Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1990, Blaðsíða 54

Læknablaðið - 15.05.1990, Blaðsíða 54
272 LÆKNABLAÐIÐ sullaveikinni, munu sömuleiðis hafa orðið skammlífar. Lögreglusamþykktir fyrir kaupstaðina, sem settar voru með lögum nr. 1 1880 (10) munu þó hafa tekið til umhverfisvandamála að hluta til, uns lög urn heilbrigðissamþykktir voru sett 1901 með stefnumótun í hollustuvemdarmálum langt fram á 20. öldina, en það er önnur saga. NÝ VIÐHORF f LOK ÁTJÁNDU ALDAR Sú óáran, sem gekk yfir Island í stjómartíð hins geðveika konungs Kristjáns 7., sem mun hafa þjáðst af geðklofa, var dæmafá þó oft hafi syrt í álinn fyrr. Þá voru hafísár tíð svo og eldgos, síðast móðuharðindin 1783- 85. Ofan á allt þetta bættist slæm valdstjóm með einveldi og einokunarverslun. Árið 1786 kom svo nýr, all skæður faraldur af stórubólu (variola) inn í landið. Við landauðn lá á fslandi. Þá var svo komið, að verslun við íslendinga var ekki lengur gróðavænleg.. Þar með gafst síðasta konungsverslunin upp, samanber auglýsingu þar um 18. ágúst 1786 (11). Stríðsgróði sem verslunin hafði notið á meðan frelsisstríð Bandaríkjamanna gegn Bretum stóð yfir breyttist skyndilega í tap er stríðinu lauk, en það mátti vel kallast heimsstyrjöld á mælikvarða þeirra tíma, þar sem Frakkar og Spánverjar, aðrar mestu siglingaþjóðir Evrópu voru þátttakendur. Þá var og einokunarverslun Dana á íslandi afnumin og verslunin gefin frjáls öllum þjóðum, en Islendingar og fleiri þjóðir urðu samt enn í um 70 ár að fá danskan verslunarpassa. Þessi afdrifaríki konungsúrskurður (Resolution) var gefinn út á Friðriksbergi á sama degi og stundu og auglýsingin um afnám konungverslunar 18. ágúst 1786, en allt þetta öðlaðist gildi í byrjun árs 1787 (12,13). Þar með var ísland opnað fyrir lítt takmörkuðum samgöngum við umheiminn. En þá kom enn upp ný hlið á málinu, hættan á því að nýjar, áður óþekktar eða sjaldgæfar drepsóttir hér, kynnu að berast óhindrað til landsins. NÝ LÖG OG REGLUGERÐIR UM SÓTTVARNIR - UM BÓLU (VARIOLA) OG FLEKKUSÓTT (MISLINGA) (MORBILLI) Það er varla tilviljun, að þessir tveir sjúkdómar bólan og mislingar, sem hér og víðar í lagasafni þessara tíma ganga undir nafninu flekkusótt, eru teknir saman í einn lagabálk 1787. Þessir tveir sjúkdómar og aðrir útbrotasjúkdómar gátu á byrjunarstigum haft svipuð einkenni, þótt bólan leyndi sér ekki lengi fyrir almenningi, enda segir Jón Steffensen að hennar sé 21 sinni getið í annálum frá og með 1240 (14). Um þetta ræðir Thomas Sydenheim (1624-1689), sem nefndur hefir verið hinn enski Hippókrates, í bréfi til vinar síns Robert Boyle, skrifað 2. apríl 1668 í Pall-Mall. Hann lýsir í bréfinu, hvemig Boyle geti, ef hann veikist sjálfur, greint á milli þessara sjúkdóma sem báðir voru að ganga þá í Englandi, enda landlægir þar. Þýðingarmikið var að geta beitt bestu meðferð sem fyrst, en það byggðist á réttri greiningu í tíma (15). Fyrrum urðu þessir sjúkdómar aldrei landlægir hér á landi og skullu því yfir landsmenn eins og fellibylir, ef þeir á annað borð náðu ströndum landsins. Bólan kemur oft fyrir á blöðum sögunnar vegna þess hversu mannskæð hún var, enda gyðja bólunnar tilbeðin í Austurlöndum, sá strangi guð beðinn um vægð. Minna er vitað um mislingana, sem þrátt fyrir færri dauðsföll gat valdið hinum verstu búsifjum eins og segir í annálum: »Snemma um sumarið (1846) fluttist með Dönum er komu í Hafnarfjörð »dílasótt« (mislingar)... var hún svo skœð, að hún hlífði nálega engum manni» (16). Strax sama árið og verslunaráþjáninni lauk, 17. maí 1787, var gefið út opið bréf (Plakat) á Christiansborg um fyrstu reglur fyrir ísland til vamar því að bóla og mislingar bærust til landsins. Orðrétt í íslensku þýðingunni: «Auglýsing um þann fyrirvara, sem hafa á til að koma í veg fyrir, að svo miklu leyti mögulegt er, að bóla og flekkusótt komist ekki út á ísland.» (17) I fyrstu grein þessarar auglýsingar er að finna all nákvæmar leiðbeiningar um, hvemig fara skuli að þegar grunsamlegt skip kemur að landi, svo og um þá meðferð sem skipstjóra ber að viðhafa ef veikur maður hefir verið um borð eða deyr í hafi. Stranglega er bannað að hafa með í land íveruföt og sængurföt sem ætla má að tilheyri veikum manni, allt það skal fara fyrir borð. I sjöundu og síðustu grein auglýsingarinnar segir, að lík skuli kistulagt og sökkt í hafið, ásamt með öllum íveru- og sængurfötum. Og að lokum þetta í síðustu greininni: «Thi hyde og hermed allern, hefale Vi Vore Grever,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.