Læknablaðið - 15.10.1989, Page 60
322
LÆKNABLAÐIÐ
til. Sumir breiða sæng yfir höfuð og vilja
ekkert vita. Þeir vilja ekki einu sinni heyra
hvað amar að. Þeir segja: »Gerðu það sem
þér finnst skynsamlegast, ég hef ekkert vit á
þessu.« Mér finnst ekki rétt að þvinga upp á
fólk upplýsingum um eigin sjúkdóma, ef það
vill ekki heyra þær. Slíkt ber að virða. En í
raun er þá um að ræða sjúkling sem hefur
meðvitund en er óhæfur til ákvarðanatöku.
Hinir eru fleiri sem vilja axla ábyrgð þar sem
verið sé að gera eitthvað í þeirra eigin þágu.
Margir eru gagnrýnir og vilja fá að vera með
í allri ákvarðanatöku. Þannig er naumast hægt
að hafa eina þumalfingursreglu fyrir alla.
Björn: Er það ekki einmitt þáttur í að virða
sjálfræði að átta sig á því að fólk er misjafnt
og það verður að koma til móts við hvem
og einn, þrátt fyrir duttlunga eða jafnvel
óskynsamleg viðhorf? Það er stundum nefnd
umbeðin forræðishyggja, þegar einn vill láta
annan hafa vit fyrir sér. Oft er það þannig
með sjúklinginn að hann setur allt sitt traust
á sérþekkingu læknisins og finnst læknirinn
eiga að taka ákvörðunina. Þar með firrir hann
sjálfan sig ábyrgð. Að þessu leyti getur sú
spuming vaknað hvort sjúklingi beri ekki að
virða sjálfræði læknisins.
Sigurður: Eigi sjúklingur enga aðild að
ákvarðanatöku, þá er læknirinn eiginlega einn
ábyrgur fyrir því sem á eftir kann að koma.
Við viljum gjaman að sjúklingar séu með í
ákvarðanatöku og axli hugsanlega hluta af
ábyrgðinni, ef ekki tekst til sem skyldi. En þá
verður sjúklingur að hafa forsendur til að taka
ákvarðanir.
Ég er líka á því að sjúklingar eigi að fá að
taka heimskulegar ákvarðanir. Það er mitt að
reyna að telja þeim hughvarf, en það er ekki
mitt að skipa þeim fyrir. Taki fólk ákvörðun
sem ég tel mjög óskynsamlega, er eðlilegt að
ég geti sagt: »Sé þetta ákvörðun þín, þá er
kannski betra fyrir þig að leita annars læknis,
vegna þess að sannfæring mín, siðfræði,
læknisfræði eða hvað við köllum það, leyfir
mér ekki að hjálpa þér á þennan veg.« Þetta
kemur sjaldan fyrir, þótt möguleikinn sé fyrir
hendi.
Margir sem leita til mín reyna allt til að ráða
bót á vanda sínum. Fólk leitar til annarra
en lækna og sáralítið hefur verið gert til
að stemma stigu við starfsemi þessara
aðila. Sumir úr þeim hópum em famir að
biðja okkur um niðurstöður úr blóðpmfum
sjúklinga, að því er virðist til þess að komast
að raun um hvaða áhrif þeirra meðferð, grös
og annað slíkt, hefur á sjúklinginn. Með þessu
gefa þeir sjúklingnum til kynna að þeir séu
í samvinnu við lækninn, sem hlýtur að vera
jákvætt fyrir þá, einnig gefa þeir til kynna að
meðferð þeirra sé að einhverju leyti vísindaleg
og hafi líffræðileg áhrif sem hægt sé að greina
í blóðinu. Þetta setur mig í talsverðan bobba.
Ég segi við sjúklinga, sem biðja mig um þetta:
»Ég skal láta þig fá blóðprufumar þínar, þú
hefur allan rétt til þess. Kjósir þú að láta
einhvem annan fá þær, er það þitt mál. Ég
vil síður senda ólæknislærðum manni úti í bæ
læknisfræðilegar upplýsingar úr skýrslunni
þinni.«
Lbl.: Er unnt að draga nákvœma markalínu á
milli þeirra sem eru hœfir til ákvarðanatöku
og hinna sem eru það ekki?
Björn: Af þeim sem ekki em hæfir má
sérstaklega nefna böm, þroskahefta, þá sem
ekki hafa vit eða greind til að taka á móti
upplýsingum. Það koma ýmsir til álita þar
sem ákvörðunarhæfnin er skert, bæði af
náttúrulegum ástæðum eða einhverju sem
hefur komið fyrir.
Eyjólfur: Það hlýtur að teljast lágmark að
manneskjan skilji þær upplýsingar sem hún
fær og hún geti tjáð sig á einhvem hátt. Samt
er erfitt að setja reglu um mat á hæfni til
ákvarðanatöku. Mér koma í hug viðbrögð
sjúklinga sem uppgötva að þeir em með
lífshættulegan sjúkdóm. Þeir sveiflast oft á
milli þess að vilja leggja allt í hendur læknis
eða einhvers annars og hins að vilja ákveða
sem flest sjálfir. Þótt þessir sjúklingar skilji
mælt mál, hafi óskerta greind og skilji þannig
nokkum veginn hvað mismunandi valkostir
hafa í för með sér, þá kunna þeir að vera í
slíku ójafnvægi, að manni virðist þeir ekki
hafa óskerta hæfni og hending geti ráðið
ákvörðun.
Leifur: Við ástundum dálitla tvíhyggju
varðandi sjálfræði sjúklinga. Við segjumst
vilja láta sjúklingana ráða meim og fá þá
til samstarfs. En emm við reiðubúin að
veita þeim það sjálfræði að hætta að vera
skömmtunarstjórar lyfja? Minnst var á
rétt einstaklinga til að taka heimskulegar
ákvarðanir. Það er mjög auðvelt að taka