Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1990, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 15.05.1990, Blaðsíða 8
LÆKNABLAÐIÐ 232 Fjöldi 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 Vikur Mynd: Heildarfjöldi sýna og fjöldi jákvæðra sýna í hverri viku. Skástrikaðar súlur: Heildarfjöldi sýna. Dökkar súlur: Fjöldi jákvæðra ræktana. Tölur ofan dökkra súlna: Hlutfall jákvæðra ræktana af heildarfjölda sýna (í %). Meðalfjöldi jákvæðra ræktana hvers sjúklings var tvær ræktanir (vik: 1-7; staðalfrávik: ±1,5). Sýklun greindist helming legutíma eða lengur hjá sjö sjúklingum (19,4%), en var slitrótt hjá fjórum þeirra. Að meðaltali voru sjúklingamir 36 sýklaðir 31% (staðalfrávik: ±28%) af legutíma sínum á sjúkrahúsinu. Sýklun af völdum S. aureus var einnig slitrótt og greindist S. aureus einungis einu sinni hjá sjö sjúklinganna. Þó voru tveir sjúklingar sýklaðir í fjórar vikur samfleytt. Tengsl sýklunar Gram-neikvœðra stafa við ýmis vandamál sjúklinga: Með einni undantekningu hafði engin þeirra breyta sem skráðar voru marktæk áhrif á sýklun Gram- neikvæðra stafbaktería í hálsi fólks í hópum A og D (töflur III og IV). Tíðni sýklunar hjá hópum B og C var of lág til að unnt væri að kanna áhrif breytanna hjá þeim hópum. Meðal fólks í hópi D voru þeir sem sýklalyf höfðu fengið síðustu tvær vikur fyrir töku sýnis mun líklegri (p=0,04) til að hafa jákvæða hálsræktun en þeir sem ekki höfðu fengið slík lyf. Þessu var öfugt farið hjá hópi A (tafla III), en einungis einum einstaklingi úr þeim hópi hafði verið gefið sýklalyf og því engar ályktanir unnt að draga af þeim niðurstöðum. Aldur sjúklinganna réði ekki tilurð sýklunar marktækt, meðalaldur þeirra sem sýklaðir voru í öllum hópunum var 83,3 ár, en hinna 81,1 ár (p=0,07) og sé litið eingöngu til hóps D var meðalaldur sýklaðra þar 83,4 ár og hinna 79,6 ár (p=0,05). Aður hefur komið fram að lega á öldrunardeild var áhættuþáttur sýklunar, borið saman við dvöl á vistheimili og í heimahúsi (tafla II). Enginn sjúklinganna í hópum A, B og C hafði neðri öndunarfærasýkingu þegar sýni var tekið. Úr hópi D fengu sex sjúklingar af 52 (11.5%) neðri öndunarfærasýkingar á meðan á rannsókn stóð, þar af tveir berkjubólgu vegna langvinnrar lungnateppu. Hinir fengu lungnabólgu, þar af einn sjúklingur tvisvar. I þremur tilvikum greindust Gram-neikvæðar stafbakteríur í hálssýnum áður (S. aureus greindist ekki), en í aðeins einu tilviki var unnt að sýna fram á sömu stofna í hráka. Var þar um lungnabólgu með ígerð (abcess) að ræða hjá 85 ára karlmanni með margvísleg önnur vandamál. Sýklategundir: S. aureus greindist hjá 12 sjúklingum (tafla II). Ættkvíslir og innbyrðis tíðni Gram-neikvæðra stafbaktería
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.