Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.1990, Page 40

Læknablaðið - 15.05.1990, Page 40
260 LÆKNABLAÐIÐ Continuity equation: Ai«V,=A2»V, Therefore: AVA=A2=A,«V,/V2 Mynd 1. Teikning er skýrir grunnhugmyndina bak við notkun samfellulíkingarinnar til að ákvarða flatarmál ósæðarlokuþrengsla með Doppler og tvívíddar hjartaómun. AVA = aortic valve area = ósæðarlokuflatarmál. Til nánari útskýringar á öðrum táknum, sjá greinartexta. Doppler hjartaómun. Omskoðunin var gerð með IREX Meridian hjartaómrita, með 2 MHz sjálfstæðum Doppler ómbreyti og samsettum 2-3 /3.5 MHz Doppler og tvívíddar ómbreyti. Flatarmál ósæðarlokuþrengsla var reiknað út frá samfellulíkingunni (10,11): Ai xVi=A2xV2. Þar er gengið út frá að margfeldi flatarmáls (Ai) og hámarkshraða (V i) í útstreymisrás vinstra slegils sé líkt margfeldi flatarmáls (A2) og hámarkshraða (V2) hinnar þrengdu ósæðarloku (mynd 1). Umrituð gefur líkingin að flatarmál ósæðarlokuopsins sé: A2=AixV]/V2, en Ai er reiknað út frá líkingunni: (D/2)2 x 7r, þar sem D er þvermál útstreymisrásar vinstra slegils. Það var mælt sem »innra« þvermál rétt neðan við ósæðarlokufestuna frá tvívíddarómmynd, er tekin var með langássniði til vinstri við bringubeinið. Hámarkshraðinn í útstreymisrás vinstra slegils var skráður með púlsbylgju-Doppler frá broddsláttarstað við tvívíddarinnsýn með samsetta ómbreytinum, rétt neðan við ósæðarlokufestuna (10). Hámarkshraði ósæðarlokubununnar var skráður kerfisbundið með síbylgju-Doppler með sjálfstæða ómbreytinum ofan bringubeins og hægra megin við bringubeinið með sjúklinginn í hægri hliðarlegu. Auk þess var skráð frá broddsláttarstað við innsýn með tvívíddarómun með samsetta ómbreytinum, og sjúklingurinn þá hafður í vinstri hliðarlegu. Engin leiðrétting var gerð með tilliti til hugsanlegrar homskekkju milli stefnu Doppler ómunar geislans og ósæðarlokubununnar. Hámarks- og meðalþrýstingsföll yfir ósæðarlokuna voru reiknuð út frá Doppler ómrofinu með IREX Meridian mæli- og reikniútbúnaði út frá líkingu Bemoulli (15): dP = 4 x V2, þar sem dP = þrýstingsfallið (mmHg) og V = hámarkshraði blóðstreymis (m/s). Hjartaþræðing. Æðaíkoma var frá nára. Vinstri slegill var þræddur bakstreymis eða með stungu gegnum gáttaskilsvegg. Mínútuútstreymi hjartans var ákvarðað með hitaþynningaraðferð. Vinstri slegill var myndaður með inndælingu röntgenþéttiefnis í 30 gráðu hægra skásniði og ósæðarstofninn í 45 gráðu vinstra skásniði. Kransæðamyndataka með aðferð Judkins var gerð hjá öllum sjúklingum er voru 40 ára og eldri. Þrýstingsmælingar voru gerðar gegnum vökvafyllta æðaleggi með þrýstiskynjarann á hæð við miðlínu holhandar. Hámarks- og meðalþrýstingsföll yfir ósæðarlokuna vom ákvörðuð hjá 68 sjúklingum með útdráttaraðferð, með því að leggja ósæðarþrýstingskúrfuna yfir þá er fékkst frá vinstra slegli. Hjá 17 sjúklingum voru þrýstingskúrfur skráðar samtímis frá ósæð og vinstra slegli með beitingu gáttaskilsástungu. Flatarmál ósæðarlokuþrengsla var reiknað út eftir líkingu Gorlins (6). Hjá sjúklingum er einnig höfðu marktækan ósæðarlokuleka var flatarmál ósæðarlokuopsins þó reiknað út með notkun mælinga á útstreymisrúmmáli vinstra slegils eftir inndælingu röntgenþéttiefnis, í stað þess að nota hitaþynningaraðferðina (16). Tölfrœði. Niðurstöður er kynntar sem meðaltal ± 1 staðalfrávik. Við mismunamat var stuðst við parað t-próf og tölfræðileg marktæknimörk 'sett við p<0.05. Metin var línuleg fylgni milli flatarmáls ósæðarlokuþrengsla og þrýstingsfalla er mæld voru með Doppler hjartaómun og við hjartaþræðingu. Samsvörun milli mæliaðferðanna var metin með aðferð Altman og Blands (17). NIÐURSTÖÐUR Fylgni milli Doppler hjartaómunar og hjartaþrœðingar. Flatarmál ósæðarlokuþrengsla ákvörðuð með Doppler hjartaómun mældust frá 0.31 til 1.84 cm2 (0.79 ± 0.32 cm2), en við hjartaþræðingu frá 0.31 til 2.00 cm2 (0.83 ± 0.36 cm2). Mjög góð fylgni fannst milli flatarmála ósæðarlokuþrengsla er ákvörðuð voru með þessum tveimur mæliaðferðum (r=0.96) (sjá töflu). Með Doppler ómun mældust hámarksþrýstingsföll frá 25 til 164 mmHg (82 ± 35 mmHg) og við hjartaþræðingu frá 25 til 175 mmHg (87 ± 39 mmHg).

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.