Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1990, Blaðsíða 61

Læknablaðið - 15.02.1990, Blaðsíða 61
LÆKNABLAÐIÐ 129 séu þeir með sama sjúkdóm. Þetta er hreinlega eitthvað sem við erum sammála um. Hins vegar er það ekki ætlun mín að fegra aðstæðumar á nokkum hátt, því að á því er enginn vafi, að heilbrigðiskerfin í löndum okkar eiga við mikinn vanda að stríða. Við tökumst bæði í Danmörku og á íslandi á við erfið efnahagsvandamál og alkunna er, að þegar minnkar á stallinum fara hestamir að kljást. Þar við bætist, að í stjómmálum hefir undanfarið gætt tilhneigingar í átt til einkavæðingar og þar með fráhvarfi frá hugmyndinni um samfélagsstofnanir byggðar á samtöðu. Þess vegna getum við á Norðurlöndum ekki tekið opinbera heilbrigðiskerfið sem sjálfsagðan hlut og þeir sem hafa mætur á því, verða að vera tilbúnir að berjast fyrir því. Spurningin er þá sú, hvað getum við gert og hér get ég meðal annars bent á það, að við verðum að vera meðvita um búhyggju í heilbrigðismálum, umfram það sem áður var. Við verðum að vita sitthvað um efnahagsmál, um hagfræði og þar sem hagfræði tengist siðfræði náið, finnst mér sanngjarnt, að ég ræði nokkur lykilhugtök hagfræðinnar. En hvað er svo hagfræði? Alþjóðlega heitið, ökonomia, er komið úr grísku, frá oikos: hús og nomos: lögmál, regla. Það eru þannig reglurnar sem gilda í húsinu eða með öðru orði sagt: búsýsla. Þetta er í rauninni mjög eðlileg hugsun, þegar litið er eitthvað jafn einfalt og mín eigin fjármál. Ef ég ætti að gera grein fyrir eigin búsýslu, gæti ég svo sem byrjað á þvf, að færa krónur og aura í viðeigandi bókhaldsdálka, en í rauninni er það ekki það sem málið snýst um. Búsýsla mín - eigin hagsýsla - miðar að því, að tryggja að ég og tjölskylda mín fái uppfyllt þarfir okkar eins og bezt verður á kosið og það á við mig eins og aðra, að óskir mínar, þarfir mínar í víðustu merkingu orðsins, fara fram úr tekjum mínum, þeim úrræðum sem ég hefi yfir að ráða. Nú er ég ekki einn þeirra Dana, sem hafa ástæðu til að kvarta yfir kjörum mínum, en það er fjöldi hluta, sem ég vildi eignast og gera, sem ég hefi ekki ráð á. Hvað með aukabíl eða að fara til Indlands og skoða Taj Mahal? Séu tekjumar rýrar, getur reynzt erfitt að eiga fyrir frumþörfum, en jafnvel mjög stöndugt fólk hefir að sjálfsögðu þarfir, sem það getur ekki uppfyllt. Það eru örugglega margir, sem vildu eiga villu á Strandveginum norðan við Kaupmannahöfn. Með öðrum orðum sagt, fjallar hagfræði endanlega ekki um krónur og aura, heldur um beztu aðferðimar til þess að uppfylla þarfir fólks og þarfir manna fara ávallt fram úr þeim úrræðum, sem fyrir hendi eru. Þetta er grunnmeginregla í hagfræði og hún nefnist horfið við takmörkum auðlindanna (notion of scarcity) eða einfaldlega meginreglan um skortinn (knaphedsprincippet). Þessi regla um skortinn gildir líka í heilbrigðiskerfinu, jafnvel í ríkustu löndum heims. Hvergi ættu að vera til biðlistar. Deildir fyrir kransæðaígræðslur ættu að vera svo stórar, að aldrei þyrfti að flytja sjúklinga af slíkri deild á almenna deild um miðja nótt. Við ættum að geta haft ráð á því, að reyna ávallt ígræðslu, ef minnstu líkur eru á góðum árangri og svo framvegis, en við höfum barasta ekki ráð á öllu saman. Til eru þeir staðir í heiminum, þar sem ekki er einu sinni veitt einfaldasta þjónusta og síðan eru önnur lönd, þar sem slikt er í lagi, svo sem Norðurlöndin, en það er erfitt að hugsa sér það þjóðfélag, sem gæti veitt öllum allt. Reglan um skortinn gildir því alls staðar. Hún er ekki aðeins tengd fátækt. Sé þessi hugsanagangur viðurkenndur, leiðir það til viðurkenningar á öðru grunnhugtaki, nefnilega skilmerki hagrœnnar virkni (the criterion of economic efficiency). Við verðum að nota takmörkuð, tiltæk úrræði á þann hátt, að þau komi að sem mestu gagni. Þetta er meginregla, sem við þekkjum úr stjómmálum og stjórnun. Hugmyndin um takmörkuð úrræði er í reynd sett fram í föstum fjárlögum og stjómmálamennimir, sem ábyrgðina bera, standa frammi fyrir því til dæmis, að velja á milli þess, að veita fé til tækjabúnaðar á gjörgæzludeild eða til þess að hægt sé að launa sjúkraliða á öldrunardeild. Viðurkenning á slíkri forgangsröðun leiðir til þess, að við bætist þriðja hugtakið, sem er geysimikilvægt og ég tel að sérhver klínískur læknir verði að þekkja það, en þetta er svonefndur fórnarkostnaður (opportunity cost).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.