Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1990, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 15.02.1990, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ 1990; 76: 81-92 81 Gunnar Sigurðsson, Vilmundur Guönason KÓLESTERÓL í BLÓÐI - ÁHRIF ERFÐAÞÁTTA INNGANGUR Kólesterólmagn í sermi ákvarðast af erfðum og umhverfisþáttum og samspili þeirra. Fjölmargar rannsóknir benda til þess að um eða yfir 50% af mismun kólesterólgilda einstaklinga megi rekja til áhrifa erfðaþátta (1, 2) en stærstan hluta af mismun meðalgilda þjóða megi rekja til mismunandi mataræðis, einkanlega mismikillar neyslu á mettaðri dýrafitu (3). í þessari yfirlitsgrein verður reynt að gera grein fyrir helstu erfðaþáttum sem þekktir eru að hafa áhrif á kólesterólgildi í blóði, til hækkunar eða lækkunar. Sérstaklega verður minnst á íslenskar niðurstöður þar sem þær eru til. Margt er enn óþekkt í sambandi við þátt erfða í þessu sambandi en nýjungar í erfðatækni hafa aukið þekkinguna stórlega á þessu sviði og gera væntanlega í enn ríkari mæli á allra næstu árum. Fituprótín í sermi Kólesteról, eins og önnur fituefni, eru óleysanleg í blóðvökvanum en það sem Lyflækningadeild Borgarspitalans og Göngudeild háþrýstings, Landspítala. Barst 02/05/1989. Samþykkt 26/05/1989. gerir þau vatnsleysanleg er að í sermi eru þau hluti af stærri sameindum, svokölluðum fituprótínum (lipoprotein). I þeim eru, auk fituefnanna, mismunandi prótín (apoprotín) sem auk þess að verka sem nokkurs konar bátar gegna mikilvægu hlutverki í því að vera lyklar að viðtökum fyrir þessi fituprótín á yfirborði fruma, t.d. lifrarfruma, og stjóma þannig að hluta niðurbroti þeirra. Einnig gegna apoprótínin hlutverki í stjómun ensíma sem mikilvæg em fyrir eðlilegan fituflutning um líkamann (4, 5). Fituprótínin skiptast í fimm aðalflokka eftir eðlisþyngd þeirra en hún ákvarðast af hlutfalli fituprótína (tafla I) og hlutverk þeirra í fituflutningi er mismunandi (mynd 1). í þessu yfirliti verður einkanlega vikið að kólesterólflutningi fituprótínanna. Fitukimi (chylomicron) flytja fæðufituna frá gömum til vefjanna og fyrir áhrif ensímsins »lipoprotein lipasa« í háræðaveggjunum eru fitusýrumar klofnar frá en leifar sameindarinnar sem innihalda kólesterólið úr fæðunni eru teknar upp af sérstökum viðtaka á lifrarfmmum sem skynjar apóprótín E (apo-E) á yfirborði fitukima (6). Fitukimin hreinsast fljótt úr blóði og eru horfin úr blóði eftir Table I. Some properties of human plasma lipoproteins. Lipoprotein class Density (g/ml) Chemical composition (% by wt) Chol- Triglyc- esterol erides Phospho- lipids Protein Main apolipo- protein Main physio- logical role Chylomicron <1.006 4 90 5 1 B-48, E Fat transport from intestine VLDL <1.006 20 55 19 8 B-100, E, C’s Fat transport from liver to peripheral tissues LDL 1.019-1.063 55 5 20 20 B-100 Cholesterol transport to peripheral tissues HDL 1.063-1.21 27 5 24 48 A1, All, C's Cholesterol transport from peripheral tissues
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.