Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1990, Blaðsíða 54

Læknablaðið - 15.02.1990, Blaðsíða 54
122 LÆKNABLAÐIÐ fyrirfram, eins og er um fyrirbærin, sem vísindamennimir kanna í náttúrunni. Eigum við að trúa Spinoza eða eigum við að trúa Kierkegaard? Við höfum tilhneigingu til að trúa Spinoza, þegar við fáumst við náttúruvísindin á rannsóknastofunni, en Kierkegaard þegar við erum á stofugangi og er nú heldur lítil samkvæmni í því. Sjálfur vel ég kenningu Kierkegaards og Kants af ýmsum ástæðum: í fyrsta lagi er hún studd af öllu innsæi okkar. Sérhver mannvera þekkir til þess, að komast í valþröng, þar sem þarf að velja eina athöfn umfram aðrar tiltækar. I öðru lagi er kenningin um sjálfstæðu mannveruna grunnur lýðræðislegs stjómmálakerfis okkar, þess máta sem við höfum valið fyrir framkomu okkar hvert við annað. í þriðja lagi fá hugtökin sjúkdómur og heilbrigði, að því er ég bezt fæ séð, aðeins fulla merkingu, að þau séu innan þessara hugsanamarka. Þetta mun ég skýra frekar: Eg hefi þegar drepið á það, að mjög erfitt er að skilgreina hugtökin heilbrigði og sjúkdómar innan hreinvísindalegrar hugsunar. Heilbrigði felur í sér eðlilegt starf, en hugtakið starf felur aftur í sér, að stefnt sé að ákveðnu marki og hvaða markmiði þjónar mannlega veran? Ef við aðeins hugsum innan náttúmvísindalegs, líffræðilegs ramma, er markmiðið einungis æxlun og lifun, en það eru örugglega fæst okkar sem viðurkenna það horf. Við erum væntanlega einnig þeirrar skoðunar, að tilgangur lífs vors tengist á einhvem hátt þeim markmiðum sem við setjum okkur og þeim Iífsgildum sem við veljum. Séum við þessa sinnis, þá fá lykilhugtök læknavísindanna - heilbrigði og sjúkdómur - fyrst fulla merkingu, þegar á mannveruna er litið sem sjálfráða einstakling, sem persónu. Ef við nú út frá þessum forsendum föllumst á þá skoðun, að maðurinn sé sjálfráða vera, verðum við enn á ný að endurskoða lýsingu okkar á sérkennum hins mannlega geð- eðlisræna kerfis. Við verðum að bæta við geðrænum ferlum, sem lúta vilja okkar. Við köllum fram breytingar í eigin kerfi, við getum komið af stað breytingum í umhverfi okkar og við getum haft áhrif á annað fólk. Tökum við mið af þessu, verður niðurstaðan sú, að maðurinn sé sjálfráða, geð-eðlisræn vera, sem á félags-eðlisrœn samskipti við umhverfi sitt. Það sem ég hefi þegar sagt, má draga saman í eftirfarandi og byrjum á upphafinu: Eru ummælin rétt, sem vitnað var til í upphafi? Svarið er bæði játandi og neitandi. Eg get sagt með vissu, að sérhver vísindamaður á sviði læknisfræði og sérhver klínískur læknir verður að gera sér ljóst hvað felst í hugtakinu mannvera. Þeir verða að eiga sér kenningu um manninn. Velji læknir lægra þrep, en það sem síðast var lýst, munu sum okkar bera honum á brýn, að hann sé fræðilegur smættarhyggjusinni, en það gæti auðvitað verið, að hann hefði rétt fyrir sér. Það er nefnilega hugsanlegt, að maðurinn eigi sér ekki frjálsan vilja. Það er einnig hugsanlegt, að sumum læknum finnist, að þessi röksemdafærsla nái ekki öllum horfum mannlegrar náttúru. Þeir sem aðhyllast kristin lífsviðhorf, munu vera þessarar skoðunar og þeim finnst ef til vill fyrir sitt leyti, að þessi framsetning sé dæmi um fræðilega smættarhyggju. Ég fullyrði heldur ekki, að vandinn sé leystur, en í læknisstarfinu er nauðsynlegt að vinna út frá heildarhyggju, sem er okkur meðvita. Það hindrar þó ekki, að í tilteknum tilvikum veljum við að vinna út frá einfaldara líkani, en það hefi ég nefnt aðferðafræðilega smættarhyggju. Það getur verið mjög gagnlegt í rannsóknum, því að þá getum við beitt hugtökum og kenningum, sem hafa verið þróuð í öðrum vísindum. Rannsóknamaðurinn verður samt alltaf að hyggja að því, að hann hafi valið rétt þrep. Veljum við of lágt þrep, getur annað tveggja gerst: Annað hvort lendum við í því, að ekki er hægt að leysa vandann eða að við finnum lausnir, sem aðeins hafa þýðingu út frá þrengdu horfi við manninum er viðkomandi læknir getur alls ekki gengizt við. A hinn bóginn megum við alls ekki velja of hátt þrep. Við megum alls ekki gleyma því, að úrverkslíkanið, eða eitthvað í þá áttina, hefir leitt af sér mestar framfarimar í nútímalæknisfræði. Þær hefðu væntanlega ekki orðið, hefðu menn t.d. látið rugla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.