Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.1990, Page 52

Læknablaðið - 15.05.1990, Page 52
270 LÆKNABLAÐIÐ skrifaði stiftamtmaðurinn Hilmar Finsen undir eina fundargerðina, sem fjallaði um þessi mál, (30 mars 1872), en þá voru tveir síðustu bólusóttarsjúklingamir lagðir í sóttvamarhald í Laugarnes-sóttvarnarhúsinu. Arið áður höfðu alls 12 Fransmenn verið hýstir í apríl þar vegna bólusóttar. Þessir 14 bólusóttarsjúklingar, sem einangraðir voru í Laugamesi árin 1871-72 voru allir frá meginlandi Evrópu, frá höfnum í Frakklandi og Belgíu, þaðan sem mikil samskipti voru við Ísland, ekki síst til fiskveiða (1). Á þessum árum gekk skæð bólusótt á meginlandinu, til dæmis dóu þessi tvö ár 10 þúsund manns hvort árið í Þýskalandi, sem var stórkostleg aukning frá fyrri árum, en bóla var löngum landlæg á þessum slóðum, með þrjú til fjögur þúsund árlegum dauðsföllum. Skyldubólusetning var þó ekki innleidd fyrr en í apríl 1875, en þá féllu bólusóttardauðsföllin niður í eitt til tvö hundruð á ári (2). Það mátti teljast afrek að tókst að forða því að bólusótt bærist í landsmenn árin 1871- 72. Kúabólusetning hafði að vísu verið innleidd 1802 (3) og gerð að skyldu með lögum 1810-1812 (4,5). Þrátt fyrir allt barst bólan til landsins árið 1839, og þá fyrst til Vestmannaeyja með frönskum sjómanni (6,7). Við nánari athugun á dánarskýrslum presta í Eyjum dóu fimm manns úr bólusótt vorið 1839, auk skipverja af frönsku skipi, sem kom þar í höfn 17. apríl, en heimamenn dóu í maí, júní og júlí sama ár, en eftir það virðist sóttinni lokið þar. Ekki verður séð af prestsþjónustubókum Ofanleitisprestakalls í Eyjum, hvort matrósinn franski hafi komið veikur í land eða látist í hafi og lík fiutt í land og fötum ekki sökkt í hafið, í samræmi við slökun á sóttvamarkröfum 1838, eins og síðar verður rakið. Héraðslæknirinn, Carl Hans Ulrich Bolbroe, sem var danskur, gaf leyfi til greftrunar 18. aprfi eða degi eftir komu skipsins, en sjúkdómsgreiningin var Ondarted Udslet. Ekki mun hafa verið vafi á sjúkdómsgreiningu þeirra tilfella, sem fylgdu í kjölfarið. Það mun hafa þótt sjálfsagt að jarðsetja lík bólusóttarsjúklings án tafar. Það bar til 30. apríl árið 1871, að fjórir menn af ósýktu frönsku skipi, sem lá í höfninni heimsóttu veika landa sína í Laugamesi, til þeirra sást og handsamaði lögreglan mennina og afhenti fógeta. Landlæknir, Jón Hjaltalín, sem einnig var héraðslæknir á þeim árum, tók málið að sér og áleit, að eftir að mennimir höfðu verið reyktir með hrennisteini væri ekki ástæða til að leggja skip þeirra í sóttvamarhald, og samþykktu aðrir nefndarmenn það, þeir Ámi Thorsteinsson fógeti og Hannes St. Johnsen bæjarfulltrúi (1). Hinn 4. maí 1882 henti það afdrifaríka slys, að maður nokkur komst heim til sín í Reykjavík framhjá öllu eftirliti, beint frá útlöndum og var þá veikur af mislingum. Hann hafði komið til landsins með póstskipinu Valdemar tveim dögum fyrr, án þess að láta nokkum vita þar til héraðslæknisins Tómasar Hallgrímssonar var vitjað til sjúklingsins. Læknirinn staðfesti sjúkdómsgreininguna, en þá var sjúklingurinn búinn að hafa samband við kunningja og frændfólk. Þá var ekki annað hægt að gera, úr því sem kornið var, en setja vörð um húsið og banna samgöngur við það, nema völdu hjúkrunarfólki til að annast sjúklinginn og aðra sem kynnu að veikjast. Eins og kunnugt er varð úr þessu hin skæðasta landfarsótt, sem gekk yfir allt land hallærissumarið 1882, um hábjargræðistímann. Aftur á móti tókst eins og fyrr segir að einangra 14 bólusóttarsjúklingana í sóttvamarhúsinu í Laugamesi 10 árum fyrr svo enginn heimamanna tók veikina, og verður það varla þakkað bólusetningunni einni saman, sem að vísu hafði verið í gildi síðan 1802, með nýjum áherslum 1810, sem dugðu þó ekki í Vestmannaeyjum 1839. Þegar hér var komið var sóttvamarhúsið í Laugamesi ekki lengur tiltækt en það hafði þegar verið lagt niður árið 1873 og áhöld og allur búnaður fluttur úr því. I mislingafaraldrinum 1882 var því ekki í neitt sóttvamarhús að venda, en á rústum þess húss reis Holdsveikraspítalinn 1898. Fyrsta heilbrigðis- og sóttvamarhaldsnefndin, sem hér hefir verið rætt um hélt síðasta fund sinn 15. september 1885. Þá hét nefndin ekki lengur sóttvamamefnd, heldur aðeins heilbrigðisnefnd, enda hætt sóttvamarstörfum. Á þeim fundi var afgreidd kæra, sem hafði borist bæjarstjóm frá íbúum við Hlíðarhúsastíg út af lýsisbræðsluhúsi Geirs Zoéga, en bæjarstjómin hafði vísað til nefndarinnar. Undir þessa síðustu fundargerð nefndarinnar skrifa meðal annarra embættismennimir Lárus Sveinbjömsson bæjarfógeti í Reykjavík og Jónas Jónassen þá héraðslæknir í Reykjavík 0).

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.