Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.1990, Page 5

Læknablaðið - 15.02.1990, Page 5
LÆKNABLAÐIÐ 1990; 76: 81-92 81 Gunnar Sigurðsson, Vilmundur Guönason KÓLESTERÓL í BLÓÐI - ÁHRIF ERFÐAÞÁTTA INNGANGUR Kólesterólmagn í sermi ákvarðast af erfðum og umhverfisþáttum og samspili þeirra. Fjölmargar rannsóknir benda til þess að um eða yfir 50% af mismun kólesterólgilda einstaklinga megi rekja til áhrifa erfðaþátta (1, 2) en stærstan hluta af mismun meðalgilda þjóða megi rekja til mismunandi mataræðis, einkanlega mismikillar neyslu á mettaðri dýrafitu (3). í þessari yfirlitsgrein verður reynt að gera grein fyrir helstu erfðaþáttum sem þekktir eru að hafa áhrif á kólesterólgildi í blóði, til hækkunar eða lækkunar. Sérstaklega verður minnst á íslenskar niðurstöður þar sem þær eru til. Margt er enn óþekkt í sambandi við þátt erfða í þessu sambandi en nýjungar í erfðatækni hafa aukið þekkinguna stórlega á þessu sviði og gera væntanlega í enn ríkari mæli á allra næstu árum. Fituprótín í sermi Kólesteról, eins og önnur fituefni, eru óleysanleg í blóðvökvanum en það sem Lyflækningadeild Borgarspitalans og Göngudeild háþrýstings, Landspítala. Barst 02/05/1989. Samþykkt 26/05/1989. gerir þau vatnsleysanleg er að í sermi eru þau hluti af stærri sameindum, svokölluðum fituprótínum (lipoprotein). I þeim eru, auk fituefnanna, mismunandi prótín (apoprotín) sem auk þess að verka sem nokkurs konar bátar gegna mikilvægu hlutverki í því að vera lyklar að viðtökum fyrir þessi fituprótín á yfirborði fruma, t.d. lifrarfruma, og stjóma þannig að hluta niðurbroti þeirra. Einnig gegna apoprótínin hlutverki í stjómun ensíma sem mikilvæg em fyrir eðlilegan fituflutning um líkamann (4, 5). Fituprótínin skiptast í fimm aðalflokka eftir eðlisþyngd þeirra en hún ákvarðast af hlutfalli fituprótína (tafla I) og hlutverk þeirra í fituflutningi er mismunandi (mynd 1). í þessu yfirliti verður einkanlega vikið að kólesterólflutningi fituprótínanna. Fitukimi (chylomicron) flytja fæðufituna frá gömum til vefjanna og fyrir áhrif ensímsins »lipoprotein lipasa« í háræðaveggjunum eru fitusýrumar klofnar frá en leifar sameindarinnar sem innihalda kólesterólið úr fæðunni eru teknar upp af sérstökum viðtaka á lifrarfmmum sem skynjar apóprótín E (apo-E) á yfirborði fitukima (6). Fitukimin hreinsast fljótt úr blóði og eru horfin úr blóði eftir Table I. Some properties of human plasma lipoproteins. Lipoprotein class Density (g/ml) Chemical composition (% by wt) Chol- Triglyc- esterol erides Phospho- lipids Protein Main apolipo- protein Main physio- logical role Chylomicron <1.006 4 90 5 1 B-48, E Fat transport from intestine VLDL <1.006 20 55 19 8 B-100, E, C’s Fat transport from liver to peripheral tissues LDL 1.019-1.063 55 5 20 20 B-100 Cholesterol transport to peripheral tissues HDL 1.063-1.21 27 5 24 48 A1, All, C's Cholesterol transport from peripheral tissues

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.