Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1990, Blaðsíða 44

Læknablaðið - 15.05.1990, Blaðsíða 44
264 LÆKNABLAÐIÐ 1990; 76: 264-6 Matthías Eydal, Siguröur H. Richter, Karl Skírnisson GRÓDÝRID CRYPTOSPORIDIUM OG SÝKINGAR AF VÖLDUM ÞESS ÚTDRÁTTUR Um áramótin 1985/86 var farið að gefa sérstakan gaum að gródýrinu Cryptosporidium í mannasaursýnum sem send eru til sníkjudýrarannsókna að Tilraunastöð Háskólans í meinafræði að Keldum. Frá þeim tíma og fram á mitt ár 1989 hafa verið rannsökuð saursýni úr 1215 einstaklingum. Til þessa hafa fundist 9 tilfelli af Cryptosporidium. Sennilega er sníkjudýrið landlægt. INNGANGUR Á undanfömum árum hefur komið í ljós erlendis að frumdýr (Protozoa) af ættkvíslinni Cryptosporidium getur sest að í meltingarvegi manna og valdið þar sjúkdómi. Þekkingar á sníkjudýrinu Cryptosporidium hefur að mestu verið aflað á allra síðustu árum og talsvert verið skrifað um það í erlendum vísindaritum. í þessari grein er einkum stuðst við tvær yfirlitsgreinar (1,2) og tvær fræðibækur (3,4) hvað almennar upplýsingar um sníkjudýrið varðar. Cryptosporidium er ættkvísl frumdýra af flokki gródýra (Sporozoa) og var slíku dýri fyrst lýst í músum árið 1907. Um 20 tegundum hefur síðar verið lýst og finnast þær einkum í meltingarvegi spendýra, fugla, skriðdýra og fiska. Um þessar mundir eru þó aðeins fjórar tegundir taldar fullgildar. Sú tegund sem oftast er talin sýkja menn og ýmis önnur spendýr er kölluð C. parvum. I sjúkdómarannsóknum er þó sjaldnast tegundargreint heldur aðeins talað um Cryptosporidium sp. Cryptosporidium sýkir fyrst og fremst ungviði. Fyrsta sjúkdómstilfellið í mönnum var greint árið 1976. í fyrstu greindist Cryptosporidium einkum í fólki með skert ónæmi en á síðari Frá Tilraunastöð Háskólans í meinafræði aö Keldum. árum hefur komið í ljós að sníkjudýrið sýkir einnig heilbrigða einstaklinga og hefur fundist í mönnum, einkum bömum, í síauknum mæli í öllum heimsálfum. Cryptosporidium hefur nú fundist í mönnum hér á landi. Enn hefur sníkjudýrið ekki fundist í dýrum hérlendis enda ekki verið leitað skipulega að því í þeim. Sníkjudýrið leggst fyrst og fremst á þekjufrumur í meltingarvegi en getur í stöku tilfellum, einkum hjá fólki með skert ónæmi, breiðst út til þekjufruma í gallgöngum, gallblöðru og lungum. Sýkingin getur leitt til niðurgangs, ógleði, uppkasta, kviðverkja, hitahækkunar og vökvataps. I annars heilbrigðum einstaklingum vara sjúkdómseinkennin venjulega þrjá til fjórtán daga. I einstaklingum með skert ónæmi getur sýking aftur á móti orðið langvarandi og lífshættuleg. Lækningalyf eru enn óþekkt en meðferð byggist einkum á því að reyna að koma í veg fyrir vökvatap. Mynd 1 sýnir lífsferil sníkjudýrsins: Smitun verður þegar þolhjúpuð Cryptosporidium gródýr (cysta) berast með saurmenguðu vatni eða fæðu ofan í menn eða þau dýr sem geta verið hýslar (a). Grófrumur inni í þolhjúpnum leysast úr læðingi og sýkja þekjufrumur í meltingarvegi (b). Sníkjudýrin fjölga sér fyrst kynlaust (c) og breiðast út til sífellt fleiri þekjufruma. Síðar taka dýrin upp kynæxlun þannig að karlkynsfrumur (d) og kvenkynsfrumur (e) myndast. Frjóvgun leiðir til myndunar okfrumu (f). Okfruman losnar frá þekjufrumunni, myndar um sig þolhjúp og við rýriskiptingu verða til fjórar grófrumur áður en hún berst út með saur (g). Lífsferillinn tekur tvær til fjórar vikur. Frumdýrin geta lifað í þolhjúpum sínum utan hýsilsins svo mánuðum skiptir. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Á Tilraunastöð Háskólans í meinafræði að Keldum eru stundaðar greiningar á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.