Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1990, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 15.05.1990, Blaðsíða 27
LÆKNABLAÐIÐ 249 Tafla. Yfirlit yfir fæðingar á átta ára tímabili. Fjöldi (keisaraskurðir meðtaldir). Heildarfjöldi lendadeyfinga fæðinga og keisaraskurða og hlutfall tangar- og (deyfingar við keisaraskurði meðtaldar). sogklukkufæðinga (T/K %) af heildarfjölda fæðinga Ar 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 Heildarfjöldi fæöinga 2274 2421 2289 2209 2093 2124 2362 2802 Keisaraskuröir 336 318 355 328 297 308 387 391 Tangir/Klukkur 123 109 124 196 219 208 208 278 T/K% 5.4 4.5 5.4 8.8 10.4 9.8 8.8 9.9 Heildarfjöldi lendadeyfinga 164 306 790 911 711 748 926 Meðferðin fólst í rúmlegu, ríkulegri vökvadrykkju ásamt vökvagjöf í æð (2 I af Ringer laktat á sólarhring). Konumar útskrifuðust báðar einkennalausar á sjöunda til áttunda degi eftir fæðingu. Minni háttar staðbundin óþægindi í baki voru nokkuð algeng, en aldrei alvarleg. Nokkrum sinnum var truflun á blöðrustarfsemi. í einu tilviki varð offylling á þvagblöðru, þar sem deyfing hefur líklega verið meðverkandi orsök. Nokkrar konur höfðu óljós einkenni frá úttaugakerfi, en deyfing talin ólíkleg orsök. Aðeins ein kona fékk alvarlegan og óvenjulegan fylgikvilla af lendadeyfingu. Um var að ræða unglingsstúlku sem lögð var inn til fæðingar eftir 40 vikna meðgöngu. Hún hafði háþrýsting í lok meðgöngu og hafði haft þvagfærasýkingar, en að öðru leyti verið hraust. Lögð var lendadeyfing á hefðbundinn hátt. í byrjun voru gefnir 12 ml af búpívakaíni, síðan bætt á 5-7 ml í samtals fimm skipti. Belgir voru sprengdir og hríðaaukandi lyf gefin (oxýtócín-dreypi). Stúlkan fæddi með hjálp sogklukku sex tímum eftir lögn deyfingar. Þremur dögum síðar kvartaði hún um slappleika, höfuðverk og dofa í vinstra fæti og kastaði upp. Hiti fór hækkandi þennan dag og mældist 39.8°C um kvöldið. Fram að því hafði hún verið hitalaus og í góðu ástandi, en hafði fjölgun á hvítum blóðkomum í blóði, 20.9 xlOE9/l. Vegna gruns um sýkingu var hafin meðferð með ampicillíni. Sólarhring síðar var hún hitalaus. Næsta dag kvartaði hún um svima og verki í baki ásamt dofa í vinstra læri. Hún var hnakkastíf, en hafði hvorki höfuðverk né hita. Meðvitund var eðlileg. Mænuvökvi reyndist eðlilegur. Með ríkulegri vökvagjöf, rúmlegu og áframhaldandi ampicillíngjöf varð hún einkennalaus á tveimur til þremur dögum og útskrifaðist í góðu ástandi níu dögum eftir fæðingu. Ekki er Ijóst hvað olli þessum einkennum. Telja verður mögulegt að um fylgikvilla deyfingarinnar hafi verið að ræða, einhvers konar ertingu heila- og mænuhimna (meningeal irritation), annaðhvort vegna leggjarins sjálfs, staðdeyfilyfsins, sýkingar eða blæðingar. UMRÆÐA A íslandi eins og í nágrannalöndunum hafa lendadeyfingar við fæðingar verið notaðar í vaxandi mæli á þessum áratug. Þessi deyfingaraðferð náði fyrst verulegri útbreiðslu á Norðurlöndum á áttunda áratugnum, en sums staðar vestanhafs þegar á sjötta áratugnum (2) og í Skotlandi á þeim sjöunda (3) . I Svíþjóð voru lendadeyfingar notaðar við innan við 2% fæðinga árið 1976, en á árinu 1982 var hlutfallið komið upp í 23,4% (4) . A Islandi voru lendadeyfingar fyrst notaðar við fæðingar um miðjan áttunda áratuginn, veruleg aukning varð á árunum 1979-80 og síðan vaxandi notkun næstu árin, en síðustu fimm ár hefur hlutfallið haldist nokkuð jafnt (sjá töflu). Fyrir utan kvennadeild Landspítalans eru lendadeyfingar notaðar reglulega á fæðingadeildunum á Akureyri og Akranesi, en auk þess á öðrum stöðum, þar sem svæfingalæknar hafa starfað (í Vestmannaeyjum og Keflavík). Megintilgangur lendadeyfinga við fæðingar er að sjálfsögðu að draga úr sársauka. Streituáhrif fæðingarinnar minnka, en það er bæði móður og bami til góðs, einkum þegar um meðgöngueitrun (pre-eclampsia)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.