Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1990, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 15.02.1990, Blaðsíða 24
98 LÆKNABLAÐIÐ krufningu, eru skilmerki neggbólgu (bólgu í hjartavöðva) ákveðin og þröng og næst til minnihluta sjúklinga á því skeiði sjúkdómsins sem vefjagreining er afdráttarlaus. Oft er einungis um að ræða ósértæka bandvefs- og örmyndun. Mjög sjaldan hefur tekist að rækta veiruna úr þessum sýnum (1-3, 10-12, 17). Vert er að geta þess að þessi rannsókn hefur sannað ágæti sitt þegar hjartaþegum er fylgt eftir m.t.t. höfnunar (3, 12, 13). Við krufningu sjúklings nr. 4 komu fram breytingar sem samrýmst gátu hjartavöðvabólgu og við krufningu þess sjúklings sem lifði í tæp tvö ár eftir greiningu sjúkdómsins (sjúklingur nr. 7) kom í ljós gríðarlega stórt og útvíkkað hjarta en eðlilegar kransæðar. Þótt niðurstöður krufningar sjúklings nr. 7 leiði þannig einar sér ekki til fullvissu um greiningu bráðrar neggbólgu eru þær í samantekt með öðrum greiningaraðferðum því sem næst sönnun þeirrar sjúkdómsgreiningar. Hjartaþræðingu er einkum beitt til útilokunar kransæðasjúkdóms og til mats á samdráttarhæfni hjartans (7, 14). Slík rannsókn var gerð hjá þremur ofangreindra sjúklinga. Verulega hækkaður þrýstingur mældist í hjarta tveggja sjúklinganna. Ekki sáust merki um kransæðasjúkdóm hjá neinum þeirra. Meðferð ofangreindra sjúklinga fór fyrst og fremst eftir einkennum (symptomatisk). Þannig var gefin hefðbundin hjartabilunarmeðferð þar sem hún átti við, súrefni og verkjalyf. Hjartsláttartruflanir voru meðhöndlaðar með ýmsum lyfjum svo sem lídókaín, prokaínamíð og amíódarón. Hjá þeim tveimur sjúklingum sem fóru í hjartastopp, var beitt hefðbundinni endurlífgun, þar með talið hjartarafstuði. Hjá sumum sjúklinganna voru bólgueyðandi lyf notuð (antiflogistica) og í einu tilfelli var gefinn barksteri eftir að nokkur tími var liðinn frá byrjun sjúkdóms, en sá sjúklingur hafði þráláta brjóstverki. Sterkari ónæmisbælandi lyf voru ekki notuð. Talið er að barksterar og önnur ónæmisbælandi lyf hafi beinlínis skaðleg áhrif á bráðastigi sjúkdómsins, geti aukið á vefjaskemmd og aukið líkur á dauða (5, 10). Afdrif ofangreindra sjúklinga má sjá í töflu III. ÁLYKTUN Nýgengi bráðabólgu í hjartavöðva á Islandi og raunar í heiminum er ekki þekkt meðal annars vegna þess hve greiningin er erfið og lítið um sértækar rannsóknir. Árin 1985 og 1986 voru 7 sjúklingar á Borgarspítalanum taldir hafa fengið hjartavöðvabólgu og virðist sem um faraldur hafi verið að ræða því að einungis þrjú tilfelli voru greind á fjögurra ára tímabili þar á undan. Flestir þeirra sem greindust með sjúkdóminn á þessum árum voru ungir karlmenn. Gangur sjúkdómsins var mjög mismunandi hjá þessum sjúklingum. Einn þeirra lést skyndilega. Annar fékk hjartabilun og fór síðan í hjartastopp og fékk upp úr því helftarlömun sem gekk þó að mestu leyti til baka. Sá þriðji lést tæpum tveimur árum eftir greiningu eftir að hafa haft viðvarandi hjartabilunareinkenni. Sumir sjúklinganna hafa náð sér að mestu en tveir þurfa ennþá á stöðugri hjartabilunameðferð að halda. Hjartsláttartruflanir eru mjög algengar hjá þessum sjúklingum, einkum frá sleglum en Tafla III. Afdrif sjúklinganna. Sjúklingur nr. Einkenni *) Hjartsl. tr **) Lyf Vinnandi 1 iii 3 Digoxín Furósemið Enalapríl Já 2 n 0 Atenólól Fúrósemíð Enalapríl Já 3 n 0 0 Já 4 # - - - - 5 i 0 0 Já 6 i 0 0 Já 7 A iii 4b Dígoxín Amíódarón Fúrósemíö Nei ’) Hér er átt viö flokkun New York Heart Association um starfshæfni og einkenni. Flokkur I: Einkennalaus. II: Einkenni viö nokkra áreynslu td. viö aö ganga upp brekku. III: Einkenni viö litla áreynslu td. viö aö ganga á jafnsléttu. IV: Hvíldareinkenni ') Lowns flokkun á hjartsláttartruflunum viö sólarhringshjartaritun. 0: Engin aukaslög frá sleglum. 1: Minna en 30 aukaslög frá sleglum á klukkustund. 2: Meira en 30 aukaslög frá sleglum á klukkustund. 3: Aukaslög frá sleglum af mismunandi geröum. 4a: Tvö samtengd aukaslög frá sleglum. 4b: Hraöataktur frá sleglum. 5: R á T aukaslög frá sleglum. #: Dó skyndidauöa A: Þessi sjúklingur lést haustiö 1988.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.