Læknablaðið - 15.02.1990, Blaðsíða 58
126
LÆKNABLAÐIÐ
og skyldur. En reynum nú að beita þessum
hugtökum á siðfræði læknisfræðinnar og á
siðfræði heilbrigðisþjónustunnar:
Við skulum þá fyrst huga að siðfræðilegrí
röksemdafœrslu á einstaklingsstigi. Hún er
að vísu ekki beinlínis á dagskrá í dag, en
samhengisins vegna þarf að drepa stuttlega
á hana. Hlutverk læknisins er fyrst og fremst
það, að ákvarða hvaða gerð, athöfn, meðferð
hefir beztar afleiðingar fyrir sjúklinginn
við gefnar aðstæður. Þetta viðhorf getur
hins vegar ekki staðið eitt sér, án þess
að enda í stækri forræðishyggju. Klíníski
læknirinn verður að virða sjálfsákvörðunarrétt
sjúklingsins, sem felur meðal annars í
sér, að fara ekki að ráðum læknisins,
sýnist sjúklingnum svo. Það er hrein
skyldusiðfræðileg íhugun. Hægt er að segja,
að læknirinn hafist að samkvæmt nytjahyggju,
en að settar séu skyldusiðfræðilegar
takmarkanir. í framhaldi af því koma svo
hugleiðingar um það, hvað muni gerast, til
dæmis ef tiltekinni meðferð er beitt á alla
sjúklinga, með öðrum orðum: »Hvað er bezt
fyrir alla sjúklinga.«
Næst er þá að hyggja að rökfœrslunni á
samfélagsstigi og hún er mjög flókin. Við
getum samt reynt að smeygja okkur inn á
vandamálin, með því að bera fram eftirfarandi
spumingu:
Hver vegna eigum við að hafa opinbert
heilbrigðiskerfi?
Við henni eru til að minnsta kosti þrenns
konar svör.
1. Við eigum að hafa opinhert heilhrigðiskerfi,
vegna þess að allir eiga rétt á
heilhrigðisþjónustu.
Þetta er eðlileg hugsun, sem samræmist innsæi
okkar. Við tölum nú einu sinni mikið um
mannréttindi: Sjálfsákvörðunarrétt, málfrelsi,
ritfrelsi, eignarétt og svo framvegis og þvf þá
ekki rétt á heilbrigðisþjónustu?
Menn tala um náttúruréttindi manna, en hvað
táknar það?
Hvemig getum við leitt þessi réttindi af
þekkingu okkar á eðli mannsins?
Er þetta nokkuð annað en orðafiaumur?
Ég veit fullvel, að menn nota þessi hugtök í
fínum skjölum eins og stofnskrá Sameinuðu
þjóðanna, en ég á samt erfitt með að taka
boðskapnum. Það er erfitt að koma orðum
að því, en ég tel, að sjálf hugmyndin um það
að maðurinn eigi náttururéttindi, minni dálítið
á nýju fötin keisarans. Rökfærslan er hreinlega
berskjölduð.
Þama er einnig annar vandi á höndum.
Við heyrum aldrei talað á sama hátt um
náttúruskyldur mannsins og ég held,
að ójöfnuður milli þessara réttinda og
þeirra kvaða sem menn taka á sig, sé
uppspretta margra alvarlegra samfélags- og
umhverfisvandamála á vorum dögum.
Ég vil gjaman útfæra þetta nánar, vegna þess
að þetta hefir mikla þýðingu fyrir það, sem
ég kem til með að segja síðar um hugtakið
réttlæti.
Þegar að við nú á dögum tölum um
sjálfsákvörðunarrétt, þá vísa menn oft til
sjálfsforræðishugtaks þýzka heimspekingsins
Immanuels Kants. Við segjum, að við eigum
að virða sjálfsforrœði sjúklinganna og þá er
átt við sjálfsákvörðunarrétt þeirra. Ég álít
einnig að við eigum að virða þennan rétt, en
út frá öðru sjónarmiði og ég vil einnig benda
á, að ég tel að þessi réttur leiði ekki beint af
sjálfsforræðishugtaki Kants.
Ég ætla nú ekki að hætta mér allt of langt
út á afrétti heimspekinnar, en ég skal samt
reyna að segja dálítið um viðhorf Kants.
Hann lítur ekki á sjálfsforræði fyrst og
fremst sem siðfræðilegt hugtak. Ég held
að hægt sé að tjá hugsunina á þennan hátt:
Maðurinn er með tvö augu og tvo fætur.
Það er staðreynd. A sama hátt, segir Kant,
er maðurinn frjáls, framtakssöm vera. Hún
hefir frjálsan vilja og sjálfsforræði. Það er
einnig staðreynd og hefir í rauninni ekkert
með siðfræði að gera. Sjálfsforrœði er nú
til dags túlkað sem sjálfsákvörðunarréttur,
en réttara væri að nota hlutlausara hugtakið
sjálfsákvörðunarhœfni. Sú staðreynd, að
ntaðurinn hefir sjálfsákvörðunarhæfni, gefur
hins vegar siðfræðilegar vísbendingar.
Þessar vísbendingar fela samt ekki í sér, að
maðurinn hafi rétt til að ákveða hvað sem
er. Samkvæmt því sem Kant segir, felast
vísbendingamar f því, að manninum heri
skylda til að taka ákvarðanir á ákveðinn hátt.