Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1990, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 15.02.1990, Blaðsíða 19
LÆKNABLAÐIÐ 1990; 76: 93-9 93 Björn Blöndal 1), Gestur Þorgeirsson 1), Guðmundur Oddsson 1), Jóhannes Björnsson 2) HJARTADREP EÐA BRÁÐ HJARTABILUN ÁN KRANSÆÐA- EÐA LOKUSJÚKDÓMS - BÓLGA í HJARTAVÖÐVA? INNGANGUR Innlagnir á sjúkrahús af völdum bráðabólgu í hjartavöðva eru fremur fátíðar. Arin 1985- 86 lögðust óvenju margir sjúklingar inn á Borgarspítalann sem taldir voru hafa þennan sjúkdóm eða sjö talsins. Um var að ræða sex karla og eina konu. Sjúklingamir voru á aldrinum 20-56 ára við greiningu en flestir á þrítugsaldri, meðalaldur 28,8 ár (tafla I). Fimrn þeirra fengu alvarlega fylgikvilla og tveir hafa látist. Sagt verður nánar frá þessum sjúklingum hér á eftir. Greining sjúkdómsins er erfið og byggist fyrst og fremst á einkennum. Hefðbundnar rannsóknaraðferðir eru til nokkurrar hjálpar svo sem hjartalínurit, röntgenmynd og hjartahvatar. Hvatamir eru þó aðeins hækkaðir í takmarkaðan tíma og því stundum orðnir eðlilegir þegar sjúklingurinn kemur til skoðunar. Sértækari rannsóknaraðferðir hafa einnig komið til sögunnar svo sent sýnitaka úr hjartavöðva eins og vikið verður að (1- 3). Meðferð er fyrst og fremst fólgin í að draga úr einkennum. Einnig hefur verið reynt að hafa áhrif á gang sjúkdómsins og draga úr bólgusvörun með barksterum og/eða ónæmisbælandi lyfjum (4). SJÚKRASÖGUR Sjúklingur 1. Þessi 56 ára gamli karlmaður hafði verið að mestu heilsuhraustur um ævina og þoldi vel líkamlegt erfiði svo sem fjallgöngur. Var við komu með einnar viku sögu um slappleika, mæði og síðan kviðverki. Einnig haft þurran hósta og hitavellu. Hiti var 40 stig við komu. Hjartalínurit sýndi sínus hraðatakt um 120 slög á mínútu með einstaka aukaslögum frá sleglum. Hann reyndist hafa stækkað hjarta, 1) Hjartadelld Borgarspítalans, 2) Rannsóknastofa H.í. í meinafræöi. Barst ritstjórn 15/05/1989. Samþykkt 04/07/1989. Tafla I. Hjartadrep og/eöa hjartabilun án kransæða- sjúkdóms. Sjúklingur nr. Ár Aldur Kyn 1 .................... 1985 56 kk 2 ................... 1985 30 kk 3 ................... 1986 24 kk 4 ................... 1986 22 kk 5 ................... 1986 20 kvk 6 ................... 1986 23 kk 7 ................... 1986 27 kk Aldurs og kyndreifing sjúklinga sem innlagöir voru á hjartadeild Bsp. 1985-86, grunaöir um bólgu í hjartavööva. aukna æðateikningu og vökvasöfnun í lungum. Einnig sást íferð neðan til í hægra lunga. Blóðrannsóknir sýndu væga hækkun á hvítum blóðkomum en hjartahvatar mældust ekki hækkaðir. Sjúklingur var grunaður um að hafa lungnabólgu og var meðhöndlaður með penisillíni auk þvagræsilyfja. I legunni var gerð ómskoðun á hjarta sem sýndi útvíkkun á hjartahólfum. Sólahringshjartarit leiddi einnig í ljós tíð aukaslög frá gáttum og sleglum. Var hann settur á lyf vegna hjartsláttartruflana og einnig útskrifaður á hjartabilunarmeðferð. 1 júní 1987 fór hann í hjartaþræðingu sem sýndi eðlilegar kransæðar en verulega minnkaðan slagkraft og útkastshlutfall var aðeins 20%. Allar líkur benda því til að auk lungnabólgu hafi sjúklingurinn fengið hjartavöðvabólgu. Sjúklingur 2. Þrítugur karlmaður sem veiktist í júlí 1985 með hita, hálsbólgu og vöðvaverkjum. Um hálfum mánuði síðar fékk hann sáran, stöðugan brjóstverk og var þá lagður inn. Var slæmur af verkjum fyrstu dagana. Hjartalínurit við komu sýndi ST- hækkanir í brjóstleiðslum og 1. gráðu a-v leiðslurof. Hjartahvatar reyndust hækkaðir, kreatínkinasi varð hæst 605 ein/1 og CK- MB 78 ein/1 á öðrum degi. Því var talið að hann hefði fengið bólgu í hjartavöðva og gollurshús. Aðrar blóðrannsóknir þar á meðal ASO títer voru eðlilegar. Sjúklingur var meðhöndlaður með indómetasíni og síðar barksterum. Rannsóknir í legunni sýndu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.