Læknablaðið - 15.05.1990, Blaðsíða 49
LÆKNABLAÐIÐ 1990; 76: 267-76
267
Baldur Johnsen
SÓTTVARNARÁÐSTAFANIR Á ÍSLANDI EFTIR
AFNÁM EINOKUNARVERSLUNAR 1787
Fyrsta heilbrigöisnefndin 1848
YFIRLIT
Gerð er grein fyrir stofnun og aðdraganda
að stofnun fyrstu heilbrigðis- og
sóttvamarhaldsnefndarinnar á íslandi. Sagt er
frá starfi þessarar annars gleymdu nefndar,
eins og fram kemur í frumriti fundargerða
nefndarinnar, frá fyrsta fundi hennar 1853
til síðasta fundar 1885. Fyrsta fundargerðin
er skráð hér nokkum veginn orðrétt, því
að hún sýnir vel fagleg tök nefndarinnar á
þessu vandasama og mjög þýðingarmikla
máli. Stiftamtmaðurinn yfir Islandi, síðar
innanríkisráðherra Dana, Matthias Rosenöm,
skipaði nefndina og löggilti fundargerðarbók
fyrir hana árið 1848.
Fyrst reyndi á nefndina árið 1853, er
kólerudrepsótt, þriðji alheimsfaraldurinn,
sem þá geisaði í Evrópu, var kominn
til Kaupmannahafnar. Nefndinni tókst
giftusamlega að vama því að kólera, bólusótt
og mislingar næðu fótfestu á íslandi á
þeim árum sem nefndin sinnti fyrst og
fremst sóttvamarmálum, eða til 1875. Þá
var ný sóttvamarlöggjöf samþykkt á fyrsta
löggjarfarþinginu eftir endurreisn Alþingis. Á
þeim árum voru bóla og mislingar landlægar
sóttir í nágrannalöndum, og fjórir mjög
mannskæðir alheimskólerufaraldrar gengu yfir
Evrópu.
Það verður að teljast til einstakra afreka,
að nefndinni tókst á árunum 1871-72 að
einangra 14 erlenda bólusóttarsjúklinga af
frönskum fiskiskútum, sem leituðu hafnar í
Reykjavík. Nefndarmönnum, þeim Vilhjálmi
Finsen fógeta, Jóni Thorsteinsen landlækni
og Hannesi St. Johnsen bæjarfulltrúa,
hugkvæmdist að nota gömlu biskupsstofuna
í Laugamesi, sem þá stóð auð, fyrir
sóttvamarspítala í þessi tvö ár.
Fyrstu sóttvamarhaldsaðgerðimar fyrir ísland
koma fram í opnu konungsbréfi 18. maí
1787, um vamir gegn bólusótt og mislingum
(flekkusótt). Þá hafði einokunarverslun Dana
verið afnumin á Islandi og nokkum veginn
frjálsar samgöngur leyfðar við landið. Nýjar
og endurbættar sóttvamarhaldsreglugerðir
þróuðust síðan, fyrst fyrir Danmörku og
Noreg, er til varð 1805 almenn og mjög
ítarleg sóttvamarreglugerð fyrir þau lönd. Á
árunum 1831-38 var þessi reglugerð smám
saman tekin að fullu í gildi á íslandi.
Eftir að fyrsti alheimskólerufaraldurinn skall
á Evrópu 1826-34 var hert á sóttvömum með
fjölda nýrra sérreglugerða vegna kóleruvama,
þó innan ramma hinnar ítarlegu konunglegu
reglugerðar frá 1805.
I öllum tilskipunum dönsku stjómarinnar frá
þessum tímum er lögð megináhersla á stofnun
heilbrigðis- og sóttvamarhaldsnefnda. Hér
á landi sinntu yfirvöld þessum fyrirmælum
lítt eða ekki fyrr en 1848, og má segja að
ekki hafi verið seinna vænna, því þegar
árið 1853 barði kóleruvandamálið að
dyrum hér á landi vegna náinna tengsla við
Kaupmannahöfn. Þá var nefndin viðbúin
og tók engum vettlingatökum á málinu, því
mikið var húfi, enda tókst að verja landið fyrir
kólerudrepsóttinni, svo og öðrum stórsóttum á
meðan nefndin starfaði að sóttvömum allt til
ársins 1875.
INNGANGUR
Eftir að ísland var opnað fyrir beinum
siglingum hvaðanæva að úr heiminum, við
afnám einokunarverslunar í ársbyrjun 1787,