Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1990, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 15.02.1990, Blaðsíða 37
LÆKNABLAÐIÐ 109 sambærilegu sniði og sú sem hér er kynnt, þ.e. afturvirk tilfellakönnun, sýna yfirleitt lægsta tíðni. Hins vegar er tíðni alvarlegra blæðinga 1-8% og virðist rannsóknasnið ekki hafa mikil áhrif þar á, en munur skýrist fyrst og fremst af mismunandi tíðni fylgikvilla eftir ábendingarmeini (2, 4-8). A Islandi hafa ekki verið birtar athuganir á sambærilegum gögnum. Olafur Geirsson birti hins vegar yfirlit um díkumaról-meðferð hjá kransæðasjúklingum í Læknablaðinu 1960 (9). Einnig mun Theodór Skúlason hafa verið langt kominn með rannsókn á sjúklingum á blóðþynningarmeðferð með tilliti til samanburðar á hópum, þar sem annars vegar væri um góða stýringu að ræða, en hins vegar þar sem stýring væri í miður góðu horfi (10). Theodór birti einnig í Læknablaðinu grein um segavarnir gegn kransæðasjúkdómum (11). Alvarlegar blæðingar í rannsóknarhópi okkar virðast tengjast alvarlegri undirlægum orsökum eða því ef blóðþynning verður óhófleg af mismunandi orsökum. Hins vegar er erfitt að fullyrða um blæðingartíðni eftir ábendingarmeini vegna lítils hóps sjúklinga. Eftirlitstíðni við stöðugt ástand var greinilega nokkuð mikil, að minnsta kosti ef um áralanga meðferð var að ræða, en að öðru jöfnu má þó búast við því, að hárri eftirlitstíðni fylgi minni tíðni fylgikvilla (12). Einnig kann það að skýra tiltölulega lága tíðni fylgikvilla, að nálægð sjúklinga við lækna er mikil og stýring blóðþynningarmeðferðar er á höndum fárra lækna. Erfitt er þó að styðja þetta tölum og rannsóknum. Endurtekningartíðni sem slík er nokkuð há, 4,8%, en þessi tíðni er þó svipuð og í nokkrum erlendum rannsóknum (4, 5, 7, 13). Athyglisverður munur var milli kynja varðandi endurtekningu (1,1% karla og 10,5% kvenna). Er þessi munur ekki auðskýrður og það sér í lagi, ef litið er til þess að hjá þeim eina karli, sem fékk endurtekningu, var um erfiðan illkynja sjúkdóm að ræða með tíðum bláæðasegum bæði á meðferð og einnig án þess að um meðferð væri að ræða. Munur á hormónaástandi kynja getur átt hér hlut að máli en slíkt er þó ósannað. Afturvirk rannsókn sem þessi hlýtur í eðli sínu að lýsa lægra aigengi blæðinga og jafnvel annarra fylgikvilla, þar sem minni háttar vandamál hjá sjúklingum á blóðþynningarmeðferð, svo sem húðblæðingar, marblettir, blóðnasir, væg endaþarmsblæðing og fleira eiga ekki svo auðvelda leið í sjúkraskrár eða önnur skráð heilsufarsgögn. Niðurstöður okkar um gagn og gæði blóðþynningarmeðferðar á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þetta tímabil hljóta því að vera eingöngu vísbendingar. Astæða gæti þó verið til að gera framvirka rannsókn með viðmiðunarhópum á jafn mikilvægri meðferð og hér um ræðir, sérstaklega ef ástæða er til að gera meiri háttar breytingar á meðferðarlyfjum eða öðrum atriðum, sem gilt hafa hér á landi um þessa meðferð. SAMANTEKT Megintilgangur þessarar rannsóknar var að meta tíðni fylgikvilla við langtíma blóðþynningarmeðferð á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Miðað var við þá sjúklinga, sem höfðu verið lengur en þrjá mánuði á blóðþynningarmeðferð með díkumaróli. Um var að ræða 147 einstaklinga, 90 karla og 57 konur. Aldursbil var 20-95 ár, en meðalaldur 62 ár. Abendingarmein voru margskonar, en algengust voru djúpir bláæðasegar, hjáveita í hjarta, gáttatif, lungnablóðrek og gervilokur. Blæðingar komu fyrir hjá 9 sjúklingum meðan á blóðþynningarmeðferðinni stóð og þar af tvisvar alvarlegar blæðingar. Sjö einstaklingar fengu endurtekningu á ábendingarmeini, þar af fjórir meðan á blóðþynningarmeðferð stóð. Tveir sjúklingar greindust með meginæðargúl eftir að blóðþynningarmeðferð lauk, en ólíklegt var talið, að um tengsl væri að ræða. Lokaályktun var sú, að hvað árangur og fylgikvilla varðar hafi blóðþynningarmeðferð á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri á þessu tímabili gengið vel. SUMMARY In recent years there has been in Iceland some discussion toward changing the drug regimen used in long term anticoagulation therapy. Studies on the effectiveness, complications and other aspects of anticoagulant therapy are however rare in Iceland. This is a report from a study on long term anticoagulant therapy with special emphasis on the incidence of complications, bleeding and other. At the General District Hospital of Akureyri (FSA) over a 6 years period, 378 patients started on an
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.