Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1990, Blaðsíða 44

Læknablaðið - 15.02.1990, Blaðsíða 44
114 LÆKNABLAÐIÐ stærri hluta af leginu í tilraun til aðlögunar að takmarkaðri súrefnismettun. Blóðflæði um fylgjubeð minnkar marktækt við reykingar (2) og breytingar verða á æðaþeli og grunnhimnu í fylgjuæðum (18). Nikótín hefur áhrif á blóðflögur og æðaþel. Það espar blóðflögur til klumpunar en dregur úr hæfni æðaþels til framleiðslu á prostacyklíni, sem vinnur gegn klumpun blóðflagna auk þess að víkka út æðar. Rannsóknir á bútum úr naflastrengsæðum bama mæðra sem reyktu, sýndu mun minni framleiðslu prostacyklíns en hjá bömum mæðra sem ekki reyktu (4, 19, 20). Upplýsingar um meira en hálfa milljón fæðinga víðs vegar að úr heiminum sýna að því meira sem móðirin reykir því rýrara verður bamið (2, 3, 6). Bömin vega ekki einungis minna við fæðingu, heldur eru þau styttri og rýrari, þar með talið höfuðummál, axlamál og brjóstmál (2). Munurinn verður meira áberandi eftir 28. viku meðgöngu og tengist marktækt fjölda reyktra sígaretta á dag (2). Æðabreytingar ásamt minnkuðu blóðflæði um leg og fylgju gætu haft samverkandi áhrif með eiturefnum tóbaksreyks og dregið úr vexti fósturs (21). Ef konan hættir að reykja fyrir fjórða mánuð meðgöngutímans er áhættan ekki aukin (2, 6, 22). Reykingar á heimili móður hafa sömu skaðlegu áhrif þótt minni séu, jafnvel þótt móðir reyki ekki sjálf (23). Nokkrar langtímarannsóknir á bömum mæðra sem reykja benda til að þau vaxi að meðaltali hægar, greindarþroski þeirra sé seinni og hegðunarvandamál algengari en hjá bömum mæðra sem ekki reykja. Þessi munur er í réttu hlutfalli við magn reykinga á heimilinu og helst, sé tekið tillit til félagslegra og líffræðilegra þátta (2, 5, 6). Það er þjóðfélagsleg nauðsyn að vinna að því að draga úr reykingum kvenna á meðgöngu og fræða karla jafnt og konur um skaðsemi beinna og óbeinna reykinga á meðgöngu. Fræðsla um skaðsemi reykinga þarf að hefjast snemma í skólakerfinu vegna þess að flestar konur sem reykja byrja ungar. ÞAKKARORÐ Starfsfólki sængurkvennadeilda Kvennadeildar Landspítalans er þökkuð aðstoð við dreifingu og söfnun spumingalista, Svanhildi Ásgeirsdóttur deildarstjóra Tölvudeildar Landspítalans aðstoð við tölvuvinnslu upplýsinga og dr. Þorsteini Blöndal yfirlækni góðar ábendingar, meðal annars varðandi gerð spumingalista. SUMMARY A prospective survey was done to evaluate the prevalence and pattem of smoking in pregnancy among Icelandic women. A questionnaire given to 590 women delivering at the National Hospital was answered by 440 (74,6%). Of these 34,3% smoked, thereof 27% daily. In the youngest and oldest agegroups smoking was less frequent. With rising age the proportion of smokers increased and fewer stopped smoking during pregnancy. The youngest women smoked fewer cigarettes, diminished smoking and stopped smoking more frequently. Eighteen percent had stopped smoking before becoming pregnant. Of those who smoked a third did not change their smoking habits, but 60% reduced their smoking. Age distribution among those who reduced smoking was not significantly different from those who did not. HEIMILDIR 1. Amason S. Obeinar reykingar. Heilbrigðismál 1984; 4: 6-9. 2. Mayer MB. Smoking and pregnancy. I: Drug use in pregnancy. Niebyl JR (ritstj.). Lea & Febiger 1982: 133-53. 3. Ahlsten G. Smoking in pregnancy. Acta Universitatis Uppsalienis. Uppsala dissertations from the Faculty of Medicine, Uppsala 1985. 4. Magnússon S. Reykingar kvenna líkjast farsótt. Heilbrigðismál 1986; 1: 8-10. 5. Rona RJ, Chinn S, Du Ve F. Exposure to cigarette smoking and children’s growth. Int J Epidemiol 1985; 14: 402-8. 6. US Surgeon General. The health consequences of smoking for women. A report of the Surgeon general. Department of Health and Human Services 1980, Washington, pp 191-249. 7. Sveinsdóttir G, Olafsdóttir S. Reykingar á meðgöngu og könnun á reykingavenjum íslenskra kvenna á meðgöngu. Ljósmæðrablaðið 1988; 66: 99-135. 8. Amljótsdóttir AB, Guðjónsdóttir B, Jensdóttir KS, Olafsdóttir ES. Reykingar og meðganga; neysla, þekking og viðhorf þungaðra reykvískra kvenna. B.Sc. verkefni í hjúkrunarfræði, handrit, Háskóli íslands 1987. 9. Salariya EM. A Study of the smoking habits and attitudes of women in a matemity unit. Health Bull 1984; 44: 22-8. 10. Lumley J. Stopping smoking. Br J Obstet Gynaecol 1987; 94: 289-94. 11. Cardozo LD. Social and obstetric features associated with smoking in pregnancy. Br J Obstet Gynaecol 1982; 89: 622-7. 12. Ragnarsson J, Blöndal Þ. Reykingavenjur íslendinga 1985-88. Heilbrigðisskýrslur, fylgirit. Tóbaksvamanefnd og Landlæknisembættið, Reykjavík 1989.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.