Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1990, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 15.02.1990, Blaðsíða 30
104 LÆKNABLAÐIÐ á árangurinn. Klómífensítrat var notað til að leiðrétta rugling á egglosi þegar vitað var um hann áður en meðferð hófst og auk þess hjá tveimur hinna eðlilegu kvenna sem fengu egglostruflanir meðan á meðferð stóð. Af 47 þungunum enduðu 43 með fæðingu lifandi bama, 42 einbura og einna tvíbura. Fjórar þunganir enduðu á snemmkomnu fósturláti. Fósturlát varð 60 til 76 dögum eftir áætlaðan getnaðardag. Þungun allra kvenna er það henti var staðfest með ómskoðun og vefjarannrókn. Hlutfall fósturláts var 8,5%. Lengd einburameðgöngu var 232 til 283 dagar með meðaltalið 269 dagar ef talið er frá getnaðardegi, eða 246 til 296 dagar, að meðaltali 281 ef talið var frá síðustu tíðum. í 11 einburafæðingum og tvíburafæðingunni var eitthvað gripið inn í til að hjálpa við fæðinguna, inngripshlutfall 27,9% (tafla IV). Keisarahlutfall var 18,6%. Einburamir voru frá 2630 til 4956 g á þyngd, meðaltal 3825 g. Lengdin var 46 til 58 cm, að meðaltali 52 cm. Einir tvíburar, drengur og stúlka, fæddust fyrir tímann (208 dögum frá getnaði eða 220 dögum frá síðustu tíðum, þ.e. í 32. viku) með bráðakeisaraskurði vegna fylgjuloss. Drengurinn var 1877 g og 47 cm, stúlkan 1131 g og 38 cm. Fyrir utan að vera fyrirburar og stúlkan léttburi að auki, voru þau og eru alveg eðlileg böm. Hlutfall karlkyns á móti kvenkyni var 1,2 eða 24 drengir og 20 stúlkur. UMRÆÐA Grein þessi er skýrsla um fyrsta tæknisæðingartímabilið á íslandi, 1980-1985. Table IV. Complicated deliveries. Planned caesarean section....................... Foetopelvic disproportion.................... Breech presentation ......................... Previous cerbrovascular disease.............. Emergency caesarean sections:................... Abruption of placenta (twins, premature) .... Imminent asphyxia ........................... Forcept extraction ............................. Occipitoposterior position................... Inertia of uterus (+ retained placenta)...... Imminent asphyxia ........................... Retained placenta .............................. Total (interventions) Gerð hefur verið grein fyrir þátttakendum, svo og aðferðinni við varðveislu sæðisins og við sæðinguna. Þá hefur jafnframt verið fjallað um árangurinn. Aftur á móti var ekki tilgangur þessara skrifa að reyna að nota tölfræði til að draga ályktanir sem hefðu almenna fræðilega þýðingu. Flestar einstakar rannsóknir snúast um of fáa sjúklinga til þess að svo megi verða og er því oft nauðsynlegt að draga saman niðurstöður margra greinargerða. Ennþá betra er þó að samræma meðferðina á mörgum meðferðardeildum fyrirfram, eins og gert er í Frakklandi nú þegar (6). Sjúklingarnir sem hér er gerð grein fyrir eru fáir, en um leið er þetta mjög einsleitur hópur. Klínísk vinnubrögð eru líka þau sömu allan tímann og vinnan öll unnin af einum og sama sérfræðingnum (JHA). Engir týndust úr eftirliti, en það bjagar oft rannsóknir af þessu tagi. Opin tilfelli eru fá og sömuleiðis konur sem hættu í meðferðinni. Þar af leiðir að lítill munur er á fræðilegum og raunhæfum árangri (theoretical and effective success). Takmarkað framboð af frosnu sæði og langur biðlisti ollu því að hámarkið var sett við sex mánuði handa hverri konu. Sýnt hefur verið fram á að 95% þeirra sem á annað borð taka undir við tæknisæðingu gera það á fyrstu sex mánuðunum (7). Flestar voru konumar bamlausar, en 11 höfðu áður átt bam. Hver einasta þungun í okkar greinargerð er sú fyrsta af völdum tæknisæðingar, engin kvennanna hefur tvisvar orðið bamshafandi á þann hátt. Þessir tveir þættir, fyrri fæðingar og fyrri þungun af tæknisæðingu, eru þekktir af því að hafa áhrif (4) (1) (D (D (1) d) (1) (1)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.