Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.1989, Page 51

Læknablaðið - 15.10.1989, Page 51
LÆKNABLAÐIÐ 1989; 75: 313-27 313 Hringborðsumræöur Læknablaðsins V APPLETON YFIRLÝSINGIN: Leiðbeiningar um það hvenær láta megi hjá líöa aö veita læknisfræöilega meðferö Síðla vetrar efndi Læknablaðið til hringborðsumræðna um siðfræðilegar spumingar er tengjast læknavísindunum. Umræðan byggðist að nokkru á Appleton- yfirlýsingunni, sem eru drög að meginreglum varðandi ákvarðanir um að veita ekki læknismeðferð. Þátttakendur í umræðunni vom Björn Björnsson prófessor í guðfræði við Háskóla Islands, Eyjólfur Kjalar Emilsson kennari í heimspeki við Háskóla Islands, Leifur Dungal sérfræðingur í heimilislækningum og Sigurður Björnsson sérfræðingur í krabbameinslækningum. Örn Bjarnason ritstjóri Læknablaðsins leiddi umræðuna. Urvinnslu annaðist Birna Þórðardóttir. Lbl.: Lítil opinber umrœða hefur verið hérlendis um ýmis siðrcen vandamál er varða lœknavísindin og full ástœða til þess að hefja hana á síðum Lœknablaðsins. Teljið þið að yfirlýsing, eins og sú sem hér liggur fyrir frá Appleton-hópnum, hafi einhverja þýðingu fyrir okkur? Sigurður: Leiðbeiningamar em mjög almenns eðlis og hægt að skrifa undir flestar þeirra. Hugmyndimar að baki þeim em mjög í anda þeirrar siðfræði sem ég hef tamið mér bæði hérlendis og þar sem ég hef unnið erlendis. I aðalatriðum em þetta okkar vinnureglur. Hópurinn sem stendur að yfirlýsingunni er hins vegar mjög einlitur. Þetta eru Vesturlandamenn og Israelsmennn. Engir fulltrúar em frá A-Evrópu, Asíu, Afríku eða S-Ameríku þar sem meirihluti mannkyns býr. En þar em viðhorf til einstaklingsins, þjóðfélagsins og lífsins yfirleitt gjörólík því sem við höfum vanist. En mér er ekki alveg ljós tilgangurinn með leiðbeiningunum, þótt viðfangsefnið sé góðra gjalda vert, að hve miklu leyti þær taka fram eldri leiðbeiningum eða fylla mögulega upp í eyðu sem verið hefur. Felur birting Björn Björnsson og Sigurður Björnsson. Björn: »Við getum ekki talað um ótakmarkað sjálfrœði eða frelsi mannsins. Það takmarkast af virðingu fyrir sjálfrœði eða sjálfsforrœði annarra manna.«

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.