Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1990, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 15.02.1990, Blaðsíða 27
LÆKNABLAÐIÐ 1990; 76: 101-6 101 Stefán Steinsson, Jón Hilmar Alfreðsson TÆKNISÆÐING MEÐ FRYSTU GJAFASÆÐI 1980-1985 INNGANGUR Á árunum 1970-1980 fór eftirspum eftir tæknisæðingu (artificial donor insemination) vaxandi hér á landi. Konur voru famar að leita eftir slíkri meðferð erlendis. Því var ákveðið að að bjóða upp á þessa meðferð í Reykjavík. Þar eð landslýður var ekki nema rétt um 250.000, var talinn ávinningur af því að nota frosið innflutt sæði. Þannig væri hægt að forðast skyldleikatengsl og auðveldara að gæta trúnaðar um uppruna sæðis. Kvennadeild Landspítalans kom á tengslum við sæðisbankann í Kaupmannahöfn, Central Semen Bank. Hann þjónar einnig um 20 kvennadeildum í Danmörku auk nokkurra í Noregi og einnar í Færeyjum. I janúar 1980 var byrjað á tæknisæðingu hér og hélt hún áfram þar til í september 1985. Þá var gert hlé á meðferðinni af ótta við að eyðnismit gæti borist með gjafasæði. Eftir að meðhöndlun bankans á sæðinu breyttist var hægt að hefja meðferðina á ný, haustið 1987. Hér er ætlunin að gera grein fyrir þessum fyrstu íimm árum, frá því að meðferðin hófst og þar til látið var af henni af ótta við eyðnifaraldurinn. ÞÁTTTAKENDUR OG AÐFERÐIR Á tímabilinu sem um ræðir reyndust 74 hjón búa við ófrjósemisvandamál, sem rekja mátti til ófrjósemi karlmannsins og talið var að bæta mætti úr með tæknisæðingu. Hjón komu jafnan bæði saman í viðtal og voru hvött til að láta í ljós viðhorf sín til tæknisæðingar. Útskýrt var hvemig sæðisgjafar eru valdir, sem og tæknilegir þættir sæðingarinnar. Auk þess var greint frá árangurslíkum eins og næst varð komist. Rætt var um sálræna þætti og lagalegar spumingar. Þá voru hjónin beðin að undirrita yfirlýsingu um samþykki sitt og fullan trúnað. Frá Kvennadeild Landspítalans. Barst 23/06/89. Samþykkt 14/07/1989. Þar sem biðlistinn var langur og takmarkaður aðgangur að sæðisbirgðum allan tímann, varð að velja konumar sem óskuðu tæknisæðingar af nokkurri kostgæfni. Þær vom almennt ekki meðhöndlaðar oftar en sex sinnum, þ.e. sex tíðahringi, þótt í nokkrum tilvikum væri brugðið út af þessu. Abendingar tœknisœðingar. Mennimir fóm allir til þvagfærasérfræðings sem skoðaði þá og fékk rannsakað hjá þeim sæði og plasmahormón. Litningar voru rannsakaðir úr þeim sem klínískt mátti gruna um heilkenni Klinefelters. Sýni var tekið úr eistum þeirra flestra, en það var viðtekin rannsóknaraðferð á þessum tíma. I öllum tilfellum var ófrjósemi karlmannsins ábending tæknisæðingarinnar. Voru 53,6% sáðfrumulausir (azoospermic) og 46,4% með skertan sáðfrumubúskap (oligoasthenoteratospermic, OAT). Það er talið vera þegar sáðfmmur em færri en 5-10 milljónir í millilítra, hreyfanleiki í upphafi minni en 30%, og/eða vanskapaðar sáðfmmur fleiri en 40%. Tafla I sýnir orsakir ófrjósemi hjá mönnunum. Algengi sáðfrumuleysis án þekktra orsaka (idiopathic azoospermia) var 27,0% og sáðfmmuskerðingar (OAT) 43,8%. Saga um leynieistu (cryptorchidism), sem talin eru finnast hjá minna en 1% venjulegra manna, kom fram hjá 10,1% okkar manna. í fjórum tilfellum gilti þetta um bæði eistu og tengdist þá sáðfmmuleysi. Hinir þrír höfðu alvarlega fatlaðar sáðfrumur. Heilkenni Klinefelters uppgötvaðist í 10,1% mannanna miðað við 1,2% meðal almennings (1). Bláæðagúll (varicocele) fannst á fjómm mönnum, sem gengust allir undir skurðaðgerð. Líta má svo á, að slíkur gúll leggist á eitt með öðrum orsakavaldi, þekktum eða óþekktum, sem leiði til skertrar sáðfrumumyndunar. Rannsókn á konunum. Allar konumar komu til viðtals hjá kvennalækni og vom
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.