Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1989, Blaðsíða 52

Læknablaðið - 15.10.1989, Blaðsíða 52
314 LÆKNABLAÐIÐ Appleton-yfirlýsingarinnar í Læknablaðinu það í sér, að plaggið skuli tekið sem fyrirmæli til íslenskra lækna? Eiga læknar á íslandi að taka mið af þessari samþykkt fremur en einhverju öðru, sem þeir hafa áður farið eftir? Hefur samþykktin eitthvert vægi gagnvart dómstólum, til dæmis hvað varðar afstöðu til líknardráps? Þar er um geysilega viðkvæm mál að ræða, sem læknar eru lítið hrifnir af, jafnvel þótt einstök atvik gætu staðist fyrir dómstólum og menn slyppu þannig fyrir hom. Benda má á að Heimssamband lækna (World Medical Association) hefur sent frá sér margvíslegar ámóta samþykktir, kenndar við Genf, Tókíó, Helsinki, New York og fleiri borgir. Læknafélag Islands á ekki aðild að Heimssambandi lækna, en við teljum okkur þó aðila að samþykktum þess, þótt óvíst sé hvað yrði ef einstaka samþykktir brytu í bága við landslög eða siðareglur lækna. Það veldur mér nokkrum áhyggjum að læknar starfa eftir ólíkum reglum í hinum ýmsu löndum. Mismunandi eiðstafir hafa verið settir fyrir lækna og við skrifum jafnvel undir innbyrðis ólík heit. Ekki angrar síður vitneskjan um það að þessar reglur em ekki virtar nema á tiltölulega takmörkuðum svæðum heimsins og víða taka jafnvel kollegar okkar þátt í allskyns athöfnum sem ekki em læknisfræði. Þetta kemur sjaldan fyrir hér, en þó em dæmi þess að læknar neyðist til aðgerða sem þeim er í nöp við. Þar má nefna töku blóðsýna úr mönnum sem em gmnaðir um ölvun við akstur. I því tilfelli hefur dómskerfið ákveðið að læknar skuli framkvæma læknisverk sem getur verið þeim persónulega á móti skapi og á náttúrlega ekkert skylt við læknisfræði fyrir viðkomandi einstakling. Önnur dæmi mætti nefna. Leifur: Ég tel til bóta að ræða þessi mál, þótt ég efist um mikilvægi reglugerða. Það em til reglur um alla skapaða hluti, þar með um hegðun lækna. Trúlega munu einkum þeir sem hafa sérstakan áhuga á siðrænum vandamálum kynna sér þessa samþykkt, enda er framsetningin talsvert tyrfin og óaðgengileg. Ég efast um að svona ítarlegar reglur hafi almennt mikla þýðingu fyrir lækna eða skipti stéttina sem heild miklu máli. Hins vegar getur þetta verið mjög nýtilegt fyrir þá sem þurfa að taka erfiðar ákvarðanir innan veggja sjúkrahúsanna þar sem alerfiðustu málin koma upp. Þar getur verið gott að hafa leiðbeiningar til að styðjast við. Leifur Dungal og Örn Bjarnason. Leifur: »Til skamms líma hefur verið hœgl aS fá allar upplýsingar sendar landshorna á milli, án þess að samþykki sjúklings liggi fyrir.« Björn: Reglumar virðast mér fyrst og fremst vera til Ieiðsagnar. Ef ég lít á málið sem leikmaður, frá sjónarhóli sjúklings, þætti mér þetta að öllum líkindum mjög áhugaverð lesning sem gæfi tilefni til umræðu um stöðu mína andspænis lækninum og heilbrigðiskerfinu í heild. Við lestur plaggsins vakti ekki hvað síst áhuga minn, að höfundar setja sjálfsforræði sem grundvallarreglu í siðfræði læknavísindanna. Ég held að það sé engin tilviljun. Tungutakið segir sína sögu um þá skerðingu á persónufrelsi og persónusjálfræði, sem ríkjandi hefur verið í samskiptum sjúklings og læknis. Rætt er um að komast undir læknishendur, nálega eins og að komast undir mannahendur. Heilsubrestur hlýtur að vísu ætíð að leiða til skerðingar á frelsi mannsins að ráða högum sínum, mismunandi mikið eftir því hve sjúkdómurinn er alvarlegur. En væntanlega er það sameiginlegt markmið allra er við heilbrigðisþjónustu starfa, að sú frelsis- og sjálfsforræðisskerðing verði sem allra minnst. Yfirlýsingin frá Appleton snýst talsvert mikið um þá hlið málsins. Sjúklingar eru flokkaðir með tilliti til þess, að hve miklu leyti þeir eru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.