Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1990, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 15.05.1990, Blaðsíða 33
LÆKNABLAÐIÐ 1990; 76: 253-7 253 Þórólfur Guðnason ALNÆMI HJÁ BÖRNUM - YFIRLITSGREIN INNGANGUR Fyrstu tilfellum alnæmis (AIDS/Acquired Immunodeficiency Syndrome) var lýst hjá hommum árið 1981 (1,2) og stunguefnaneytendum árið 1982 (3). Fyrstu lýsingar á bömum með torkennilega bilun í ónæmiskerfi birtust árið 1982 og varð mönnum þá ljóst, að alnæmi var ekki einungis sjúkdómur homma og fíkniefnaneytenda (4,5). Orsök alnæmis er í dag talin vera sýking af völdum HIV (human immunodeficiency virus) sem veldur víðtækri röskun á ónæmiskerfi líkamans (6,7). Alnæmi er lokastig þessarar sýkingar og hefur komið í ljós, að einkenni sjúkdómsins hjá bömum eru að mörgu leyti mjög frábrugðin einkennum hjá fullorðnum (8). FARALDSFRÆÐI í ágúst 1989 höfðu um 178.000 einstaklingar á öllum aldri greinst með alnæmi í heiminum og þar af um 100.000 í Bandaríkjunum, 31.000 í Afríku og 25.000 í Evrópu (9). Fjöldi bama í heiminum með alnæmi er ekki þekktur en á sama tíma höfðu um 600 böm yngri en 13 ára greinst í Evrópu og um 1.800 í Bandaríkjunum (9,10). Þó fjöldi HIV smitaðra einstaklinga sé ekki að fullu kunnur, hefur verið talið, að fyrir hvem einstakling með alnæmi séu um þrír til tíu einstaklingar sýktir (11). Margir þeirra eru hins vegar ógreindir og með lítil sem engin einkenni. í Bandaríkjunum hefur því verið spáð, að í lok árs 1991 muni heildarfjöldi alnæmissjúklinga vera kominn upp í um 270.000 og þar af um 6.000 böm (12). Þar er alnæmi níunda algengasta dánarorsök bama á aldrinum eins til fjögurra ára og er áætlað að á árinu 1992 verði það eitt af fimm helstu dánarorsökum sama aldurshóps (13). Frá University of Minnesota, Minneapolis. Flest böm (um 80%), sem greinst hafa með alnæmi smituðust af mæðrum sínum í meðgöngu eða fæðingu en örfá smituðust af brjóstamjólk (7,10,14). Mæðumar voru annaðhvort stunguefnaneytendur (51%) eða höfðu smitast við gagnkynja (heterosexual) kynmök (36%) (10). Oft voru þær einkennalausar eða einkennalitlar fyrir og á meðgöngu og greindust í mörgum tilfellum ekki fyrr en eftir að bamið hafði greinst með HIV sýkingu (10,15). í Bandaríkjunum smituðust um 11% bama með alnæmi af blóði sem gefið var fyrir árið 1985, en það ár hófst skipulögð leit að HIV mótefnum hjá blóðgjöfum. Um 6% bama með alnæmi eru dreyrasjúklingar, en hjá 3% barna hefur smitleið ekki fundist (10). í Bandaríkjunum standa nú yfir víðtækar mælingar á HIV mótefnum (ELISA og Westem blot) í blóði nýbura. A þann hátt er unnt að fá vitneskju um algengi HIV sýkingar hjá bamshafandi konum, þar sem HIV (IgG) mótefni berast á óvirkan hátt yfir fylgjuna í hið ófædda bam. I New York fylki var blóð frá 276.609 nýburum rannsakað með tilliti til HIV mótefna og reyndust 0.66% þeirra vera jákvæð (16). Tíðnin reyndist hæst í New York borg (1.25%) sem endurspeglar háa tíðni fíkniefnanotkunar kvenna þar. Almennt er talið að um 30-40% ófæddra bama muni smitast í meðgöngu sé móðirin sýkt af HIV (15,17-19). Þannig má ætla, að um 700 sýkt böm hafi fæðst í New York fylki á ofangreindu tímabili og að öllum líkindum munu þau flest fá einkenni alnæmis á fyrstu 24 mánuðum ævinnar. I öðrum fylkjum Bandaríkjanna er fjöldi HIV smitaðra bama töluvert minni en á vafalaust eftir að aukast á næstu árum. EINKENNI Talið er að öll böm sem sýkjast af HIV muni fá einkenni alnæmis síðar á ævinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.