Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1990, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 15.02.1990, Blaðsíða 43
LÆKNABLAÐIÐ 113 óbirtar upplýsingar) og hefur einnig verið lýst í erlendum athugunum (9,10). Skýring á lægra hlutfalli kvenna sem reyktu í könnun hjúkrunarfræðinemanna gæti verið sú að í því úrtaki hafi verið fleiri konur með fáa áhættuþætti, en meðal þeirra kunna að vera færri sem reykja (11). Til samanburðar reykja 39,4% íslenskra kvenna á frjósemiskeiði (15- 44 ára) og 34,5% reykja daglega (12). Þessi rannsókn leiddi í Ijós að 14,3% hættu reykingum á meðgöngu, en það er svipað hlutfall og komið hefur fram erlendis (um 18%) (10). Athyglisvert var að yngstu konunum gekk betur að hætta á meðgöngu, sem kann að skýrast af því að yngri konur hafi ekki tamið sér jafn ákveðnar reykingavenjur og ávanamyndun því minni. Reykingar í þungun voru algengastar meðal kvenna á aldrinum 20-35 ára, en minni meðal yngstu og elstu kvennanna. Aðrir hafa fundið minnkandi tíðni reykinga með hærra aldri (9). Aróður gegn reykingum meðal ungs fólks síðari árin kann að hafa haft áhrif, en vitað er að 15-19 ára konur reyktu almennt minna könnunarárið en eldri aldurshópar (12). í Bandaríkjunum hætta helmingi fleiri frumbyrjur reykingum í meðgöngu en fjölbyrjur (13). Um þriðjungur kvenna sem reyktu héldu óbreyttum reykingavenjum í meðgöngunni, en yfir helmingur dró úr þeim. Flestar reyktu hálfan til einn pakka á dag og magn reykinga jókst með hækkandi aldri, sem er svipað og aðrir hafa lýst (11,14). Athugun hjúkrunarfræðinemanna (8) sýndi að ekki var fylgni milli þekkingar á skaðlegum áhrifum reykinga á meðgöngu og lengd skólagöngu, aldurs, hjúskaparstöðu, reykinga eða fjölda fyrri fæðinga. Flestar (92%) kvennanna kváðust vilja fá fræðslu um skaðsemi reykinga á meðgöngu í tengslum við mæðraskoðun. Konur sem fá fræðslu á meðgöngu breyta frekar reykingavenjum sínum (13). Um 18% reykingakvenna hafa hætt reykingum við komu í fyrstu mæðraskoðun og af þeim sem hætta að reykja á meðgöngunni gera 73% það á þriðju til átjándu viku (14). Konur sem hætta reykingum á þessum tíma hafa gjaman hætt að reykja áður, eru ekki stórreykingakonur, trúa frekar á hættu samfara reykingum á meðgöngu og hafa meiri stuðning og hvatningu heima fyrir (10). Mjög fáar konur hætta hinsvegar reykingum síðar á meðgöngu, eða aðeins um 6% (10). Þetta bendir til þess að fræðsla sé ekki áhrifarík nema í byrjun meðgöngu. I Bretlandi sögðu um 45% reykingakvenna og 46% þeirra sem ekki reyktu að þær myndu ekki eftir fræðslu um skaðsemi reykinga á meðgöngunni (14). Meira en þriðjungur reykingakvennanna taldi reykingar ekki hafa nein skaðleg áhrif. Höfundamir töldu reykingakonur loka á þá fræðslu sem þeim er veitt og þess vegna væri hún óvirk, enda þótt nær helmingur vildu aðspurðar hætta að reykja. Athyglisvert var að konumar reyktu jafnmikið eða meira eftir innlögn á spítala, hvort sem þær komu þangað til að fæða eða lögðust inn á meðgöngudeild. Nikótín og sölt þess eru með eitruðustu efnum sem þekkjast. I tóbaki og tóbaksreyk koma fyrir auk nikótíns, nokkur þúsund efni er ýmist hafa verið í tóbaksplöntunni, verið bætt í tóbak við framleiðslu eða myndast við bruna þess. Einn tíundi hluti nikótíns í tóbaki eða minna (1 mg úr hverri sígarettu) skilar sér með reyknum í lungu og blóð þess sem reykir. Nikótín er því einungis lítill hluti tóbaks. An nikótíns þætti tóbak hinsvegar lítt eftirsóknarvert (15). Nikótín fer auðveldlega um fylgju til fósturs. Styrkleiki nikótíns í blóði fósturs verður meiri en í blóði móður (16) og það er lengur að skiljast út hjá fóstri. Blóðflæði í fylgju minnkar vegna adrenergrar örvunar (2, 3, 6, 15). Aukin hjartsláttartíðni og blóðþrýstingur móður, aukin hjartsláttartíðni fósturs, fækkun fósturhreyfinga og minnkun á grunnlínusveiflum fósturhjartsláttar stendur í beinum tengslum við nikótíninnihald sígaretta (17). Þeir sem reykja eru stöðugt með kolsýrling í blóðinu. Binding kolsýrlings við blóðrauðann er margfalt sterkari en binding súrefnis. Við sígarettureykingar lækkar súrefnismettun blóðrauðans um 3-7%, sem leiðir oft til vægrar hækkunar á blóðgildi, en það tengist aukinni seigju blóðsins og hættu á blóðtappamyndun (2, 3, 6). Fylgjuþyngd hækkar ef móðirin reykir, sem skýrist að hluta til af minni súrefnismettun í blóði (6). Að auki eru fylgjur hjá reykingakonum marktækt þynnri en hjá konum sem ekki reykja, og yfirborð þeirra er meira, þ.e. fylgjan þekur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.