Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.1990, Qupperneq 53

Læknablaðið - 15.05.1990, Qupperneq 53
LÆKNABLAÐIÐ 271 Löggilding fundargerðarbókar fyrstu heilbrigðis- og sóttvamarhaldsnefndar á fslandi. Það md idjast furðulegt, hvað starfi þessarar heilbrigðis- og sóttvamarhaldsnefndar hefir verið lítill gaumur gefinn hingað til þrátt fyrir mjög árangursríkt starf hennar, einkum að sóttvamarmálum allt til 1873. Á því ári lagði stjómin fyrir Alþingi, síðasta ráðgjafarþingið, frumvarp »til tilskipunar um mótvarnir gegn því að bólusótt og hin austurlenska kólerusótt flytjist til landsins«. Þar með var komin hreyfing á þessi mál hér á landi, þótt ekki fengju lögin endanlega afgreiðslu fyrr en á fyrsta innlenda löggjafarþinginu 1875 (8). Þegar svo var komið má segja, að fyrsta heilbrigðis- og sóttvamarhaldsnefndin hafi hætt að skifta sér af sóttvömum og titlar sig síðan heilbrigðisnefnd, og sem slík kemur nefndin af hendingu inn í fyrmefnt mislingamál eftir að héraðslæknirinn hafði séð sjúklinginn í landi tveim dögum eftir að hann kom veikur í land. Svo virðist því sem sóttvamareftirlit með aðkomuskipum hafi verið vanrækt eftir að lögum var breytt árið 1875. Helstu ákvæði hinna nýju laga voru þó ekki teljandi frábmgðin þeim tilskipunum og reglum sem í gildi höfðu verið allt frá 1805 og heilbrigðis- og sóttvamarhaldsnefndin í Reykjavík hafði farið eftir. Enn eru það kaupstaðimir sex, er fengu kaupstaðarréttindi með afnámi einokunarverslunar á Islandi 1786, Reykjavík, Vestmannaeyjar, Grundarfjörður (seinna Stykkishólmur og þá Seyðisfjörður), Isafjörður, Akureyri og Eskifjörður, sem urðu að taka við öllum grunsamlegum skipum. (Þess ber að geta hér, að allir kaupstaðimir nema Reykjavík misstu kaupstaðarréttindi sín 28. desember 1836, en Reykjavík fékk þá takmörkuð bæjarstjómarréttindi. Hinir staðimir fengu kaupstaðarréttindin smám saman aftur. Akureyri 1862, Isafjörður 1866, Seyðisfjörður 1896 o.s.frv.). Það hamlaði þó enn raunhæfum sóttvömum, að hvergi var þá í neitt sóttvamarhús að venda, nema þau tvö ár, sem gamla biskupsstofan í Laugamesi gegndi því hlutverki, með frábærum árangri, sem vart verður ofmetinn, því að á þeim árum gekk einn skæðasti bólusóttarfaraldur yfir Evrópu eins og fyrr segir. Hér hafði bólusótt ekki gengið síðan 1839, og þá nær eingöngu um Suðurland, og veiktust allmargir þrátt fyrir kúabólusetningu síðan 1802. Segja má að sóttvamarlögin frá 1875 hafi lítt breytt verið í gildi fram um áramótin 1900. Tilraunir til stofnunar heilbrigðisnefnda eftir að heilbrigðis- og sóttvamarhaldsnefndin frá 1848 hélt sinn síðasta fund 1885, til dæmis 1886 fóru að mestu út um þúfur (9). Heilbrigðisnefndir á vegum prófasta sem amtmaðurinn í Norður og Austuramtinu gekkst fyrir, aðallega til vamar gegn

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.