 1. Grímsson A, Olafsson O. Lyfjanotkun í Reykjavík. Læknablaðið 1977; 63: 69-72. 2. Grímsson A, Olafsson O. Lyfjaávísanir í Reykjavík. Tímarit um lyfjafræði 1975; 10: 21-7. 3. Petersen 1J. Notkun lyfja 1975-1986. Rit heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins 2/1987. Reykjavík, Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 1987. 4. Helgason T. Algengi notkunar róandi lyfja og verkjalyfja 1988. Læknablaðið; Fréttabréf lækna 1989; 7 (4); 20-1. 5. Lingjærde O. Psykofarmaka: Den medikamentelle behandling av psykiske lidelser. 3. utg. Oslo: Tano, 1988. 6. Kristinsson Á, Þorsteinsson SB, Helgason T. Ráðstefna um notkun sýklalyfja og geðlyfja á Norðurlöndum. Læknablaðið 1984; 70: 141-4. 7. Sjöblom T, Agemás I, Bergman U, Eklund L, Granat M. Nordisk lakemedelsstatistik visar anmarkningsvárda skillnader i antibiotika- och psykofarmakaförsjáljningen i Norden. Nord Med 1984; 99: 132-5. 8. Olafsson O, Sigfússon S, Grímsson A. Um eftinritunarskyld lyf, skráningu og eftirlit II. Læknablaðið 1980; 66: 114-17.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.