Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1990, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 15.05.1990, Blaðsíða 50
268 LÆKNABLAÐIÐ þótti sýnt að hættan á, að áður lítt eða alveg óþekktar sóttir hér á landi kynnu að berast til þessa lands, sem löngum hafði verið einangrað langt norður í höfum, aðeins opið fáum þegnum danska ríkisins. Bólusóttar- og mislingavamir koma mjög við sögu í fyrstu sóttvamaraðgerðum á íslandi. Arið 1831 kemur svo kóleran inn í sóttvamarmálin, þar sem sú sótt var þá farin að nálgast mjög Danmörku frá Eystrasaltslöndum. Amtmenn og önnur hlutaðeigandi yfirvöld voru áminnt um sóttvamir einkum með því að stofnsetja heilbrigðis- og sóttvamarhaldsnefndir í sjávarplássum, þar sem útlend skip kynnu að leggja að landi. Allar þessar áminningar komu fyrir lítið þótt þær ættu sér stoð í öllum tilskipunum og reglugerðum allt frá 1787. Það var ekki fyrr en árið 1848, að fyrsta varanlega og virka heilbrigðis- og sóttvamarhaldsnefndin var stofnsett. Kominn er tími til að draga stofnun og störf þessarar nefndar fram í dagsljósið, því að þar er um að ræða grundvöll þeirra sóttvama og margra annarra forvamaraðgerða í heilbrigðismálum gagnvart útlöndum, sem íslendingar hafa búið við fram á þennan dag. Tímabilið, sem hér verður rætt, er frá afnámi einokunarverslunar til endurreisnar löggjafarþings á Islandi. FYRSTA VARANLEGA HEILBRIGÐIS- OG SÓTTVARNARHALDSNEFNDIN 1848-1885 Matthias Rosenörn stiftamtmaður (1847-1849) gaf út tilskipun 1848 um fyrstu heilbrigðis- og sóttvamarhaldsnefnd á íslandi og löggilti samtímis fundargerðarbók nefndarinnar (92 bls.) með innsigli amtsins, eins og hér segir:] »Denne af to og halvfemsenstyve Blade hestaaende, igennemdragne og med Amtssegl forsynte Bog autoriseres herved til Forsamlingsprotokol for Sundheds og Quarantinecommisionen í Reykjavík. Islands Stiftamtsmandshus den 13. marts 1848. Rosenörn.« Fyrsta fundargerð, sem skráð var í hina nýju fundargerðarbók er rituð á fundi heilbrigðis- og sóttvamarhaldsnefndarinnar 20. júlí 1853, sem haldinn var í tilefni af komu póstskipsins á höfnina, eins og hér segir: »Ar 1853, miðvikudaginn hinn 20. júlí kl. 8 f.m. héldu meðlimir sóttvarnarhaldsnefndarinnar í Reykjavík, land og hœjarfógeti V. Finsen, Matthias H. Rosenöm stiftamtmaður á íslandi 1847-1849. jústitsráð, landlœknir .1. Thorstensen og kaupmaður H.St. Johnsen fund með sér út af því að póstskipið Sölöven er komið í morgun hér á höfnina með grœnt flagg á siglunni og er hafnsögumaður Guðmundur Jónsson sem farið hafði út í skipið, þá það sigldi inn, kominn í land frá því með hréffrá skipherranum, H.Stilhoff, í hverju skýrt er frá að kólera - drepsótt sé nú í Kaupmannahöfn og beðist ákvörðunar um hvort skipið eigi að leggjast í sóttvarnarhald. Bréf þetta var framlagt sub. no l. Nefndinni kom saman um að fylgja reglum í umburðarbréfi innanríkisráðherrans frá 5. júlí 1851... Eftir að nefndin þar nœst á bát hafði farið út að skipinu, voru spurningar þœr sem tilgreindar eru í tilsk. 8. febr. 1805, 10. gr. lagðar fyrir skipherrann og eftir að hann hefði fráskýrt, að hann hefði verið 18 daga á leiðinni frá Khöfn, að hann engin mök á leiðinni hefði haft við önnur skip, að enginn vœri eða hefði verið veikur á skipinu, eða dáið á því, síðan það fór frá Khöfn, og að í skipinu vœru hvorki sœngurföt, fiður til sœngurfata, mannahár eða dýra, dulur eða notuð íveruföt, sbr. opið bréf28. marz 1832, lét sóttvarnarhaldsnefndin í Ijós, að skipið gœti verið laust frá sóttvarnarhaldi...« Að lokum var ákveðið að sekta hafnsögumanninn vegna þess að hann hafði farið í land frá borði án leyfis nefndarinnar. Fundargerðin síðan undirrituð af fyrmefndum fundarmönnum. Þannig hljóðaði þá fyrsta fundargerð fyrstu heilbrigðis- og sóttvamarhaldsnefndarinnar í Reykjavík (1).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.