Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1989, Síða 40

Læknablaðið - 15.12.1989, Síða 40
406 LÆKNABLAÐIÐ þátta var notað lógaritmískt línulegt líkan (loglinear model). Notuð voru BMDP forrit (16). Avallt var tekið tillit til áhrifa aldurs og þess hvort menn voru tenntir í báðum gómum, öðrum gómi eða tannlausir. Við marktæknipróf var notað kí-kvaðrat líkindahlutfall (likelihood ratio chi-square) og miðað við 5% mark. NIÐURSTÖÐUR Heimsóknir. Tafla I sýnir aldur við fyrstu heimsókn til tannlæknis (eða læknis vegna tanna). Hér má sjá, að hinar eldri í hópnum voru margar hverjar komnar á fullorðinsár, er þær fyrst nutu tannlæknisþjónustu af einhverju tagi. Samband reyndist vera milli aldurs og fyrstu heimsóknar til tannlæknis og var það tölfræðilega marktækt (p<0.001). Tæplega 72% þeirra, sem voru á sextugsaldri, þegar rannsóknin var gerð, sögðust hafa farið til tannlæknis fyrir sextán ára aldur, en einungis liðlega 39% kvenna á áttræðisaldri. Hins vegar var ekki marktækt samband milli aldurs við fyrstu heimsókn og tannleysis í öðrum eða báðum gómum (p=0.10). Spurt var: »Fórst þú reglulega til tannlæknis meðan þú varst í skóla (a.m.k. árlega)?« Eins og sjá má af töflu II þá voru heimsóknir á skólaaldri til tannlæknis fremur fátíðar. Af 508 konum, sem svöruðu spumingunni, sögðust 24,6% hafa farið reglulega til tannlæknis meðan á skólagöngu stóð. Tölfræðilega marktækt samband er á milli aldurs og reglulegra heimsókna á skólaaldri þannig, að þær yngri hafa farið mun oftar (p=0.01). Samband reglulegra heimsókna á þessum tíma við það hvort konumar em núna tenntar eða tannlausar er þó sterkara (p<0.001) sjá mynd 1. Þetta er þó ekki tölfræðilega marktækt, þegar tillit hefur verið tekið til hins síðamefnda (p=0.11). Þannig voru rúmlega 55% tannlausar af þeim konum, sem ekki kváðust hafa leitað tannlæknis reglulega meðan á skólagöngu stóð. Tafla III sýnir tíma þann, sem að sögn kvennanna var liðinn frá seinustu heimsókn. Tæplega 36% hafa ekki vitjað tannlæknis um meira en fimm ára skeið. Við nánari athugun kemur í ljós, að 93,4 % þeirra em tannlausar með öllu. Myndir 2 og 3 skýra þetta enn frekar. Einungis 11,8% tannlausra 52-59 60-69 70-79 Aldurshópar Mynd 1. Reglulegar heimsóknir kvenna til tannlæknis meðan á skólagöngu stóö sýndar í hundraðshlutum eftir aldri. % Mynd 2. Tími frá seinustu heimsókn TENNTRA kvenna til tannlæknis. % Mynd 3. Tími frá seinustu heimsókn TANNLAUSRA kvenna til tannlæknis. kváðu minna en ár liðið frá seinustu heimsókn til tannlæknis og 66,9% höfðu ekki farið til tannlæknis í meira en fimm ár. Um 96,7% tenntra einstaklinga í yngsta hópnum sögðust hafa farið á síðustu tveim árum, en 91,1% hinna elstu.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.