Læknablaðið - 15.05.1990, Blaðsíða 14
238
LÆKNABLAÐIÐ
kanna samhengi milli stigs (væg, nokkur,
svæsin) elliglapa, þvagleka og hreyfigetu,
svo að dæmi séu tekin, og sýklunar í hálsi.
Loks er rétt að hafa í huga að enda þótt
sýklun hafi verið algengust meðal aldraðra
á öldrunarlækningadeild, eru tiltölulega
fáir innlagðir þangað beint eða bráðveikir.
Bráðveikustu sjúklingar lyfjadeildar tóku því
ekki þátt í þessari rannsókn og minnkar það
ef til vill líkumar á því að finna samhengi
milli Garm-neikvæðrar sýklunar í hálsi og
lungnabólgu. Þá er rannsóknarhópurinn full
smár (52) til að nokkuð verði sagt með
vissu um samhengi eða samhengisleysi milli
sýklunar og lungnasýkinga (6).
Tafla V í grein Sigurlaugar Sveinbjömsdóttur
og félaga, sem sýnir tegundir og fjölda
Gram-neikvæðra sýkla sem ræktuðust úr
hálsi þátttakenda, er í senn athyglisverð og
ógnvænleg. Lungnabólga hefur verið nefnd
vinur gamla mannsins og skiptir þá ekki máli
hvort hún orsakast af bláum kokkum eða
bleikum stöfum. Ef lungnabólga er hins vegar
ekki eðlileg dauðaorsök gamallar manneskju,
er erfitt að sniðganga upplýsingamar úr
töflu V í einstökum bráðveikum sjúklingum.
Gott hrákasýni er þá gulls ígildi og leyfir
val þröngvirkustu sýklalyfjanna, en ef slíkt
sýni næst ekki og grípa verður til blindrar
sýklalyfjagjafar, má ekki gleyma Gram-
neikvæðum stöfum, sem hugsanlegri orsök
lungnabólgunnar.
Pálmi V. Jónsson,
lyfjadeild
Bergarspitala
HEIMILDIR
1. Sveinbjömsdóttir S, Guðmundsson S, Briem H.
Sýklun í hálsi aldraðra. Læknablaðið 1990; 76:
229- 35.
2. Johanson WG Jr, Pierce AK, Sanford JP, et al.
Nosocomial respiratory infections with gramnegative
bacilli. The significance of colonization of the
respiratory tract. Ann Intem Med 1972; 77: 701-6.
3. Valenti WM, Trudell RG, Bentley DW. Factors
predisposing to oropharyngeal colonization with
gramnegative bacilli in aged. N Engl J Med 1978: 298
(20): 1108-11.
4. Bentley DW, Torkelson A. Pneumonia in the
institutionalized elderly. Gerontology 1980; 20: 66.
Pálmi V. Jónsson lyfjadeild Bergarspítalans.
N