Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1990, Blaðsíða 51

Læknablaðið - 15.05.1990, Blaðsíða 51
LÆKNABLAÐIÐ 269 Gamla biskupsstofan í Laugamesi, sem var notuð fyrir sóttvamarhús árin 1871-72. Þar vom á þeim árum einangraðir 14 bólusóttarsjúklingar með fullum árangri. Myndin er fengin að láni úr bókinni Landið þitt ísland 3. bindi L-R. Bókaútgáfan Öm og Örlygur hf., 1982. Heilbrigðis- og sóttvamarhaldsnefndin hélt alls 18 fundi á 32 árum frá fyrsta fundinum 1853 til síðasta fundar 1885. Fyrstu 12 fundimir fram til 1872 fjölluðu allir um sóttvamarmálefni, en seinni fundimir sex allir nema einn um umhverfis- og hollustuvemdarmál, Fyrsti fundur nefndarinnar, sem sagt er frá hér að ofan er dæmigerður fyrir tök nefndarinnar á málum skipa sem annaðhvort eru að koma frá svæðum þar sem drepsóttir geisa eða eru grunuð um slíkt, eða tilkynnt er um veikindi um borð. I fyrstu þurfti að taka afstöðu til möguleika á, að kólera kynni að berast til landsins ekki síður en aðrar sóttir. Á árunum 1855-1862 var allmikið rætt um að byggja sérstaka sóttvamarbrú eða bryggju, sem stiftamtmaður þurfti að samþykkja og leggja fé til, en það fékkst ekki. Talið var að nægja myndi að nota einhverja af landgöngubrúm eða bryggjum kaupmanna við höfnina þar sem leyfi fengist til að reisa myndarlega flaggstöng fyrir hinn græna sóttvamarfána, þar sem grunsamleg skip gætu lagst að, án þess að taka hafnsögumann, sem margir kunnugir höfninni töldu óþarft. Viðlega við slíka bryggju jafngilti bráðabirgðasóttvarnarhaldi uns læknir á vegum nefndarinnar hefði haft samband við skipið. Árið 1871 komu nokkur bólusóttarmál til kasta nefndarinnar. Fyrsta málið bar að 13. apríl. Þá kom skip frá Frakklandi með mikið veikan mann um borð. Maðurinn var talinn vera með bólusýki. Gerðar voru ráðstafanir til að taka biskupsstofuna í Laugamesi fyrir sóttvamarhús, en húsið hafði staðið autt um nokkum tíma vegna leka. Biskupinn, Helgi Tordarson, var fluttur í bæinn fyrir nokkrum árum vegna vosbúðar innanhúss. Þá var Laugames og talið of langt frá bænum fyrir biskupsstofu, og Fúlutjamarlækur gat verið hættulegur farartálmi á þeirri leið. Húsið var upphaflega byggt sem biskupssetur fyrir Steingrím Jónsson, en hann flutti inn í það 1826 og bjó þar til 1845 er Helgi biskup flutti inn. Nefndin gerði ráðstafanir til að fram færi bráðabirgðaviðgerð á húsinu og rúður endumýjaðar, allt þetta með samþykki bæjarstjómarmanna og stiftamtsmanns og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.