Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1990, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 15.05.1990, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 237 LÆKNABLAÐIÐ THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL Læknafclag íslands og l| [P| Læknafclag Rcykjavikur 76. ÁRG. - MAÍ 1990 LUNGNASÝKINGAR ALDRAÐRA -TENGSL VIÐ SÝKLUN í HÁLSI Viðfangsefni læknisfræðinnar breytast hratt. Stórir sigrar á mörgum sviðum hennar hafa leitt til þess að aldraðir er sá hópur í þjóðfélaginu sem nú vex hraðast og þeim sem eldri eru en 85 ára fjölgar mest allra. Algengi langvinnra sjúkdóma og fæmitap eykst þó því miður verulega með vaxandi aldri og allt að fjörtíu af hundraði hinna elstu lifa við skerta hæfni til athafna daglegs lífs. Það er kaldhæðnislegt að einum af merkustu áföngum nútíma læknisfræði, það er að segja lengdum ævilíkum, er oft fremur formælt sem vaxandi vanda í heilbrigðiskerfinu en fagnað sem sigri yfir ótímabærum dauða yngra fólks. Flókið samspil aldurs- og sjúkdómstengdra breytinga veldur því að gamlir sjúkdómskunningjar birtast í nýjum myndum. Eðlileg viðbrögð við hinum nýja veruleika læknisfræðinnar er að auka klínískar- og grunnrannsóknir meðal aldraða. Það er því fagnaðarefni að sjá grein Sigurlaugar Sveinbjömsdóttur og félaga í þessu hefti Læknablaðsins sem fjallar um sýklun í hálsi aldraðra (1). Tiltölulega takmarkaðar rannsóknir styðja þá útbreiddu skoðun að aldraðir séu í aukinni áhættu fyrir því að fá sýkingar eingöngu aldursins vegna. Aldurstengdar breytingar í ónæmiskerfinu eru ekki útaf fyrir sig umtalsverður áhættuþáttur fyrir sýkingum og öldruðum hættir ekki frekar við sýkingum einnar tegundar sýkla en annarra. Hins vegar eykst áhættan á sýkingum vegna undirliggjandi langvinnra sjúkdóma og því meiri sem hrömunin er þeim mun meiri eru líkumar á sýkingum. í grein Sigurlaugar Sveinbjömsdóttur og félaga kemur fram að Gram-neikvæðar stafbakteríur eiga nú æ meiri þátt í lungnasýkingum sem myndast meðal almennings (10-20%) og innan sjúkrahúsanna (allt að 50%). Þar sem lungnabólgur af völdum baktería eru oftast taldar stafa af bakteríudropum sem finna sér leið frá hálsi niður í lungu, er eðlilegt að kanna samhengi Gram-neikvæðrar sýklunar í hálsi og lungnabólgu, en eingöngu á gjörgæsludeildum virðist þetta samhengi sannfærandi (2). I sneiðrannsókn Valenti og félaga (3) á 407 sjálfboðaliðum 65 ára og eldri fannst Gram- neikvæð sýklun í hálsi 20 (sjálfbjarga) til 60 (bráðadeild á langlegustofnun) af hundraði einstaklinga, samanborið við átta af hundraði meðal heilbrigðisstarfsmanna á sömu stofnun. Ymsir þættir geta stuðlað að þessari aukningu á Gram-neikvæðri sýklun í hálsi: verri munnhirða, minnkað munnvatnsflæði, lækkað ntagn á glýkóprótínum í munnvatni eða breyting á glýkóprótínum í munnholsþekju, og minnkað magn fibronectins á frumuyfirborði svo að eitthvað sé nefnt. Samhengið við aukningu í Gram-neikvæðum lungnasýkingum skýrist væntanlega af auknum burði bakteríudropa frá hálsi niður í lungu og skertri virkni vamakerfa lungnanna; slímbifhárakerfisins og hóstaviðbragðs (4). í rannsókn Sigurlaugar Sveinbjömsdóttur og félaga var algengi sýklunar í sneiðrannsókninni mest í hálsi sjúklinga á öldrunardeild og reyndist marktæk fylgni við sýklalyfjagjöf. Langtímarannsóknin sýnir óstöðugleika í Gram-neikvæðri sýklun. Sýklunin er mest skömmu eftir innlögn, en er mjög breytileg bæði hvað varðar bakeríutegundir og tímalengd sýklunar. Þetta eru athyglisverðustu niðurstöður greinarinnar. Enda þótt búseta og heilsufar þátttakenda í þessari rannsókn sé mismunandi hefði verið æskilegt að para einstaklinga með tilliti til aldurs og kyns. Ef hópamir væru sambærilegir í aldri, þjónaði »búsetan« sem óbeinn mælikvarði á heilsufar og fæmi. Einnig hefði verið mjög fróðlegt að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.