Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.1989, Qupperneq 40

Læknablaðið - 15.12.1989, Qupperneq 40
406 LÆKNABLAÐIÐ þátta var notað lógaritmískt línulegt líkan (loglinear model). Notuð voru BMDP forrit (16). Avallt var tekið tillit til áhrifa aldurs og þess hvort menn voru tenntir í báðum gómum, öðrum gómi eða tannlausir. Við marktæknipróf var notað kí-kvaðrat líkindahlutfall (likelihood ratio chi-square) og miðað við 5% mark. NIÐURSTÖÐUR Heimsóknir. Tafla I sýnir aldur við fyrstu heimsókn til tannlæknis (eða læknis vegna tanna). Hér má sjá, að hinar eldri í hópnum voru margar hverjar komnar á fullorðinsár, er þær fyrst nutu tannlæknisþjónustu af einhverju tagi. Samband reyndist vera milli aldurs og fyrstu heimsóknar til tannlæknis og var það tölfræðilega marktækt (p<0.001). Tæplega 72% þeirra, sem voru á sextugsaldri, þegar rannsóknin var gerð, sögðust hafa farið til tannlæknis fyrir sextán ára aldur, en einungis liðlega 39% kvenna á áttræðisaldri. Hins vegar var ekki marktækt samband milli aldurs við fyrstu heimsókn og tannleysis í öðrum eða báðum gómum (p=0.10). Spurt var: »Fórst þú reglulega til tannlæknis meðan þú varst í skóla (a.m.k. árlega)?« Eins og sjá má af töflu II þá voru heimsóknir á skólaaldri til tannlæknis fremur fátíðar. Af 508 konum, sem svöruðu spumingunni, sögðust 24,6% hafa farið reglulega til tannlæknis meðan á skólagöngu stóð. Tölfræðilega marktækt samband er á milli aldurs og reglulegra heimsókna á skólaaldri þannig, að þær yngri hafa farið mun oftar (p=0.01). Samband reglulegra heimsókna á þessum tíma við það hvort konumar em núna tenntar eða tannlausar er þó sterkara (p<0.001) sjá mynd 1. Þetta er þó ekki tölfræðilega marktækt, þegar tillit hefur verið tekið til hins síðamefnda (p=0.11). Þannig voru rúmlega 55% tannlausar af þeim konum, sem ekki kváðust hafa leitað tannlæknis reglulega meðan á skólagöngu stóð. Tafla III sýnir tíma þann, sem að sögn kvennanna var liðinn frá seinustu heimsókn. Tæplega 36% hafa ekki vitjað tannlæknis um meira en fimm ára skeið. Við nánari athugun kemur í ljós, að 93,4 % þeirra em tannlausar með öllu. Myndir 2 og 3 skýra þetta enn frekar. Einungis 11,8% tannlausra 52-59 60-69 70-79 Aldurshópar Mynd 1. Reglulegar heimsóknir kvenna til tannlæknis meðan á skólagöngu stóö sýndar í hundraðshlutum eftir aldri. % Mynd 2. Tími frá seinustu heimsókn TENNTRA kvenna til tannlæknis. % Mynd 3. Tími frá seinustu heimsókn TANNLAUSRA kvenna til tannlæknis. kváðu minna en ár liðið frá seinustu heimsókn til tannlæknis og 66,9% höfðu ekki farið til tannlæknis í meira en fimm ár. Um 96,7% tenntra einstaklinga í yngsta hópnum sögðust hafa farið á síðustu tveim árum, en 91,1% hinna elstu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.