Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1990, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 15.05.1990, Blaðsíða 45
LÆKNABLAÐIÐ 265 Mynd 2. Smásjármynd af raðlituðum Cryptosporidium gródýrum i saur sjúklings. Ljósmynd: Guðmundur Georgsson. sníkjudýrum í og á mönnum (5). Mest er um rannsóknir á saursýnum. Sýnin berast frá sjúkrahúsum eða einstökum læknum um allt land og eru yfirleitt send úr einstaklingum með einkenni frá meltingarvegi og vegna gruns um sníkjudýrasýkingar. Um áramótin 1985/86 var farið að gefa gaum að Cryptosporidium gródýrum í mannasaursýnum sem send voru til sníkjudýrarannsókna. Frá þeim tíma og fram á mitt ár 1989 hafa verið skoðuð saursýni úr 1215 einstaklingum. Við hefðbundnar rannsóknir á saursýnunum er notuð formalín-ether/ethylacetat botnfelling (6,7). Botnfallið er síðan joðlitað fyrir smásjárskoðun. Þolhjúpar Cryptosporidium eru óvenju smáir (þvermál 4-5 mflcron) og erfitt að staðfesta þá með vissu við venjubundna joðlitun. Sjáist þolhjúpuð frumdýr sem gætu verið Cryptosporidium, eða ef annar sérstakur grunur er um Cryptosporidium-sýkingu, er beitt Ziehl-Neelsen litun á botnfallið (8) og það skoðað aftur. Þá litast Cryptosporidium- þolhjúpar rauðir (Mynd 2) og sýking er staðfest. NIÐURSTÖÐUR Fyrsta Cryptosporidium tilfellið hér á landi fannst í lok ársins 1986 (9). Fram á mitt ár 1989 höfðu greinst nfu tilfelli, sex í bömum og þrjú í fullorðnum. Nánari upplýsingar um einstök tilfelli er að finna í töflu. Sýkingartíðnin í þeim rannsóknum sem hér er greint frá var 0,7 %. Ekki fundust ummerki um aðrar sníkjudýrasýkingar í þessum sjúklingum. Sjúkdómstilfellin í bömunum sex greindust öll í mánuðunum júní - september en þeim þremur fullorðnu í október - desember. Fimm bamanna veiktust í dreifbýli innanlands en það sjötta veiktist erlendis. UMRÆÐUR Tíðni Cryptosporidium sýkinga hefur verið könnuð erlendis í sjúklingum, einkum bömum, sem þjáðst hafa af iðrakveisu. Sýkingartíðnin hefur reynst vera á bilinu 0,6- 4,3% í löndum Evrópu og Norður Amerfku, en 3-20% í öðrum heimshlutum (2). Rannsóknir erlendis (1,2,3) benda til að helstu smitleiðir séu milli manna annarsvegar og frá dýrum hinsvegar. Þannig virðist til dæmis stundum verða smit á bamaheimilum og í samskiptum við búfé og gæludýr. Sýkingar hafa einnig verið raktar til smits í neysluvatni og til ferðalaga erlendis, einkum í þróunarlöndunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.