Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1990, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 15.02.1990, Blaðsíða 35
LÆKNABLAÐIÐ 1990; 76: 107-10 107 Finnbogi Karlsson, Jón Þór Sverrisson, Þorkell Guöbrandsson LANGTÍMAMEÐFERÐ MEÐ BLÓÐPYNNANDI LYFJUM Á FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSINU Á AKUREYR11981-1987 INNGANGUR Með þessu greinarkomi vilja höfundar skýra frá könnun á blóðþynningarmeðferð á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri á sex ára tímabili 1981-1987. Um var að ræða afturvirka könnun með megináherslu á tíðni fylgikvilla hjá þeim, sem á ofangreindu tímabili byrjuðu á langtímameðferð með blóðþynningarlyfjum. Meðferðarlengd þurfti að hafa verið að minnsta kosti þrír mánuðir. Forsendur þessarar vinnu voru þær að fá hlutlægt mat á blóðþynningarmeðferð með tilliti til hugmynda um að breyta um tegund blóðþynningarlyfja hér á landi, en nokkuð hefur verið rætt um þörf þess að breyta frá díkumaróli yfir í warfarín. Einnig var ætlunin að sannprófa tilgátu lækna Lyflækningadeildar FSA, sem um blóðþynningarmeðferð hafa séð, að fylgikvillar væru þar með lægsta móti. Auk þess skyldi að því gáð, hvort vankantar fyndust á meðferðarvenjum, sem að fengnum niðurstöðum mætti lagfæra. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Athuguð voru gögn fyrir alla sem byrjuðu á blóðþynningarmeðferð á tímabilinu 1. október 1981 til 1. október 1987. Val einstaklinga í athugunarhóp var byggt á þriggja mánaða meðferðarlengd hið minnsta. Slíkt var í upphafi kannað í TT bókhaldi rannsóknardeildar, en í það færast allir sjúklingar sem ætlað er að þurfi lengri blóðþynningarmeðferð. Ef nafn sjúklings kom þar fyrir á að minnsta kosti sex vikna tímabili var viðkomandi kominn í byrjunarúrtak. Fyrir þann hóp voru síðar sett nánari tímamörk (>3 mánuðir) og leitað í blóðþynningarflæðiritum og sjúkraskrám eða göngudeildargögnum að upplýsingum um rannsóknarbreytur. Með þessari aðferð varð sjúklingahópurinn 147 manns af 378, Frá Lyflækningadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Barst 06/06/1989. Samþykkt 18/10/1989. sem komist höfðu í TT bókhald á umræddu tímabili. Sjúkraskrár og göngudeildargögn þessara 147 sjúklinga voru síðan yfirfarin. Athugaðar breytur voru: ábending, aldur, kyn, búseta, legudeild, meðferðarlengd, eftirlitstíðni, árangur meðferðar (TT 7-15% og endurtekning á ábendingarmeini) og fylgikvillar (alvarlegir/vægir). Ef fylgikvillar höfðu komið fram, var farið nánar yfir aðstæður, hversu vel stóð meðferð (TT%), hverslags fylgikvillar (minni- háttar/meiriháttar, blæðing/endurtekning ábendingarmeins) hugsanlegar undirlægar orsakir og áhættuþættir. NIÐURSTÖÐUR Karlar voru 90 og konur 57. Aldursbil var 20- 95 ára, meðalaldur 62 ár. Helstu ábendingar til meðferðar má sjá í töflu I. I flokknum aðrar ábendingar komu m.a. fyrir aðrar slagæðahjáveitur, skammvinn blóðþurrð í heila, hjartavöðvasjúkdómar, slímæxli í hjartagátt og segi í sjónubláæð. Blæðingar voru skráðar hjá níu sjúklingum, þar af voru tvær alvarlegar. I þremur vægum tilfellum var um blæðingu undir húð að ræða, í fjórum vægum tilfellum blæðingu um endaþarm frá gyllinæð. Ekki var um ofmeðhöndlun að ræða í þessum tilvikum (TT var >5%). Önnur af alvarlegu blæðingunum var frá ofanverðum meltingarvegi, blóðþynning hafði verið stöðvuð í tvo til þrjá daga, þar sem TT var <3%. Við nánari skoðun reyndist vera illkynja æxli í maga. Hin alvarlega blæðingin var með miklum punktblæðingum samfara stærri blæðingum í húð. Um ofþynningu var að ræða hjá sjúklingi erlendis í orlofi. Meðferð var stillt af eftir skjóta heimferð sjúklingsins og gekk síðan án áfalla út áætlaðan tíma. Nánari upplýsingar um þá sjúklinga, sem blæðing varð hjá, er að finna í töflu II.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.