Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1990, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 15.02.1990, Blaðsíða 31
LÆKNABLAÐIÐ 105 Table V. Influence of age on conception rate. Age Number of Conception (years) Number pregnancies rate 24 or less............ 16 13 81% 25-29 ................ 27 22 81% 30-34 ................ 20 10 50% 35 or more............. 6 2 33% á árangurinn (8). Samt gátum við ekki sýnt fram á að konur sem fætt höfðu áður næðu marktækt betri árangri en hinar, kannski vegna þess hve hópurinn er lítill. Það er athyglisvert og í samræmi við reynslu annarra, að tvær kvennanna sem tóku undir við meðferðina, hafa nokkrum árum síðar orðið þungaðar af völdum eiginmanna sinna, sem hafa þá verið með skerta sæðisframleiðslu og »þurft sinn tíma« ef svo má segja. Þegar meðferð þessi hófst var ákveðið að skoða frjósemi kvennanna fremur grannt. Egglostruflanir mátti greina af blæðingasögu og raunhitariti, líffæraskemmdir með kviðspeglun. Röntgenrannsókn ein var ekki látin nægja nema hjá fimm af 74. Konur sem þurfa lyf til að koma reglu á egglos, annað hvort vegna fyrri truflana eða truflana sem byrja meðan á meðferð stendur, virðast koma marktækt verr út en þær sem hafa reglulegt egglos (p <0,05 í töflu II). Þetta er í samræmi við það sem áður þekkist, þó að tveir höfundar hafi viljað meina að þessi munur væri miklu minni eða nánast enginn (4, 7). Líffæraskemmdir sem fundust hjá nokkrum kvennanna þegar þær voru speglaðar mega teljast vægar, enda voru konumar annars ekki teknar með í meðferðina. Fóru þær jafnan í aðgerð fyrst, t.d. við minni háttar samvöxtum. Þrátt fyrir þetta er árangur þeirra aðeins 50%. Enn má benda á það, að átta konur sem eftir fulla rannsókn töldust vera alveg eðlilegar, tóku ekki undir. Þær má telja að hafi minnkaða frjósemi af óvissum toga og hefðu getað haft gagn af lengri meðferðartíma. Af þessum átta voru sex konur frá 33 til 39 ára gamlar og hinar tvær 25 og 29 ára. Ekki gátum við sýnt fram á marktækan mun á árangri eftir aldri (tafla V), enda er hópurinn of lítill til þess. Fremur slælegan árangur hjá konum með lítils háttar skerta frjósemi, hvort sem er líffæraskemmd eða starfræna truflun, má að einhverju leyti rekja til þess hversu skamma meðhöndlun boðið var upp á. Meðgöngutími og lengd nýburanna var næstum sú sama og meðaltalið var hjá íslenskum bömum 1972-81. I báðum tilvikum var meðalmeðgöngutími 281 dagur. Bömin sem fæddust eftir tæknisæðingu voru að meðaltali 52 cm, en 51,6 cm í tíu ára samantektinni. Hins vegar voru »bömin okkar« aðeins þyngri, ekki þó marktækt, 3825 g á móti tíu ára meðaltalinu 3558 g (9). Að lokum viljum við leyfa okkur að segja, að fram til þessa hefur tæknisæðing reynst árangursrfk meðferð við ófrjósemi. Árangurshlutfall fer vel yfir 60% og ekki er nein önnur meðferð við ófrjósemi sem gefur viðlíka árangur. Auk hins hagstæða þungunarhlutfalls er meðferðin að mörgu öðru leyti fullnægjandi; fósturlát hefur ekki verið tíðara en vanalegt getur talist, ekki fylgikvillar meðgöngu heldur og bömin hafa verið hraust. Vanskapnaðir eru ekki algengari en almennt gerist. Af allri meðferð sem boðið er upp á við ófrjósemi er þetta sú ódýrasta og hefur orðið foreldrunum hin þóknanlegasta á allan hátt, bæði sálarlega og félagslega. SUMMARY Results of the first 6 years of treatment by artificial insemination with frozen donor semen in Iceland are reported. The semen is imported from Denmark for avoidance of interrelation and control of discretion. It is provided by the Central Semen Bank in Copenhagen. Seventy-two cases were accepted for treatment and are reviewed here for information on indication for insemination (male diagnosis), age, ovulatory pattem and general fertility status of the female partner prior to treatment, and the rate and outcome of pregnancies. Three cases dropped out before they finished six months of treatment and none was lost to follow-up. The overall pregnancy rate after three months of treatment was 47.2% and after six months 63.5%. There were 43 live births and four spontaneous abortions (8.5%). There was no other pregnancy wastage but three children were bom with minor malformations. It is concluded that whenever male infertility is resistant to therapy, artificial donor insemination may be of value.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.