Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1990, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 15.05.1990, Blaðsíða 26
248 LÆKNABLAÐIÐ í samráði við lækna svæfingadeildar og kvennadeildar. Gjöf staðdeyfilyfja var skráð á svæfingaskýrslu, en þar voru einnig skráðar blóðþrýstingsmælingar, vökvagjafir í æð og lyfjagjafir, sem snerta deyfinguna. Vegna rannsóknarinnar voru atriði um ísetningu deyfingarleggjarins auk þess skráðar framvirkt á sérstakt eyðublað. Á þriðja til fimmta degi eftir fæðingu tók annar hvor höfunda viðtal við konumar og mat árangur. Annars vegar voru þær beðnar um að svara með já eða nei, hvort þær væru ánægðar með deyfinguna. Hins vegar var árangur metinn góður, sæmilegur, lítill eða enginn eftir því hvernig höfundar mátu að til hefði tekist. Var þá aðallega farið eftir frásögn kvennanna, en einnig eftir þeim skriflegu upplýsingum sem fyrir lágu. Einkum var gagnsemi deyfinga metin eftir áhrifum á sársaukafulla hríðarverki. Hugsanlegir fylgikvillar voru einnig skráðir. Spurt var um verki og eymsli í baki, einkenni frá úttaugum (skyntruflanir, leiðsluverki og máttleysi) og truflun á starfsemi þvagblöðru. Við tölfræðilega úttekt var notað kí-kvaðratpróf. NIÐURSTÖÐUR Fjöldi fæðinga á árinu var samtals 2802. Þar af voru keisaraskurðir 391 eða 14%. í 59 tilvikum (15%) voru keisaraskurðir framkvæmdir í svæfingu, í einu tilviki í mænuvökvadeyfingu (»spinal« deyfingu) og í 331 skipti (85%) í lendadeyfingu, en af þeim var jafnframt gerð mænuvökvadeyfing í sjö skipti. Af konum sem fæddu um fæðingarveg fékk 581 lendadeyfingu (24%), en auk þess fengu 80 konur lendadeyfingu í fæðingu, sem síðan lauk með keisaraskurði. Við keisaraskurðina sjálfa var lendadeyfing notuð í 67 skipti, en 13 konur voru svæfðar. Heildarfjöldi lendadeyfinga vegna fæðinga var því 925 (33% fæðinga). Það voru 362 frumbyrjur og 219 fjölbyrjur (samtals 581) sem fengu lendadeyfingu og fæddu uni fæðingarveg. Sérfræðingar svæfingadeildar lögðu 135 deyfingar (23.2%), en aðstoðarlæknar 446 (76.8%). Tvívegis var stungið með nálinni gegnum mænubast (dura punktio). Deyfingarleggur var hins vegar aldrei þræddur inn fyrir mænubastið og staðdeyfilyfi aldrei sprautað í mænuvökva. Góöur Sæmilegur Lítill/enginn Sérfræöingar Aöstoðarlæknar Mynd. Árangur lendadeyfinga samkvæmt viðtölum við konumar eftir fæðingu. Deyfilyfi var aldrei vitanlega sprautað í æð. Veruleg blóðþrýstingslækkun, sem kallaði á meðferð með blóðþrýstingshækkandi lyfjum (efedríni), varð í 4% tilfella, en aldrei var um mjög alvarlegt blóðþrýstingsfall að ræða. Tími frá lögn deyfingar til fæðingar var allt frá örfáurn mínútum upp í rúmar 16 klukkustundir. Fjöldi gjafa staðdeylilyfs var frá einni gjöf (aðeins gefinn byrjunarskammtur) og upp í 10 gjafir. í viðtali eftir fæðingu var árangur hjá sérfræðingum metinn góður í 126 tilvikum (93.3%), sæmilegur í fjögur skipti (3.0%), en lítill eða enginn fimm sinnum (3.7%). Hjá aðstoðarlæknum var árangur góður í 397 tilvikum (89.0%), sæmilegur 16 sinnum (3.6%), en lítill eða enginn í 33 skipti (7.4%) (sjá mynd). Ekki var marktækur munur á árangri sérfræðinga og aðstoðarlækna (p > 0,10). I heild var árangurinn góður í 90.0% (n=523), sæmilegur í 3.5% (n=20), en lítill eða enginn í 6.5% (n=38) tilvika. Aðspurðar voru 130 konur (96.3%) ánægðar nteð deyfinguna, þegar sérfræðingar höfðu deyft, en 409 (91.7%), þegar aðstoðarlæknar deyfðu. Ekki var marktækur munur milli sérfræðinga og aðstoðarlækna (p > 0,05). í heild voru 92.8% (n=539) kvennanna ánægðar. Tíu konur, allar frumbyrjur, nutu góðrar deyfingar í meira en 10 klukkustundir frá fyrstu gjöf deyfingar til fæðingar. Konur þessar fengu að meðaltali 5,4 (±1,5) ml af 0,25% búpívakaíni á klukkustund. í þeim tveimur tilvikum þar sem stungið var gegnum mænubast fengu konumar slæman höfuðverk, þ.e. dæmigerðan »spinal« höfuðverk (post dural puncture headache).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.