Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1990, Blaðsíða 56

Læknablaðið - 15.02.1990, Blaðsíða 56
124 LÆKNABLAÐIÐ 1990; 76: 124-30 Henrik R. Wultf SIÐFRÆÐI Á SAMFÉLAGSSTIGI Þegar við í dag ræðum um siðfræði á samfélagsstigi, er ástæðan sú, að í mörgum löndum hefir opinbera heilbrigðiskerfið lent í miklum vandræðum og á það bæði við um Danmörku og Island. Við eigum að spara og samtímis er þróuð kostnaðarsöm tækni. Ég vil taka fram þegar í upphafi, að ég get hvorki leyst vandkvæði ykkar né okkar. Ég vonast þó til, að með þessu framlagi mínu geti ég lagt til nokkur hugtök og þannig lagt til fræðilega innviði, sem geta auðveldað okkur umræðuna um vandann. Þá vil ég strax láta þess getið, að ég álít núverandi áhuga á siðfræði læknisfræðinnar allt að því byltingu í læknisfræðilegri hugsun. Þar til fyrir fáum árum var litið á læknisfræðina sem hreina náttúruvísindagrein, sem grein líffræðinnar, en nú er vaxandi skilningur á því að lœknavísindin eru bœði náttúruvísindagrein og mannhyggjugrein. Allir eru víst sammála því, að markmið allrar læknisfræðilegrar starfsemi sé að berjast gegn sjúkdómum og að efla heilbrigði, en það er fyrst nú, að okkur verður ljóst, að sjúkdómur og heilbrigði eru ekki hreint náttúruvísindaleg hugtök. Þau tengjast lífskostum og samfélagsstöðlum. Það felur í sér, að náttúruvísindaleg hugsun getur ekki staðið ein. Náttúruvísindalegur hluti læknisfræðinnar er óhemjumikilvægur, en samt er hann ekki markmið í sjálfum sér. Hann er aðeins tæki, sem þjónar markmiði, er liggur utan ramma náttúruvísindanna. Siðfræðin heyrir til mannhyggjulæknisfræðinni og sá hugtakaheimur, sem ég mun fara um í þessum fyrirlestri, er ef til vill framandi sumum ykkar: Fyrst af öllu verður að gera mun á einstaklingssiðfrœði, það er að segja þeim Erindi flutt á læknaþingi 1989. siðfræðilegu vandamálum, sem tengjast sambandi læknis og sjúklings og siðfrœði á samfélagsstigi, það er að segja siðfræðilegum vandamálum, er varða heilbrigðisþjónustuna, séð frá sjónarhóli samfélagsins. Varðandi þessi atriði tel ég að veruleg slagsíða hafi verið á áhuganum fyrir siðfræði læknisfræðinnar. Ahuginn hefir í miklum mæli verið á sambandi einstakra sjúklinga við lækna og lykilorðið hefir verið virðingin fyrir sjálfsákvörðunarrétti einstaklingsins. Forræðishyggja er nánast orðið skammaryrði, þrátt fyrir það, að í því felist umönnun annarra. Þetta er viðfangsefni, sem ég ræði ekki nánar í dag, en vert að minnast þess, að áhuginn á siðfræði læknisfræðinnar hefir að nokkru tengst bylgju nýfrjálshyggju á Vesturlöndum. Hins vegar hefur minni áhugi verið á siðfræði á samfélagsstigi. Það er þó að breytast, bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu. Þetta er þó að mestu óplægður akur og það, sem hefir verið skrifað á þessu sviði, er hverfandi lítið miðað við það, sem hefir verið skrifað um einstaklingssiðfræði. í heild verður sagt, að siðfræði læknisfræðinnar er að þróast í sjálfstæða fræðigrein og þar verður að vera svigrúm fyrir einstaklingssiðfræðina og samfélagssiðfræðina. En Iítum nú á stöðu greinarinnar: Fræðigreinin siðfræði læknisfræðinnar er í einu mikilvægu tilliti frábrugðin »hefðbundnum« læknisfræðilegum greinum eins og til dæmis bæklunarlækningum og lífeðlisfræði. Þessar náttúruvísindagreinar eru alþjóðlegar og það hefir þær heppilegu afleiðingar, að við eigum mjög auðvelt með að lesa fagbókmenntir frá öðrum löndum, öðrum álfum og öðrum menningarsvæðum. Fólkið er nefnilega nokkum veginn eins saman sett á Jónísku eyjunum og í Japan, á íslandi og í Iran. Læknisfræðileg siðfræði er hins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.