Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1990, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.02.1990, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 87 b) Aukin framleiðsla á LDL. Arfbundin tvífituprótínahœkkun (familial combined hyperlipoproteinemia, FC). Hér er oftast um að ræða hækkun á bæði kólesteróli (aðallega LDL) og þríglyseríðum (VLDL), stundum er þó einungis hækkun á öðru fituprótínanna og þá tímabundið (5). Þessi svipgerð virðist greinilega ættbundin, af sumum talin erfast ókynbundið ríkjandi (31) en um það er deilt. Blóðfituhækkunin kemur venjulega ekki fram fyrr en á aldrinum 20-40 ára og þá oft samfara aukinni lfkamsþyngd. Undirliggjandi galli er ekki jafnljós og í FH en margt bendir til aukinnar framleiðslu lifrar á VLDL og þar af leiðandi LDL myndunar (52) en VLDL er forstig LDL (sjá mynd 1). Nákvæmari erfðamörk hafa ekki fundist og því getur verið erfitt að flokka þessa einstaklinga nema með því að mæla kólesteról og þríglyseríða í mörgum ættingjum. Þessi tegund (FC) er nokkrum sinnum algengari en FH og henni fylgir einnig aukin tíðni kransæðasjúkdóma. Þannig sýndi íslensk rannsókn að 12 af 29 kransæðasjúklingum með hækkaða blóðfitu (þýðið var alls 76 kransæðasjúklingar undir 65 ára aldri) höfðu FC en tveir höfðu FH (32). Einstaklingar með FC hafa hins vegar sjaldnast xanthomata tendinosum, væntanlega endurspeglun af því að hækkun á blóðfitunni kemur ekki fram fyrr en eftir 20-30 ára aldur. Skylt þessu er hækkun á LDL-apo-B án hækkunar á LDL-kólesteróli sem stafar af auknum fjölda smærri LDL-sameinda með færri kólesterólsameindir fyrir hvert apo-B. Ein rannsókn a.m.k. benti til að þetta fyndist í auknum mæli meðal kransæðasjúklinga en skýringin er ekki fullljós (53). Einnig hefur verið lýst fjölskyldum með hækkuðu sitosteróli (plöntusteróli) í blóði samfara hækkun á apo-B (og oft hækkuðu kólesteróli) og xanthomata. Hækkað sitosteról stafar af mikið auknu frásogi plöntusteróls frá gömum og virðist erfast ókynbundið rfkjandi (54). Þessum einstaklingum er hætt við kransæðasjúkdómi á miðjum aldri. Þetta heilkenni getur líkst xanthomata cerebrotendinosum sem stafar af kolestanól- útfellingum vegna truflunar í gallsýrumyndun. Þessir einstaklingar hafa hins vegar eðlilegt LDL-kólesteról og ekki aukna áhættu á kransæðasjúkdómi (54). c) Breytileiki í apo-B gerð. Nýlegar rannsóknir benda til að smávægilegar breytingar á aminosýrusamsetningu á þeim hluta apo-B sameindarinnar sem apo-B,E viðtakinn skynjar geti leitt til minni upptöku LDL í lifrarfrumur (55, 56). Afleiðingin verður hækkun á LDL- kólesteróli. Þessu hefur verið lýst í nokkrum bandarískum ættum en ekki er vitað hversu algengt þetta er. Genið sem ákvarðar apo-B er á litningi nr. 2. DNA-þreifar fyrir apo-B em þekktir og hafa verið notaðir til að kanna skerðibútafjölbreytileika gensins (57). Hóprannsókn frá London leiddi í ljós allnokkum mun á kólesterólgildum eftir skerðibútafjölbreytileika og höfundar reiknuðu út að um 10% af erfðabreytileika í kólesterólgildum hópsins (um 5% af heildarbreytileikanum) væri þessu tengt (58). Þetta virðist stafa af mismikilli bindingu LDL við viðtakann (59). Frekari rannsókna er þó þörf á þessu sviði. Rannsóknir hafa einnig bent til að ákveðnum skerðibútafjölbreytileika fylgi aukin áhætta á kransæðasjúkdómi (60). d) Lípóprótín (a); Lp (a). Berg frá Noregi lýsti fyrst árið 1963 sérstökum mótefnavaka (antigeni) sem virtist bundinn LDL- sameindinni og kallaði Lp(a) (61). Þetta var samkvæmt hans rannsókn einungis til staðar í blóði 35% einstaklinga og því virtist fylgja aukin tíðni kransæðasjúkdóms. Síðari rannsóknir hafa sýnt að Lp(a) er í mælanlegu en mjög mismiklu magni í sermi allra og magnið virðist háð erfðum (62, 63). Minna en 15% af LDL-kólesteróli er sem hluti af Lp(a) og magn þess er ekki í hlutfalli við heildar LDL-þéttnina. Ekki er vitað um þéttni Lp(a) í Islendingum. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt að Lp(a) samanstendur af LDL-sameind sem tengd er með tveimur súlfíðbindingum apo(a) sameind sem að samsetningu er mjög skyld plasminogeni (64). Genið fyrir apo(a) er á litningi nr. 6 mjög nálægt geninu fyrir plasminogen (65). Ekki hefur þó sannast að apo(a) hafi verkun tengda plasminogeni. Hugsanlega eru hér fundin tengsl milli æðakölkunar og blóðtappamyndunar og miklar rannsóknir eru í gangi til athugunar á þessu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.