Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1990, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 15.05.1990, Blaðsíða 39
LÆKNABLAÐIÐ 1990; 76: 259-63 259 Ragnar Danielsen ÁKVÖRÐUN FLATARMÁLS ÓSÆÐARLOKUÞRENGSLA MEÐ DOPPLER HJARTAÓMUN ÁGRIP Doppler og tvívíddar hjartaómun var beitt hjá 85 sjúklingum er grunaðir voru um ósæðarlokuþrengsli til að ákvarða flatarmál lokuþrengslanna með notkun svokallaðrar samfellulíkingar. Árangur var borinn saman við niðurstöður er fengust með líkingu Gorlins við hjartaþræðingu. Góð fylgni fannst milli þessara tveggja aðferða (r=0.96), en Doppler hjartaómun vanmat lítillega og kerfisbundið flatarmál ósæðarlokuþrengsla, einkum hjá sjúklingum með væg þrengsli (>1.2 cm2). Þegar höfð er hliðsjón af klínískum einkennum sjúklinga hefur þessi munur þó ekki marktæka þýðingu. Ennfremur þarf hinn óverulegi munur milli aðferðanna ekki endilega að stafa af ónákvæmni við Doppler hjartaómun, heldur allt eins af þekktum skekkjuþáttum í hjartaþræðingartækni. Í heildina er Doppler hjartaómun því fullt eins góð aðferð og hjartaþræðing til að ákvarða flatarmál þrengdrar ósæðarloku. INNGANGUR Vaxandi notkun Doppler ómunar hefur auðveldað til muna mat ósæðarlokuþrengsla án þess að til hjartaþræðingar þurfi að koma. I fyrstu var Doppler ómun einkum beitt til að mæla slagþrýstingsfall yfir þrengda ósæðarloku, og hafa niðurstöður reynst í góðu samræmi við þrýstingsföll ákvörðuð við hjartaþræðingu (1-3). Þó er notkun þrýstingsfalla, til að ákvarða hve alvarleg ósæðarlokuþrengsli eru, háð ýmsum takmörkunum (4). Almennt er ákvörðun flatarmáls ósæðarlokuopsins talin betri mælikvarði á þrengslin (5) og þá jafnan stuðst við niðurstöður líkingar Gorlins við hjartaþræðingu (6). Ymsar aðferðir hafa þó verið þróaðar til að meta Frá rannsóknardeild í klínískri hjartalífeölisfræöi Haukeland háskólasjúkrahúsinu í Björgvin, Noregi. Lykilorö: Ósæöarlokuþrengsli, Doppler hjartaómun. flatarmál þrengdrar ósæðarloku óblóðugt (7-9). Nýleg aðferð, er byggir á samnotkun Doppler og tvívíddar hjartaómunar og beitingu svonefndrar samfellulíkingar (continuity equation), nýtur vaxandi hylli (10-13). í rannsókninni, sem hér er til umfjöllunar, er ákvörðun flatarmáls þrengdrar ósæðarloku með Doppler hjartaómunaraðferð borin saman við niðurstöður er fengust við hjartaþræðingu. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR SjúklingaþýÖi. Rannsóknin nær til 85 sjúklinga (58 karlar) er vísað var til hjartaþræðingar vegna meintra ósæðarlokuþrengsla. Aldur sjúklinganna var 17 til 78 ár, meðalaldur 62 ± 12 ár. Fimm sjúklingar reyndust einnig vera með marktækan (gráða > 3+) ósæðarlokuleka og þrír með míturlokuleka við hjartaþræðingu (14). Kransæðaþrengsli (>50% þvermálsminnkun) greindust hjá 40 sjúklingum (47%). Útstreymisbrot vinstra slegils við hjartaþræðingu var frá 27 til 84% (meðaltal 67 ± 13%), en útstreymisrúmmál hjartans var á bilinu 30 til 199 ml (78 ± 23 ml). Sjúklingamir vom með reglulegan sínustakt, ef frá em skildir fimm með gáttaflökt. Við úrvinnslu Doppler- og hjartaþræðingargagna var tekið meðaltal af þremur hjartaslögum, en af 10 slögum hjá sjúklingum með gáttaflökt. Doppler og tvívíddar hjartaómun var framkvæmd innan 48 tíma fyrir hjartaþræðingu hjá öllum sjúklingunum, hjá flestum daginn áður. Klínískt ástand sjúklinga var óbreytt milli ómskoðunar og hjartaþræðingar, en hjartsláttartíðni var nokkru hærri við síðari rannsóknina (71 ± 14 á móti 73 ±12 slög/mínútu, p<0.05). Ekki reyndist þörf á að útiloka sjúklinga frá rannsóknamppgjöri vegna ófullnægjandi hjartaómunar- eða hjartaþræðingargagna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.