Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1990, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 15.02.1990, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ Mjög mismikil hækkun varð hjá þessum sjúklingum og í sumum tilfellum varð lítil hækkun. Hækkunin fer að sjálfsögðu eftir því hve mikið drep á sér stað svo og hversu langt er liðið frá byrjun einkenna þegar mæling er gerð. Veirurannsóknir eru erfiðar og vandasamar (8, 9). Hjá einum sjúklingi greindist cytomegaloveira við blóðrannsókn en ræktunartilraunir reyndust árangurslausar. Ekki greindist Coxsackie B hjá neinum sjúklinganna. Send voru til rannsóknarstofu í veirufræði blóðvatnssýni frá sex sjúklinganna. Frá fimm þeirra voru send sýni með þriggja vikna millibili en frá einum var aðeins eitt sýni sent. Saursýni voru send frá þremur sjúklingum. Ef hjartavöðvinn veiklast verulega bregst hjartað við með hefðbundnum hætti þ.e. útvíkkun. Merki um hjartabilun sjást þá á röntgenmynd þ.e. hjartastækkun og eftir atvikum lungnabjúgur. Hjá fimm sjúklingum komu fram alvarleg hjartabilunareinkenni. Hjartalínurit sýnir oft ósértækar breytingar, leiðslutruflanir og tíð aukaslög. Ritið er einkum mikilvægt til að útiloka hjartadrep vegna kransæðastíflu. Með ómskoðun af hjarta er unnt að mæla stærð hjartahólfa og samdráttarhæfni hjartans. Hjá a.m.k tveimur sjúklingum (nr. 3 og 7) sást blóðsegi í vinstri slegli með nokkurri vissu við ómskoðun, sjá myndir 1, 2 og 3. Hjá öðrum var tilvist blóðsega staðfest við krufningu. Hjartsláttartruflanir af ýmsu tagi greinast við hjartavöðvabólgu. Þrálátur hraðataktur frá gáttum greindist hjá einum sjúklingi. Tíð aukaslög og hraðataktur frá sleglum komu fram hjá tveimur sjúklingum og tveir aðrir fóru í hjartastopp. Tókst endurlífgun í öðru tilfellinu en hinu ekki. Gallíumskann hefur verið notað um skeið til að greina bólgu í hjartavöðva. Skannið er talið jákvætt ef upptaka í hjarta er jöfn eða meiri en upptaka í bringubeini. Hjá einum sjúklinga okkar var gert skann og reyndist vera jákvætt. Reynt hefur verið að gefa sjúklingum með viðvarandi merki um hjartabilun og jákvætt gallium skann ónæmisbælandi meðferð með nokkrum árangri (4). Þetta er þó ekki ráðlagt í bráðabólgu (5, 10) og hafa sjúklingar okkar Mynd 3. a. Bjúgur, hnattfrumuíferö og æðaútvíkkun meö blóöþurrðarbreytingum til beggja hliða. b. Bandvefsmyndun (bláleit) í subendocardium. Upphafleg stækkun 200x, a (hematoxylin og eosin) og b (Masson trichrome). ekki verið meðhöndlaðir á þennan hátt. Vegna þrálátra brjósverkja var þó sjúklingi nr. 2 gefin skammtíma sterameðferð en hann hafði jafnframt svæsna gollurshúsbólgu. Vefsýnitaka úr hjartavöðva var ekki framkvæmd hjá neinum sjúklinganna m.a. vegna þess að á þeim tíma þegar þeir voru veikastir, var ekki byrjað að framkvæma hjartaskurðlækningar hér á landi en aðstaða til slíks þarf að vera fyrir hendi svo verjandi sé að framkvæma sýnitökuna. Mjög erfitt er að meta sýnin en sums staðar hefur þessi rannsókn reynst til gagns við greiningu sjúkdómsins. Auðvelt er þó að missa af bólgufrumuíferð sem getur verið í flákum með eðlilegum vef á milli. Vefsýnitöku hefur þannig verið líkt við leit að nál í heystakki. Erfitt er að ákvarða næmi og sértækni rannsóknarinnar og fölsk neikvæð sýni eru of algeng af fyrrgreindum ástæðum. Hvort sem um er að ræða sýnitöku við hjartaþræðingu eða hjartarannsókn við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.