Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.1990, Page 35

Læknablaðið - 15.02.1990, Page 35
LÆKNABLAÐIÐ 1990; 76: 107-10 107 Finnbogi Karlsson, Jón Þór Sverrisson, Þorkell Guöbrandsson LANGTÍMAMEÐFERÐ MEÐ BLÓÐPYNNANDI LYFJUM Á FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSINU Á AKUREYR11981-1987 INNGANGUR Með þessu greinarkomi vilja höfundar skýra frá könnun á blóðþynningarmeðferð á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri á sex ára tímabili 1981-1987. Um var að ræða afturvirka könnun með megináherslu á tíðni fylgikvilla hjá þeim, sem á ofangreindu tímabili byrjuðu á langtímameðferð með blóðþynningarlyfjum. Meðferðarlengd þurfti að hafa verið að minnsta kosti þrír mánuðir. Forsendur þessarar vinnu voru þær að fá hlutlægt mat á blóðþynningarmeðferð með tilliti til hugmynda um að breyta um tegund blóðþynningarlyfja hér á landi, en nokkuð hefur verið rætt um þörf þess að breyta frá díkumaróli yfir í warfarín. Einnig var ætlunin að sannprófa tilgátu lækna Lyflækningadeildar FSA, sem um blóðþynningarmeðferð hafa séð, að fylgikvillar væru þar með lægsta móti. Auk þess skyldi að því gáð, hvort vankantar fyndust á meðferðarvenjum, sem að fengnum niðurstöðum mætti lagfæra. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Athuguð voru gögn fyrir alla sem byrjuðu á blóðþynningarmeðferð á tímabilinu 1. október 1981 til 1. október 1987. Val einstaklinga í athugunarhóp var byggt á þriggja mánaða meðferðarlengd hið minnsta. Slíkt var í upphafi kannað í TT bókhaldi rannsóknardeildar, en í það færast allir sjúklingar sem ætlað er að þurfi lengri blóðþynningarmeðferð. Ef nafn sjúklings kom þar fyrir á að minnsta kosti sex vikna tímabili var viðkomandi kominn í byrjunarúrtak. Fyrir þann hóp voru síðar sett nánari tímamörk (>3 mánuðir) og leitað í blóðþynningarflæðiritum og sjúkraskrám eða göngudeildargögnum að upplýsingum um rannsóknarbreytur. Með þessari aðferð varð sjúklingahópurinn 147 manns af 378, Frá Lyflækningadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Barst 06/06/1989. Samþykkt 18/10/1989. sem komist höfðu í TT bókhald á umræddu tímabili. Sjúkraskrár og göngudeildargögn þessara 147 sjúklinga voru síðan yfirfarin. Athugaðar breytur voru: ábending, aldur, kyn, búseta, legudeild, meðferðarlengd, eftirlitstíðni, árangur meðferðar (TT 7-15% og endurtekning á ábendingarmeini) og fylgikvillar (alvarlegir/vægir). Ef fylgikvillar höfðu komið fram, var farið nánar yfir aðstæður, hversu vel stóð meðferð (TT%), hverslags fylgikvillar (minni- háttar/meiriháttar, blæðing/endurtekning ábendingarmeins) hugsanlegar undirlægar orsakir og áhættuþættir. NIÐURSTÖÐUR Karlar voru 90 og konur 57. Aldursbil var 20- 95 ára, meðalaldur 62 ár. Helstu ábendingar til meðferðar má sjá í töflu I. I flokknum aðrar ábendingar komu m.a. fyrir aðrar slagæðahjáveitur, skammvinn blóðþurrð í heila, hjartavöðvasjúkdómar, slímæxli í hjartagátt og segi í sjónubláæð. Blæðingar voru skráðar hjá níu sjúklingum, þar af voru tvær alvarlegar. I þremur vægum tilfellum var um blæðingu undir húð að ræða, í fjórum vægum tilfellum blæðingu um endaþarm frá gyllinæð. Ekki var um ofmeðhöndlun að ræða í þessum tilvikum (TT var >5%). Önnur af alvarlegu blæðingunum var frá ofanverðum meltingarvegi, blóðþynning hafði verið stöðvuð í tvo til þrjá daga, þar sem TT var <3%. Við nánari skoðun reyndist vera illkynja æxli í maga. Hin alvarlega blæðingin var með miklum punktblæðingum samfara stærri blæðingum í húð. Um ofþynningu var að ræða hjá sjúklingi erlendis í orlofi. Meðferð var stillt af eftir skjóta heimferð sjúklingsins og gekk síðan án áfalla út áætlaðan tíma. Nánari upplýsingar um þá sjúklinga, sem blæðing varð hjá, er að finna í töflu II.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.